Réttur þjóðarinnar, er hann hunsaður af stjórnvöldum? Guðrún Njálsdóttir skrifar 16. ágúst 2023 19:31 Í baráttu minni um rétt minn til að velja mér búsetu hafa margir fílar orðið á vegi mínum, þessir fílar eru í líki sveitarstjórnarfólks í GOGG og einnig innviðaráðaherra sem hefur þessi mál á sinni könnu. Enginn þessara aðila sýnir því skilning að það er niðurlægjandi að vera „Óstaðsettur“ og ósýnilegur. Innviðaráðaherra hefur meira að segja stofnað sérstakan starfshóp til að skoða málefni þeirra sem valið hafa að eiga sitt heimili í frístundabyggð. Formaður hópsins er sveitarstjóri GOGG (sá hreppur vill ekki „innflytjendur“) og augljóst er að ekki er ætlunin að finna lausnir heldur til að kanna hvort verið sé að misnota ákvæði lögheimilislaga um skráningu. Með öðrum orðum er það fólk sem kaus búsetufrelsi sakað um lögbrot með því einu að búa í sínu eigin húsi. Skilningur stjórnenda á hlutverki þeirra sem fulltrúa kjósenda er oft misskilinn. Skilyrði fyrir að vera kosinn er að gangast undir þá skyldu að hafa að leiðarljósi hagsmuni kjósenda sinna. Það er lenska að lofa öllu fögru fyrir kosningar og hunsa svo öll loforð eftir kosningarnar m.a. að tala saman um lausnir. Nú hef ég setið í stjórn Búsetufrelsis í tæp tvö ár og loksins er komið að tímamótum hjá félaginu, í staðinn fyrir að berjast við eitt sveitarfélag þá skal farið fram á landsvísu enda málefnið risavaxið og varðar alla frístundahúsaeigendur. Baráttumálið verður ekki bara „búsetufrelsi“ heldur ekki síður að vinna fyrir alla frístundahúsaeigendur á Íslandi hvað varðar greiðslur til sveitarfélagsins í formi fasteignagjalda. Enda er meginþorri frístundahúsaeigenda gríðarlega óánægður með mismununina á þjónustu versus íbúðarhús. Taka verður á þessu máli með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og sjá til þess að jafnræðis sé gætt hjá landsmönnum öllum. Það er einlæg von mín að ALLIR frístundahúsaeigendur rísi upp og neiti að láta stjórnvöld hunsa rétt okkar til búsetufrelsis Höfundur er stjórnarkona í Búsetufrelsi og stoltur íbúi Grímsnes- & Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Húsnæðismál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í baráttu minni um rétt minn til að velja mér búsetu hafa margir fílar orðið á vegi mínum, þessir fílar eru í líki sveitarstjórnarfólks í GOGG og einnig innviðaráðaherra sem hefur þessi mál á sinni könnu. Enginn þessara aðila sýnir því skilning að það er niðurlægjandi að vera „Óstaðsettur“ og ósýnilegur. Innviðaráðaherra hefur meira að segja stofnað sérstakan starfshóp til að skoða málefni þeirra sem valið hafa að eiga sitt heimili í frístundabyggð. Formaður hópsins er sveitarstjóri GOGG (sá hreppur vill ekki „innflytjendur“) og augljóst er að ekki er ætlunin að finna lausnir heldur til að kanna hvort verið sé að misnota ákvæði lögheimilislaga um skráningu. Með öðrum orðum er það fólk sem kaus búsetufrelsi sakað um lögbrot með því einu að búa í sínu eigin húsi. Skilningur stjórnenda á hlutverki þeirra sem fulltrúa kjósenda er oft misskilinn. Skilyrði fyrir að vera kosinn er að gangast undir þá skyldu að hafa að leiðarljósi hagsmuni kjósenda sinna. Það er lenska að lofa öllu fögru fyrir kosningar og hunsa svo öll loforð eftir kosningarnar m.a. að tala saman um lausnir. Nú hef ég setið í stjórn Búsetufrelsis í tæp tvö ár og loksins er komið að tímamótum hjá félaginu, í staðinn fyrir að berjast við eitt sveitarfélag þá skal farið fram á landsvísu enda málefnið risavaxið og varðar alla frístundahúsaeigendur. Baráttumálið verður ekki bara „búsetufrelsi“ heldur ekki síður að vinna fyrir alla frístundahúsaeigendur á Íslandi hvað varðar greiðslur til sveitarfélagsins í formi fasteignagjalda. Enda er meginþorri frístundahúsaeigenda gríðarlega óánægður með mismununina á þjónustu versus íbúðarhús. Taka verður á þessu máli með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og sjá til þess að jafnræðis sé gætt hjá landsmönnum öllum. Það er einlæg von mín að ALLIR frístundahúsaeigendur rísi upp og neiti að láta stjórnvöld hunsa rétt okkar til búsetufrelsis Höfundur er stjórnarkona í Búsetufrelsi og stoltur íbúi Grímsnes- & Grafningshrepps.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar