Hólmar Örn í bann fyrir „alvarlega grófan og hættulegan leik“ Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 12:54 Erlingur lá í jörðinni í kjölfar atviksins Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Vals, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann en aganefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hólmar hafi sýnt af sér „alvarlega grófan og hættulegan leik“ í leik Vals og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla á dögunum. Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir erindi frá Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ vegna atviks sem átti sér stað í umræddum leik en í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál úrskurðar nefndin meðal annars um mál sem framkvæmdastjóri KSÍ beinir til nefndarinnar. Er um að ræða atvik á 11. mínútu leiksins þar sem að Hólmar Örn Eyjólfsson virðist slæma hendi sinni í andlitið á Erlingi. Klippa: Atvikið milli Hólmars og Erlings í leik Vals og Víkings Fyrir aganefndinni lágu fyrir staðfestingar aðaldómara sem og aðstoðardómara hans sem segjast ekki hafa séð umrætt atvik og því ekki brugðist við vegna þess. „Það er mat nefndarinnar, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 28. ágúst sl. og jafnframt birtist á myndskeiðum sem fylgir greinargerð framkvæmdastjóra og greinargerð Vals, sé alvarlegt agabrot,“ segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Í tilvitnuðu atviki hafi Hólmar Örn, leikmaður Vals, sýnt af sér alvarlega grófan og hættulegan leik. „Er hann slæmir hendi sinni í andlit leikmanns Víkings R. Erlings Agnarssonar. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Vals og Víkings R. í Bestu deild karla.“ Hólmar sé því úrskurðaður í eins leiks bann. Hólmar hafi ýtt Erlingi Fyrir aganefnd lá einnig fyrir skrifleg greinargerð Vals þar sem sagði að Hólmar Örn væri ekki að slá til Erlings. Hann ýti Erlingi frá sér eftir að Erlingur rífur í treyju hans. „Og hangir í honum og truflar Hólmar með ólögmætum hætti í sínum leik.“ Einnig megi sjá að Hólmar hugi strax að Erlingi og taki utan um hann og kanni hvort það sé í lagi með Erling. „Í kjölfarið stendur Erlingur strax upp á nokkra meiðsla. Hólmar, Erlingur og Erlendur dómari taka saman stutt spjall og leik haldið áfram.“ Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir erindi frá Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ vegna atviks sem átti sér stað í umræddum leik en í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál úrskurðar nefndin meðal annars um mál sem framkvæmdastjóri KSÍ beinir til nefndarinnar. Er um að ræða atvik á 11. mínútu leiksins þar sem að Hólmar Örn Eyjólfsson virðist slæma hendi sinni í andlitið á Erlingi. Klippa: Atvikið milli Hólmars og Erlings í leik Vals og Víkings Fyrir aganefndinni lágu fyrir staðfestingar aðaldómara sem og aðstoðardómara hans sem segjast ekki hafa séð umrætt atvik og því ekki brugðist við vegna þess. „Það er mat nefndarinnar, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 28. ágúst sl. og jafnframt birtist á myndskeiðum sem fylgir greinargerð framkvæmdastjóra og greinargerð Vals, sé alvarlegt agabrot,“ segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Í tilvitnuðu atviki hafi Hólmar Örn, leikmaður Vals, sýnt af sér alvarlega grófan og hættulegan leik. „Er hann slæmir hendi sinni í andlit leikmanns Víkings R. Erlings Agnarssonar. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Vals og Víkings R. í Bestu deild karla.“ Hólmar sé því úrskurðaður í eins leiks bann. Hólmar hafi ýtt Erlingi Fyrir aganefnd lá einnig fyrir skrifleg greinargerð Vals þar sem sagði að Hólmar Örn væri ekki að slá til Erlings. Hann ýti Erlingi frá sér eftir að Erlingur rífur í treyju hans. „Og hangir í honum og truflar Hólmar með ólögmætum hætti í sínum leik.“ Einnig megi sjá að Hólmar hugi strax að Erlingi og taki utan um hann og kanni hvort það sé í lagi með Erling. „Í kjölfarið stendur Erlingur strax upp á nokkra meiðsla. Hólmar, Erlingur og Erlendur dómari taka saman stutt spjall og leik haldið áfram.“
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira