Ekki ein uppsögn borist Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. ágúst 2023 10:26 Birgir var ekki á umræddum fundi og segist ekki geta tjáð sig um efni starfsmannafunda. Arnar Halldórsson Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. „Á þessum tímapunkti hefur ekki ein einasta uppsögn borist. Það hafa verið alls konar kjaftasögur og dómsdagsspár um þetta flugfélag í þessi tvö ár, ekki síst um einhverjar meintar hópuppsagnir, en það hefur ekkert af því gerst,“ segir Birgir. Ferðaþjónustufjölmiðillinn Túristi.is hefur greint frá því að átján flugmenn Play hafi fengið símtal frá Icelandair um að þeir gætu hafið störf hjá félaginu og að þeir myndu þiggja það boð. Hafi stjórnendur Play brugðist við stöðunni með því að funda með öllum flugmönnum félagsins í gærkvöldi. Birgir segir að samstarfs-og starfsmannafundir séu haldnir í hverjum einasta mánuði. Sjálfur hafi hann ekki verið viðstaddur á þessum téða fundi og geti ekki tjáð sig um umræðuefni hans. „Við erum í virku samtali við alla starfsmenn okkar alltaf,“ segir Birgir. „Það hefur verið að nást frábær árangur og það er sótt í þetta fólk frá öllum áttum, bæði innanlands og erlendis frá.“ Birgir segir heilbrigt að það sé samkeppni um fólk. Play hafi verið að fá verðlaun erlendis frá, meðal annars fyrir áhafnir og þjónustu. Einnig að ef það kæmi hópuppsögn sem hefði áhrif á starfsemi félagsins þyrfti Play að flagga því á markaði eins og önnur skráð félög. Það hafi hins vegar ekki gerst. Ekki hægt að líta á eina launatölu Í frétt Túrista.is kemur fram að grunnlaun flugmanna Play séu umtalsvert lægri en flugmanna Icelandair, það er 590 þúsund krónur samanborið við 860 þúsund. Aðspurður um samkeppnishæfni segir Birgir það margoft hafa komið fram að kjarasamningur og laun Play séu talsvert öðruvísi en hjá Icelandair. Þetta sé hins vegar mun flóknara mál og ekki hægt að benda á einhverja eina launatölu. Mikill flugmannaskortur sé í heiminum og öll flugfélög verði að bjóða laun sem standast skoðun. Þá séu einnig aðrir þættir sem skipta máli en laun. „Ef einhverjir einstaklingar vilja skipta um vinnu þá er það í góðu lagi. Þannig er það þjóðfélag sem við viljum búa í,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Kjaramál Play Icelandair Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
„Á þessum tímapunkti hefur ekki ein einasta uppsögn borist. Það hafa verið alls konar kjaftasögur og dómsdagsspár um þetta flugfélag í þessi tvö ár, ekki síst um einhverjar meintar hópuppsagnir, en það hefur ekkert af því gerst,“ segir Birgir. Ferðaþjónustufjölmiðillinn Túristi.is hefur greint frá því að átján flugmenn Play hafi fengið símtal frá Icelandair um að þeir gætu hafið störf hjá félaginu og að þeir myndu þiggja það boð. Hafi stjórnendur Play brugðist við stöðunni með því að funda með öllum flugmönnum félagsins í gærkvöldi. Birgir segir að samstarfs-og starfsmannafundir séu haldnir í hverjum einasta mánuði. Sjálfur hafi hann ekki verið viðstaddur á þessum téða fundi og geti ekki tjáð sig um umræðuefni hans. „Við erum í virku samtali við alla starfsmenn okkar alltaf,“ segir Birgir. „Það hefur verið að nást frábær árangur og það er sótt í þetta fólk frá öllum áttum, bæði innanlands og erlendis frá.“ Birgir segir heilbrigt að það sé samkeppni um fólk. Play hafi verið að fá verðlaun erlendis frá, meðal annars fyrir áhafnir og þjónustu. Einnig að ef það kæmi hópuppsögn sem hefði áhrif á starfsemi félagsins þyrfti Play að flagga því á markaði eins og önnur skráð félög. Það hafi hins vegar ekki gerst. Ekki hægt að líta á eina launatölu Í frétt Túrista.is kemur fram að grunnlaun flugmanna Play séu umtalsvert lægri en flugmanna Icelandair, það er 590 þúsund krónur samanborið við 860 þúsund. Aðspurður um samkeppnishæfni segir Birgir það margoft hafa komið fram að kjarasamningur og laun Play séu talsvert öðruvísi en hjá Icelandair. Þetta sé hins vegar mun flóknara mál og ekki hægt að benda á einhverja eina launatölu. Mikill flugmannaskortur sé í heiminum og öll flugfélög verði að bjóða laun sem standast skoðun. Þá séu einnig aðrir þættir sem skipta máli en laun. „Ef einhverjir einstaklingar vilja skipta um vinnu þá er það í góðu lagi. Þannig er það þjóðfélag sem við viljum búa í,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Kjaramál Play Icelandair Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira