Segir hugmyndir Google aðför að höfundaréttinum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2023 08:18 Sérfræðingar segja Google vilja setja fordæmi fyrir því að tæknifyrirtækjum sé heimilt að notfæra sér höfundaréttarvarið efni. Getty/Chesnot Forsvarsmenn Google hafa lagt til að breytingar verði gerðar á höfundaréttarlögum til að heimila fyrirtækjum að mata gervigreind á öllum texta sem fyrirfinnst á netinu. Ef útgefendur vilja ekki að efni þeirra sé notað verði það undir þeim komið að láta vita. Þetta kemur fram í gögnum sem Google hefur skilað inn til opinberrar nefndar í Ástralíu sem hefur til skoðunar regluverk um gervigreind. Sérfræðingar segja hugmyndir fyrirtækisins kollvarpa hugmyndum manna um höfundaréttinn. Google er sagt hafa kallað eftir því að regluverkið geri ráð fyrir viðeigandi og sanngjarnri notkun höfundaréttarvarins efnis til að þjálfa gervigreind. Þá myndi regluverkið fela í sér að útgefendur og aðrir gætu látið vita ef þeir vildu ekki að efni í þeirra eigu væri notað í þessum tilgangi. Talsmaður Google segir kerfið mögulega myndu byggja á sama grunni og úrræði sem gerir útgefendum kleift að koma í veg fyrir að leitarvélar skili niðurstöðum um ákveðna hluta vefsíða þeirra. Guardian hefur eftir Kayleen Manwaring hjá University of New South Wales að ef tillögur Google næðu fram að ganga væri verið að varpa öllum hugmyndum um höfundaréttinn á koll. Um sé að ræða flókið úrlausnarefni; mata þurfi gervigreindina á gríðarlegu magni gagna til að gera hana gagnlega og það feli í sér að sækja í texta annarra, sem sé höfundarréttarbrot. „Ef þú vilt endurnýta eitthvað í eigu höfundarétthafa þarftu að afla samþykkis þeirra, þeir þurfa ekki að sækja um undanþágu til að framfylgja réttinum. Það sem [Google] er að leggja til er algjör endurhugsun á því hvernig undanþágur virka,“ segir Manwaring. Hún segir aðgerðaleysi munu verða til þess að grafa undan höfundaréttinum og ekki síst hagsmunum þeirra sem minna mega sín. Stórfyrirtæki muni leita réttar síns en líklega sé þegar verið að brjóta gegn höfundarétti fjölda minni aðila og einstaklinga. Meðal þess efnis sem er undir eru fréttir fjölmiðla en fjölmiðlasamsteypan News Copr hefur þegar hafið viðræður við þróendur gervigreindar um greiðslur fyrir notkun á fréttum. Gervigreind Vísindi Tækni Google Ástralía Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem Google hefur skilað inn til opinberrar nefndar í Ástralíu sem hefur til skoðunar regluverk um gervigreind. Sérfræðingar segja hugmyndir fyrirtækisins kollvarpa hugmyndum manna um höfundaréttinn. Google er sagt hafa kallað eftir því að regluverkið geri ráð fyrir viðeigandi og sanngjarnri notkun höfundaréttarvarins efnis til að þjálfa gervigreind. Þá myndi regluverkið fela í sér að útgefendur og aðrir gætu látið vita ef þeir vildu ekki að efni í þeirra eigu væri notað í þessum tilgangi. Talsmaður Google segir kerfið mögulega myndu byggja á sama grunni og úrræði sem gerir útgefendum kleift að koma í veg fyrir að leitarvélar skili niðurstöðum um ákveðna hluta vefsíða þeirra. Guardian hefur eftir Kayleen Manwaring hjá University of New South Wales að ef tillögur Google næðu fram að ganga væri verið að varpa öllum hugmyndum um höfundaréttinn á koll. Um sé að ræða flókið úrlausnarefni; mata þurfi gervigreindina á gríðarlegu magni gagna til að gera hana gagnlega og það feli í sér að sækja í texta annarra, sem sé höfundarréttarbrot. „Ef þú vilt endurnýta eitthvað í eigu höfundarétthafa þarftu að afla samþykkis þeirra, þeir þurfa ekki að sækja um undanþágu til að framfylgja réttinum. Það sem [Google] er að leggja til er algjör endurhugsun á því hvernig undanþágur virka,“ segir Manwaring. Hún segir aðgerðaleysi munu verða til þess að grafa undan höfundaréttinum og ekki síst hagsmunum þeirra sem minna mega sín. Stórfyrirtæki muni leita réttar síns en líklega sé þegar verið að brjóta gegn höfundarétti fjölda minni aðila og einstaklinga. Meðal þess efnis sem er undir eru fréttir fjölmiðla en fjölmiðlasamsteypan News Copr hefur þegar hafið viðræður við þróendur gervigreindar um greiðslur fyrir notkun á fréttum.
Gervigreind Vísindi Tækni Google Ástralía Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira