Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-0 | Eyjakonur innbyrtu gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni Hjörvar Ólafsson skrifar 15. ágúst 2023 19:56 Haley Marie Thomas er fyrirliði ÍBV. Vísir/Bára Dröfn ÍBV og Keflavík mættust í mikilvægum botnbaráttuslag í 16. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í Vestmannaeyjum í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum með 14 stig hvort lið í 8. og 9. sæti deildarinnar fyrir þennan leik. Eyjakonur fóru með sigur af hólmi í þessum leik með einu marki gegn engu en það var Þóra Björg Stefánsdóttir sem skoraði sigurmark Vestmanneyinga. Telusila Mataaho Vunipola sem gekk til liðs við ÍBV í þessari viku lagði upp mark Þóru Bjargar. Með þessum sigri kom ÍBV sér upp úr fallsvæði deildarinnar en liðið hefur 17 stig í áttunda sæti en Keflavík er með 14 stig í næsteðsta sæti og Selfoss vermir botnsætið með 11 stig. Af hverju vann ÍBV? Þetta var mikill baráttuleikur þar sem fá færi litu dagsins ljós. Þóra Björg nýtti eitt þeirra fáu færa sem liðin fengu í þessari rimmu. Leikurinn bar þess ríkulega merki að það væru mikilvæg stig í boði og bæði lið voru varkár í sínum sóknaraðgerðum. Hverjar sköruðu fram úr? Þóra Björg var sú sem var í aðalhlutverki þegar Eyjakonur voru að sækja. Telusila Mataaho Vunipola kom sterk inn í leikinn og Sigríður Lára Garðarsdóttir átti góða innkomu inn á miðsvæðið. Helena Jónsdóttir var svo eins og kletur í miðri vörn Eyjaliðsins. Melanie Claire Rendeiro og Dröfn Einarsdóttir áttu fína spretti á köntunum hjá Keflavík og Ameera Abdella Hussen reyndi hvað hún gat til þess að skapa usla í vörn heimakvenna. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi finna glufur á vörn hvors annars. Sóknarþungi Keflavíkur var ekki nógu mikill undir lokin til þess að liðið næði að koma inn jöfnunarmarkinu sem gestinir þurftu nauðsynlega á að halda. Hvað gerist næst? ÍBV sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöll á sunnudaginn kemur á meðan Keflavík fær Þrótt í heimsókn suður með sjó. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna ÍBV Keflavík ÍF
ÍBV og Keflavík mættust í mikilvægum botnbaráttuslag í 16. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í Vestmannaeyjum í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum með 14 stig hvort lið í 8. og 9. sæti deildarinnar fyrir þennan leik. Eyjakonur fóru með sigur af hólmi í þessum leik með einu marki gegn engu en það var Þóra Björg Stefánsdóttir sem skoraði sigurmark Vestmanneyinga. Telusila Mataaho Vunipola sem gekk til liðs við ÍBV í þessari viku lagði upp mark Þóru Bjargar. Með þessum sigri kom ÍBV sér upp úr fallsvæði deildarinnar en liðið hefur 17 stig í áttunda sæti en Keflavík er með 14 stig í næsteðsta sæti og Selfoss vermir botnsætið með 11 stig. Af hverju vann ÍBV? Þetta var mikill baráttuleikur þar sem fá færi litu dagsins ljós. Þóra Björg nýtti eitt þeirra fáu færa sem liðin fengu í þessari rimmu. Leikurinn bar þess ríkulega merki að það væru mikilvæg stig í boði og bæði lið voru varkár í sínum sóknaraðgerðum. Hverjar sköruðu fram úr? Þóra Björg var sú sem var í aðalhlutverki þegar Eyjakonur voru að sækja. Telusila Mataaho Vunipola kom sterk inn í leikinn og Sigríður Lára Garðarsdóttir átti góða innkomu inn á miðsvæðið. Helena Jónsdóttir var svo eins og kletur í miðri vörn Eyjaliðsins. Melanie Claire Rendeiro og Dröfn Einarsdóttir áttu fína spretti á köntunum hjá Keflavík og Ameera Abdella Hussen reyndi hvað hún gat til þess að skapa usla í vörn heimakvenna. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi finna glufur á vörn hvors annars. Sóknarþungi Keflavíkur var ekki nógu mikill undir lokin til þess að liðið næði að koma inn jöfnunarmarkinu sem gestinir þurftu nauðsynlega á að halda. Hvað gerist næst? ÍBV sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöll á sunnudaginn kemur á meðan Keflavík fær Þrótt í heimsókn suður með sjó.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti