Öflugt jökulhlaup skolaði burt heilu húsunum Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2023 11:21 Íbúar í Juneau skoða hús sem Mendenhall-áin gróf undan í miklu jökullhlaupi um helgina. AP/Becky Bohrer Engan sakaði þegar jökulhlaup hreif með sér íbúðarhús við bakka Mendenhall-árinnar í Juneau í Alaska í Bandaríkjunum um helgina. Hlaupið var mun kröftugra en fyrri flóð sem hafa orðið á undanförnum árum. Tvö íbúðarhús hrundu í heilu lagi út í ána og hluti af því þriðja þegar hlaupið gróf undan þeim á laugardag. Fimm byggingar til viðbótar voru lýst óíbúðarhæf vegna skemmdanna. Robert Barr, aðstoðarborgarstjóri Juneau, segir þó að mögulegt sé að hægt verði að bjarga einhverjum þeirra með meiriháttar viðgerðum eða uppfyllingu á árbakkanum. Hlaupið fór af stað þegar vatn úr lóni við Mendenhall-jökulinn braut sér leið í gegnum hann og flæddi niður farveg árinnar. Slík flóð hafa átt sér stað á hverju sumri frá 2011. Straumurinn í þeim hefur þó vaxið hægar en í hlaupinu nú, yfirleitt yfir nokkra daga. Áætlað er að hlaupið á laugardag hafi verið helmingi straumþyngra en öflugasta flóðið sem hafði mælst þar áður. Hlaupvatnið skolaði burt mælum sem vísindamenn komu fyrir til þess að safna gögnum um hlaup af þessu tagi, að sögn AP-fréttastofunnar. Jarðvegurinn við ána er að mestu leyti úr jökulseti sem er laust í sig. Því átti áin auðveldara með að narta í árbakkann þar sem húsin stóðu. Juneau er þriðja fjölmennsta borg Alaska. Bystanders could only watch as a home collapsed into the Mendenhall River in Juneau, Alaska, amid major flooding and erosion caused by a new glacier lake outburst flood. https://t.co/GlRVSHI5Y6 pic.twitter.com/5AfXld6mSY— ABC News (@ABC) August 6, 2023 Féll úr lóni sem hopandi jökull skildi eftir sig Þrátt fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi ekki komið hlaupinu sem slíku af stað sköpuðu þær aðstæðurnar sem gerðu það mögulegt. Vatnið flæddi úr lóni sem hefur myndast í dæld sem Sjálfsvígsjökullinn skilur eftir sig þegar hann hopar vegna hlýnandi loftslags. Mendenhall-jökullinn teppir lónið en hlaupið varð þegar vatnið náði að brjóta sér leið í gegnum ís og krapa. Það streymdi fyrst niður í Mendenhall-vatnið og þaðan niður farveg árinnar og í gegnum Juneau. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndband af því hvernig yfirborð lónsins við Sjálfsvígsjökulinn lækkaði þegar vatnið braut sér leið í gegnum Mendenhall-jökulinn á laugardag. Andrew Park, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Bandaríkjanna, segir að fyrsta hlaupið úr lóninu hafi átt sér stað í algeru þurrviðri fyrir tólf árum. Það hafi komið sérfræðingum í opna skjöldu þar sem rigningar séu yfirleitt valdur að flóðum af þessu tagi. Þeir komust brátt að því að bráðnunarvatn og úrkoma sem safnast saman í dældinni skapi slíkan þrýsting á Mendenhall-jökulinn að það nái að brjóta sér leið fram hjá honum. Á hverju ári fyllist lónið þar til nægur þrýstingur myndist til þess að vatnið komist fram hjá fyrirstöðu jökulsins. „Vatn finnur leið. Það finnur veikasta punktinn,“ segir Park við Washington Post. Hún sem hrundi að hluta út í Mendenhall-ána á laugardag. Tvö önnur hús hrundu alveg út í ána.AP/Mark Sabbatini/Juneau Empire Varað við hættu á flóðum úr jökullónum á Íslandi Nær ómögulegt er að spá fyrir um slík jökulhlaup. Allt að fimmtán milljónir manna víða um heim gætu verið í hættu af hlaupum af þessu tagi, meiri en helmingur þeirra í Indlandi, Pakistan, Perú og Kína samkvæmt rannsókn sem birtist fyrr á þessu ári. Allt að sex þúsund manns fórust í einu mannskæðasta jökulhlaupinu í Perú árið 1941. Hlaup úr jökullóni í Bresku Kólumbíu í Kanada fyrir þremur árum er talið hafa náð allt að hundrað metrum en engan sakaði í því. Jökulhlaup á Íslandi verða aðallega þegar vatn sem hefur safnast saman vegna jarðhita eða eldgosa undir jökli brýst fram. Á undanförnum árum hafa jarðfræðingar varað við hættunni á annars konar hlaupum sem geta komið úr lónum við sporða hopandi jökla við