Enn hækkar Disney verð Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2023 17:12 Reikna má með að verðhækkun taki gildi í Evrópu í október. GETTY/BUDRUL CHUKRUT Heimili Mikka Mús og Marvel hyggst hækka verð á streymisveitunni Disney+ í annað sinn á innan við ári. Þjónustan heldur áfram að skila tapi fyrir afþreyingarstórveldið. The Walt Disney Company birti fjárhagsuppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung í gær sem sýnir tekjusamdrátt hjá flestum rekstrarsviðum fyrir utan skemmtigarða fyrirtækisins. Í október mun verðið á Disney+ áskrift án auglýsinga í Bandaríkjunum fara úr 10,99 bandaríkjadölum í 13,99. Í desember síðastliðnum hækkaði sama áskriftarleið úr 7,99 í 10,99 bandaríkjadali. Samkvæmt The Irish Times mun verðið til írskra notanda hækka úr 8,99 evrum í 10,99 á mánuði frá og með 1. nóvember. Þá mun fólk greiða 109,90 evrur fyrir árið í stað 89,90 en báðar hækkanirnar taka gildi fyrir núverandi áskrifendur þann 6. desember. Má ráðgera að sama hækkun eigi sér stað víðar í Evrópu, þar á meðal á Íslandi, þar sem fólk greiðir í dag 8,99 evrur á mánuði. Gera atlögu að frífarþegum Disney býður upp á ódýrari áskriftarleið með auglýsingum í vissum löndum og verður verð hennar áfram 7,99 bandaríkjadalir á Bandaríkjamarkaði. Að sögn Bob Iger, forstjóra Disney, er markmiðið með verðbreytingunum að ýta fleirum í átt að ódýrari áskriftarleiðinni þar sem auglýsingatekjur Disney séu að aukast. Disney stefnir á að bjóða upp á sambærilega auglýsingaleið í Evrópu á næstu misserum fyrir 5,99 evrur á mánuði, þar á meðal í Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og á Spáni. Stjórnendur Disney greindu frá því í gær að eitt prósent samdráttur hafi sést í fjölda áskrifenda í Bandaríkjunum og Kanada á síðasta ársfjórðungi. Á sama tíma hafi áskrifendum erlendis fjölgað um tvö prósent. Iger gaf sömuleiðis til kynna að til stæði að ráðast í aðgerðir til að fækka þeim notendum sem deila einstaklingsaðgangi með öðrum. Hefur sú stefna nýverið hjálpað Netflix að bæta við sig milljónum nýrra áskrifenda. Rekstur Disney+ skilaði tapi upp á 512 milljónir bandaríkjadala á síðasta ársfjórðungi, sem lauk 1. júlí, og hefur fyrirtækið nú tapað yfir 11 milljörðum bandaríkjadala á streymisveitunni frá því að hún opnaði árið 2019. Nemur tapið um 1.450 milljörðum íslenskra króna. Disney Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Disney hækkar verðið fyrir þá sem vilja engar auglýsingar Áskrift hjá streymisveitu Disney, Disney+, kemur til með að hækka í verði á næstunni. Þá verður ný ódýrari áskriftarleið kynnt til sögunnar en þar þurfa áskrifendur að horfa á auglýsingar. 10. ágúst 2022 21:00 Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Undanfarin ár hafa forsvarsmenn streymisveitna lagt allt kapp á að fjölga notendum, sama hvað það kostar. Samhliða miklum samdrætti í fjölgun notenda á markaðinum virðist sem þeim lið streymisstríðsins, sem samkeppnin milli streymisveitna er iðulega kölluð, sé lokið. Nú sé markmiðið að auka tekjur, draga úr kostnaði og reka streymisveitur með hagnaði. 12. ágúst 2022 14:31 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
