Íslenskir bankar myndu glaðir borga ítalskan hvalrekaskatt Kristófer Már Maronsson skrifar 10. ágúst 2023 14:30 Hvalrekaskattur, orð sem stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum hafa tileinkað sér, hefur verið í fréttunum undanfarna daga. Fréttir bárust af því að ítalska ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja 40% hvalrekaskatt á banka og nota fjármagnið til þess að styðja við fólk með húsnæðislán og lækka skatta. Þannig er a.m.k. sannleikurinn sem RÚV færir okkur. Vísir gerði aðeins betur og tók réttilega fram að skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtatekna. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því einnig hefur efnahagsráðuneyti Ítalíu tilkynnt að skatturinn verði ekki hærri en 0,1% af heildareignum bankanna. Áður höfðu greinendur Citi bankans áætlað að skatturinn yrði um 0,5% af heildareignum og tók hrun í hlutabréfaverði bankanna mið af því. Að mér vitandi hefur enginn íslenskur fjölmiðill sagt frá síðasta atriðinu og umræðan hérlendis á villigötum. Það verður að gefa ítölsku ríkisstjórninni það að þau kunna að slá ryki í augu fólks. Þau hefðu alveg eins getað kallað þetta 80% skatt, en vegna 0,1% þaksins verður skatturinn alveg jafn hár og 40% skattur. Hvalrekaskatturinn mikli verður líklega ekki nema um 8%, og bara af þeim hagnaði sem kemur vegna vaxtatekna. Því má fullyrða að hann verði lægri en 8% af heildarhagnaði ítölsku bankanna. Ef íslenskum bönkum byðist að borga skatta að hætti Ítala þá myndu þeir líklega gera það með bros á vör og lækka vexti á útlánum, almenningi og fyrirtækjum til heilla. Refsing fyrir að hækka ekki innlánsvexti Ein helsta ástæða þess að ítalska ríkisstjórnin ákvað að setja á þennan „hvalrekaskatt“ er sú að hreinar vaxtatekjur hafa hækkað mikið og innlánsvextir, sem fólk fær greidda fyrir að geyma peningana sína í bönkunum, hafa ekki hækkað í takt við útlánsvexti. Staðan er þó ekki eins hérlendis þar sem Auður, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða 8,25% innlánsvexti á óbundnum sparnaðarreikningum. Þannig býðst hverjum sem er að spara peninginn sinn á stýrivöxtum Seðlabankans með 50 punkta þóknun til viðskiptabankans sem þarf að binda peninginn í sjö daga, en engin binding er fyrir einstaklinga. Í raun mætti segja að þóknunin sé lægri þar sem vextirnir eru greiddir mánaðarlega og nema ársvextir þá rúmlega 8,5%. Vaxtahækkunum Seðlabankans hefur verið skilað beint til almennings hérlendis, bæði á innlána- og útlánahliðinni. Íslenskir bankar myndu glaðir borga skatta að hætti Ítalíu Ítalskir bankar standa frammi fyrir þessari einskiptisaðgerð, 40% skattur af hagnaði vegna vaxtatekna sem verður líklega um 8% af þeim hluta afkomunnar. Íslenskir bankar borga bankaskatt árlega, sem nemur 0,145% af heildarskuldum umfram 50 milljarða. Það er áhugavert að bera bankaskattinn saman við svokallaðan hvalrekaskatt Ítala og sjá hversu mikið þrír stærstu bankarnir hérlendis myndu borga ef þeir borguðu ítalskan hvalrekaskatt í stað bankaskatts vegna ársins 2022. Líkt og sjá má á myndinni borguðu bankarnir lægri skatta ef ítalska hvalrekaskattinum yrði skipt inn í stað íslenska bankaskattsins. Þá er skattahlaðborðið sem íslensku bankarnir þurfa að framreiða samt hvergi nærri búið. Bankarnir, líkt og flestar aðrar fjármálastofnanir, þurfa að borga 5,5% fjársýsluskatt af heildarlaunagreiðslum og 6% sérstakan fjársýsluskatt af öllum hagnaði umfram 1 milljarð. Slíka skatta er ekki að finna á Ítalíu, ekkert frekar en í flestum öðrum ríkjum. Af hverju þurfa vextir að vera miklu hærri á Íslandi en annars staðar? Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt og þar skipta margir þættir máli. Einn stór þáttur er skattlagning á banka. Aukin skattlagning á íslenska banka umfram aðra banka veldur því að íslenskir bankar þurfa meiri vaxtamun til að reka sig, en arðsemi eigin fjár er jafnframt lægri en erlendis. Þetta ásamt fleiru veldur því að við borgum hærri vexti af fasteignalánunum okkar. Þegar bankaskatturinn var lækkaður sáum við vexti á fasteignalánum lækka sem afleiðingu. Bankaskattur og fjársýsluskattar eru lítið annað en falinn skattur stjórnvalda á skuldsett heimili og fyrirtæki. Talsmenn hvalrekaskatts á banka ættu frekar að tala fyrir því að fella niður sértæka skatta á banka og rukka einstaklinga beint í stað þess að fela hann á bak við skattgreiðslur fjármálafyrirtækja. Þá myndu allir taka þátt í að greiða téða skatta, ekki bara skuldsett heimili og fyrirtæki. