Íslenski boltinn

Sjáðu öll mörkin og þegar Arnar Gunn­laugs­son missir sig á hliðar­línunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson missti sig alveg á hliðarlínunni í stöðunni 1-1.
Arnar Gunnlaugsson missti sig alveg á hliðarlínunni í stöðunni 1-1. S2 Sport

Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr báðum leikjunum hér inn á Vísi.

Víkingar juku forskot sitt á toppnum með endurkomusigri á FH í Kaplakrika og nágrannarnir Fram og Fylkir gerðu jafntefli í Úlfarsárdalnum.

Víkingur vann 3-1 sigur á FH eftir að hafa lent 1-0 undir í upphafi leiksins. Eftir leikinn eru Víkingar með 47 stig og sex stigum meira en Valsmenn sem eru í öðru sæti deildarinnar.

Kjartan Henry Finnbogason kom FH yfir á 3. mínútu en Birnir Snær Ingason snéri við leiknum með tveimur mörkum á þrettán mínútna kafla, fyrst með skoti fyrir utan teig á 29. mínútu og svo með hnitmiðuðu táarskoti á 42. mínútu.

Í millitíðinni fékk Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, að líta rauða spjaldið fyrir að segja eitthvað við Egil Guðvarð Guðlaugsson aðstoðardómara.

Varamaðurinn Erlingur Agnarsson innsiglaði sigurinn á 86. mínútu eftir stoðsendingu frá öðrum varamanni, Helga Guðjónssyni.

Fram og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli. Aron Jóhannsson kom Fram í 1-0 á 3. mínútu en Pétur Bjarnason jafnaði metin á 74. mínútu. Framarar eru því áfram í fallsæti en þetta var fyrsti leikurinn eftir að Ragnar Sigurðsson tók við liðinu af Jóni Sveinssyni.

Það má sjá mörkin úr leikjunum hér fyrir neðan.

Klippa: Mörkin úr leik FH og Víkings
Klippa: Mörkin úr leik Fram og Fylkis



Fleiri fréttir

Sjá meira


×