The Walt Disney Company birti fjárhagsuppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung í gær sem sýnir tekjusamdrátt hjá flestum rekstrarsviðum fyrir utan skemmtigarða fyrirtækisins. Í október mun verðið á Disney+ áskrift án auglýsinga í Bandaríkjunum fara úr 10,99 bandaríkjadölum í 13,99. Í desember síðastliðnum hækkaði sama áskriftarleið úr 7,99 í 10,99 bandaríkjadali. Samkvæmt The Irish Times mun verðið til írskra notanda hækka úr 8,99 evrum í 10,99 á mánuði frá og með 1. nóvember. Þá mun fólk greiða 109,90 evrur fyrir árið í stað 89,90 en báðar hækkanirnar taka gildi fyrir núverandi áskrifendur þann 6. desember. Má ráðgera að sama hækkun eigi sér stað víðar í Evrópu, þar á meðal á Íslandi, þar sem fólk greiðir í dag 8,99 evrur á mánuði. Gera atlögu að frífarþegum Disney býður upp á ódýrari áskriftarleið með auglýsingum í vissum löndum og verður verð hennar áfram 7,99 bandaríkjadalir á Bandaríkjamarkaði. Að sögn Bob Iger, forstjóra Disney, er markmiðið með verðbreytingunum að ýta fleirum í átt að ódýrari áskriftarleiðinni þar sem auglýsingatekjur Disney séu að aukast. Disney stefnir á að bjóða upp á sambærilega auglýsingaleið í Evrópu á næstu misserum fyrir 5,99 evrur á mánuði, þar á meðal í Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og á Spáni. Stjórnendur Disney greindu frá því í gær að eitt prósent samdráttur hafi sést í fjölda áskrifenda í Bandaríkjunum og Kanada á síðasta ársfjórðungi. Á sama tíma hafi áskrifendum erlendis fjölgað um tvö prósent. Iger gaf sömuleiðis til kynna að til stæði að ráðast í aðgerðir til að fækka þeim notendum sem deila einstaklingsaðgangi með öðrum. Hefur sú stefna nýverið hjálpað Netflix að bæta við sig milljónum nýrra áskrifenda. Rekstur Disney+ skilaði tapi upp á 512 milljónir bandaríkjadala á síðasta ársfjórðungi, sem lauk 1. júlí, og hefur fyrirtækið nú tapað yfir 11 milljörðum bandaríkjadala á streymisveitunni frá því að hún opnaði árið 2019. Nemur tapið um 1.450 milljörðum íslenskra króna.
Disney Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Disney hækkar verðið fyrir þá sem vilja engar auglýsingar Áskrift hjá streymisveitu Disney, Disney+, kemur til með að hækka í verði á næstunni. Þá verður ný ódýrari áskriftarleið kynnt til sögunnar en þar þurfa áskrifendur að horfa á auglýsingar. 10. ágúst 2022 21:00 Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Undanfarin ár hafa forsvarsmenn streymisveitna lagt allt kapp á að fjölga notendum, sama hvað það kostar. Samhliða miklum samdrætti í fjölgun notenda á markaðinum virðist sem þeim lið streymisstríðsins, sem samkeppnin milli streymisveitna er iðulega kölluð, sé lokið. Nú sé markmiðið að auka tekjur, draga úr kostnaði og reka streymisveitur með hagnaði. 12. ágúst 2022 14:31 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Disney hækkar verðið fyrir þá sem vilja engar auglýsingar Áskrift hjá streymisveitu Disney, Disney+, kemur til með að hækka í verði á næstunni. Þá verður ný ódýrari áskriftarleið kynnt til sögunnar en þar þurfa áskrifendur að horfa á auglýsingar. 10. ágúst 2022 21:00
Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Undanfarin ár hafa forsvarsmenn streymisveitna lagt allt kapp á að fjölga notendum, sama hvað það kostar. Samhliða miklum samdrætti í fjölgun notenda á markaðinum virðist sem þeim lið streymisstríðsins, sem samkeppnin milli streymisveitna er iðulega kölluð, sé lokið. Nú sé markmiðið að auka tekjur, draga úr kostnaði og reka streymisveitur með hagnaði. 12. ágúst 2022 14:31