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Skattar og tollar Íslenskir bankar Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvalrekaskattur, orð sem stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum hafa tileinkað sér, hefur verið í fréttunum undanfarna daga. Fréttir bárust af því að ítalska ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja 40% hvalrekaskatt á banka og nota fjármagnið til þess að styðja við fólk með húsnæðislán og lækka skatta. Þannig er a.m.k. sannleikurinn sem RÚV færir okkur. Vísir gerði aðeins betur og tók réttilega fram að skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtatekna. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því einnig hefur efnahagsráðuneyti Ítalíu tilkynnt að skatturinn verði ekki hærri en 0,1% af heildareignum bankanna. Áður höfðu greinendur Citi bankans áætlað að skatturinn yrði um 0,5% af heildareignum og tók hrun í hlutabréfaverði bankanna mið af því. Að mér vitandi hefur enginn íslenskur fjölmiðill sagt frá síðasta atriðinu og umræðan hérlendis á villigötum. Það verður að gefa ítölsku ríkisstjórninni það að þau kunna að slá ryki í augu fólks. Þau hefðu alveg eins getað kallað þetta 80% skatt, en vegna 0,1% þaksins verður skatturinn alveg jafn hár og 40% skattur. Hvalrekaskatturinn mikli verður líklega ekki nema um 8%, og bara af þeim hagnaði sem kemur vegna vaxtatekna. Því má fullyrða að hann verði lægri en 8% af heildarhagnaði ítölsku bankanna. Ef íslenskum bönkum byðist að borga skatta að hætti Ítala þá myndu þeir líklega gera það með bros á vör og lækka vexti á útlánum, almenningi og fyrirtækjum til heilla. Refsing fyrir að hækka ekki innlánsvexti Ein helsta ástæða þess að ítalska ríkisstjórnin ákvað að setja á þennan „hvalrekaskatt“ er sú að hreinar vaxtatekjur hafa hækkað mikið og innlánsvextir, sem fólk fær greidda fyrir að geyma peningana sína í bönkunum, hafa ekki hækkað í takt við útlánsvexti. Staðan er þó ekki eins hérlendis þar sem Auður, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða 8,25% innlánsvexti á óbundnum sparnaðarreikningum. Þannig býðst hverjum sem er að spara peninginn sinn á stýrivöxtum Seðlabankans með 50 punkta þóknun til viðskiptabankans sem þarf að binda peninginn í sjö daga, en engin binding er fyrir einstaklinga. Í raun mætti segja að þóknunin sé lægri þar sem vextirnir eru greiddir mánaðarlega og nema ársvextir þá rúmlega 8,5%. Vaxtahækkunum Seðlabankans hefur verið skilað beint til almennings hérlendis, bæði á innlána- og útlánahliðinni. Íslenskir bankar myndu glaðir borga skatta að hætti Ítalíu Ítalskir bankar standa frammi fyrir þessari einskiptisaðgerð, 40% skattur af hagnaði vegna vaxtatekna sem verður líklega um 8% af þeim hluta afkomunnar. Íslenskir bankar borga bankaskatt árlega, sem nemur 0,145% af heildarskuldum umfram 50 milljarða. Það er áhugavert að bera bankaskattinn saman við svokallaðan hvalrekaskatt Ítala og sjá hversu mikið þrír stærstu bankarnir hérlendis myndu borga ef þeir borguðu ítalskan hvalrekaskatt í stað bankaskatts vegna ársins 2022. Líkt og sjá má á myndinni borguðu bankarnir lægri skatta ef ítalska hvalrekaskattinum yrði skipt inn í stað íslenska bankaskattsins. Þá er skattahlaðborðið sem íslensku bankarnir þurfa að framreiða samt hvergi nærri búið. Bankarnir, líkt og flestar aðrar fjármálastofnanir, þurfa að borga 5,5% fjársýsluskatt af heildarlaunagreiðslum og 6% sérstakan fjársýsluskatt af öllum hagnaði umfram 1 milljarð. Slíka skatta er ekki að finna á Ítalíu, ekkert frekar en í flestum öðrum ríkjum. Af hverju þurfa vextir að vera miklu hærri á Íslandi en annars staðar? Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt og þar skipta margir þættir máli. Einn stór þáttur er skattlagning á banka. Aukin skattlagning á íslenska banka umfram aðra banka veldur því að íslenskir bankar þurfa meiri vaxtamun til að reka sig, en arðsemi eigin fjár er jafnframt lægri en erlendis. Þetta ásamt fleiru veldur því að við borgum hærri vexti af fasteignalánunum okkar. Þegar bankaskatturinn var lækkaður sáum við vexti á fasteignalánum lækka sem afleiðingu. Bankaskattur og fjársýsluskattar eru lítið annað en falinn skattur stjórnvalda á skuldsett heimili og fyrirtæki. Talsmenn hvalrekaskatts á banka ættu frekar að tala fyrir því að fella niður sértæka skatta á banka og rukka einstaklinga beint í stað þess að fela hann á bak við skattgreiðslur fjármálafyrirtækja. Þá myndu allir taka þátt í að greiða téða skatta, ekki bara skuldsett heimili og fyrirtæki. Höfundur er hagfræðingur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun