Buðu flugmönnum miklar launahækkanir í gær Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. ágúst 2023 16:20 Birgir segist ekki geta staðfest tölurnar sem Túristi.is setti fram en segir að tilboðið sé sanngjarnt. Vísir/Vilhelm Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, staðfestir að flugmönnum félagsins og flugstjórum hafi verið boðnar launahækkanir í gær. Samkvæmt Túrista.is eru hækkanirnar allt að 53 prósent. „Það er ekkert leyndarmál að við erum að breyta kjörum hjá flugmönnum,“ segir Birgir. Þetta sé þó ekki endilega viðbragð við því að Icelandair hafi boðið mörgum flugmönnum Play störf, eins og greint var frá fyrr í dag. „Þessi vinna er búin að vera í gangi í allt sumar. Það er rosaleg eftirspurn eftir flugmönnum á heimsvísu. Stéttarfélagið hjá okkar flugmönnum er búið að flagga því að kjarasamningurinn, eins og hann er settur upp, sé kominn úr fasa við það sem er að gerast á markaðinum,“ segir Birgir. Samkvæmt Túrista.is hækka grunnlaun óbreyttra flugmanna úr 470 þúsund krónum í 718, eða um 53 prósent. Grunnlaun flugstjóra hækka úr 880 þúsund í 1.130 þúsund. Ofan á þetta bætist 95 þúsund krónur í bílastyrk og ótilgreind tala í dagpeninga. Eftir hækkanir verði launin litlu lægri en býðst hjá Icelandair. „Sanngjarnt tilboð“ Birgir segist vera með skráð félag á markaði og geti hvorki staðfest þessar tölur né hafnað þeim. „Við teljum að við séum að gera fólki mjög sanngjarnt tilboð,“ segir hann en laun flugfólks séu flókin jafna. Meðal annars þurfi að taka saman grunnlaun, dagpeninga og tryggða fartíma. Hjá Play geti óbreyttir flugmenn hækkað í tign í flugstjórastöðu innan fárra ára en hjá stærri flugfélögum taki þetta allt að 10 til 15 ár. Að sögn Birgis er ekki verið að gera breytingar á vöktum eða tímafjölda. Einnig sé aðeins verið að fara yfir laun flugmanna og flugstjóra á þessum tímapunkti. Áður hafi til dæmis laun flugliða verið hækkuð. Ástæðan fyrir þessu sé eins og áður var nefnt samkeppni um fólk sem og að flugfélagið hafi braggast og eflst. Fréttir af flugi Play Kjaramál Tengdar fréttir Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. 31. ágúst 2023 10:26 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að við erum að breyta kjörum hjá flugmönnum,“ segir Birgir. Þetta sé þó ekki endilega viðbragð við því að Icelandair hafi boðið mörgum flugmönnum Play störf, eins og greint var frá fyrr í dag. „Þessi vinna er búin að vera í gangi í allt sumar. Það er rosaleg eftirspurn eftir flugmönnum á heimsvísu. Stéttarfélagið hjá okkar flugmönnum er búið að flagga því að kjarasamningurinn, eins og hann er settur upp, sé kominn úr fasa við það sem er að gerast á markaðinum,“ segir Birgir. Samkvæmt Túrista.is hækka grunnlaun óbreyttra flugmanna úr 470 þúsund krónum í 718, eða um 53 prósent. Grunnlaun flugstjóra hækka úr 880 þúsund í 1.130 þúsund. Ofan á þetta bætist 95 þúsund krónur í bílastyrk og ótilgreind tala í dagpeninga. Eftir hækkanir verði launin litlu lægri en býðst hjá Icelandair. „Sanngjarnt tilboð“ Birgir segist vera með skráð félag á markaði og geti hvorki staðfest þessar tölur né hafnað þeim. „Við teljum að við séum að gera fólki mjög sanngjarnt tilboð,“ segir hann en laun flugfólks séu flókin jafna. Meðal annars þurfi að taka saman grunnlaun, dagpeninga og tryggða fartíma. Hjá Play geti óbreyttir flugmenn hækkað í tign í flugstjórastöðu innan fárra ára en hjá stærri flugfélögum taki þetta allt að 10 til 15 ár. Að sögn Birgis er ekki verið að gera breytingar á vöktum eða tímafjölda. Einnig sé aðeins verið að fara yfir laun flugmanna og flugstjóra á þessum tímapunkti. Áður hafi til dæmis laun flugliða verið hækkuð. Ástæðan fyrir þessu sé eins og áður var nefnt samkeppni um fólk sem og að flugfélagið hafi braggast og eflst.
Fréttir af flugi Play Kjaramál Tengdar fréttir Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. 31. ágúst 2023 10:26 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. 31. ágúst 2023 10:26