Valskonum mistókst að komast aftur á toppinn í Bestu deild kvenna þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna á Hlíðarenda.
Mörk leiksins voru bæði stórglæsilega. Fyrst skoraði Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir með skoti beint úr aukaspyrnu á 35. mínútu og svo jafnaði Valskonan Amanda Jacobsen Andradóttir með frábæru langskoti á 66. mínútu. Þar við sat.
HK vann 3-1 sigur á Keflavík í lokaleik 18. umferðar í Bestu deild karla þar sem Keflvíkingar komust yfir rétt fyrir hlé.
Sindri Þór Guðmundsson kom Keflavík í 1-0 í uppbótatíma fyrri hálfleiks en Atli Arnarson jafnaði úr vítaspyrnu á 51. mínútu.
HK skoraði síðan tvö mörk í uppbótatíma leiksins og tryggði sér þrjú stig. Fyrst skoraði Arnþór Ari Atlason og svo Eyþór Aron Wöhler.
Tvö mörk í leiknum, mark Sindra Þórs og mark Eyþórs Arons voru skoruð í tómt mark.
Hér fyrir neðan má mörkin úr báðum þessum leikjum.