grjóthrun úr óstöðugum hlíðum sem jöklarnir skilja eftir. Hér á landi hafa tvö stór berghlaup fallið á jökla á síðastliðinni hálfri öld. Árið 1967 féll mjög stórt berghlaup ofan Steinsholtsjökuls, sem gengur norður úr Eyjafjallajökli, og árið 2007 féll berghlaup á Morsárjökul í sunnanverðum Vatnajökli. Bandaríkin Norðurslóðir Loftslagsmál Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Tvö íbúðarhús hrundu í heilu lagi út í ána og hluti af því þriðja þegar hlaupið gróf undan þeim á laugardag. Fimm byggingar til viðbótar voru lýst óíbúðarhæf vegna skemmdanna. Robert Barr, aðstoðarborgarstjóri Juneau, segir þó að mögulegt sé að hægt verði að bjarga einhverjum þeirra með meiriháttar viðgerðum eða uppfyllingu á árbakkanum. Hlaupið fór af stað þegar vatn úr lóni við Mendenhall-jökulinn braut sér leið í gegnum hann og flæddi niður farveg árinnar. Slík flóð hafa átt sér stað á hverju sumri frá 2011. Straumurinn í þeim hefur þó vaxið hægar en í hlaupinu nú, yfirleitt yfir nokkra daga. Áætlað er að hlaupið á laugardag hafi verið helmingi straumþyngra en öflugasta flóðið sem hafði mælst þar áður. Hlaupvatnið skolaði burt mælum sem vísindamenn komu fyrir til þess að safna gögnum um hlaup af þessu tagi, að sögn AP-fréttastofunnar. Jarðvegurinn við ána er að mestu leyti úr jökulseti sem er laust í sig. Því átti áin auðveldara með að narta í árbakkann þar sem húsin stóðu. Juneau er þriðja fjölmennsta borg Alaska. Bystanders could only watch as a home collapsed into the Mendenhall River in Juneau, Alaska, amid major flooding and erosion caused by a new glacier lake outburst flood. https://t.co/GlRVSHI5Y6 pic.twitter.com/5AfXld6mSY— ABC News (@ABC) August 6, 2023 Féll úr lóni sem hopandi jökull skildi eftir sig Þrátt fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi ekki komið hlaupinu sem slíku af stað sköpuðu þær aðstæðurnar sem gerðu það mögulegt. Vatnið flæddi úr lóni sem hefur myndast í dæld sem Sjálfsvígsjökullinn skilur eftir sig þegar hann hopar vegna hlýnandi loftslags. Mendenhall-jökullinn teppir lónið en hlaupið varð þegar vatnið náði að brjóta sér leið í gegnum ís og krapa. Það streymdi fyrst niður í Mendenhall-vatnið og þaðan niður farveg árinnar og í gegnum Juneau. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndband af því hvernig yfirborð lónsins við Sjálfsvígsjökulinn lækkaði þegar vatnið braut sér leið í gegnum Mendenhall-jökulinn á laugardag. Andrew Park, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Bandaríkjanna, segir að fyrsta hlaupið úr lóninu hafi átt sér stað í algeru þurrviðri fyrir tólf árum. Það hafi komið sérfræðingum í opna skjöldu þar sem rigningar séu yfirleitt valdur að flóðum af þessu tagi. Þeir komust brátt að því að bráðnunarvatn og úrkoma sem safnast saman í dældinni skapi slíkan þrýsting á Mendenhall-jökulinn að það nái að brjóta sér leið fram hjá honum. Á hverju ári fyllist lónið þar til nægur þrýstingur myndist til þess að vatnið komist fram hjá fyrirstöðu jökulsins. „Vatn finnur leið. Það finnur veikasta punktinn,“ segir Park við Washington Post. Hún sem hrundi að hluta út í Mendenhall-ána á laugardag. Tvö önnur hús hrundu alveg út í ána.AP/Mark Sabbatini/Juneau Empire Varað við hættu á flóðum úr jökullónum á Íslandi Nær ómögulegt er að spá fyrir um slík jökulhlaup. Allt að fimmtán milljónir manna víða um heim gætu verið í hættu af hlaupum af þessu tagi, meiri en helmingur þeirra í Indlandi, Pakistan, Perú og Kína samkvæmt rannsókn sem birtist fyrr á þessu ári. Allt að sex þúsund manns fórust í einu mannskæðasta jökulhlaupinu í Perú árið 1941. Hlaup úr jökullóni í Bresku Kólumbíu í Kanada fyrir þremur árum er talið hafa náð allt að hundrað metrum en engan sakaði í því. Jökulhlaup á Íslandi verða aðallega þegar vatn sem hefur safnast saman vegna jarðhita eða eldgosa undir jökli brýst fram. Á undanförnum árum hafa jarðfræðingar varað við hættunni á annars konar hlaupum sem geta komið úr lónum við sporða hopandi jökla við grjóthrun úr óstöðugum hlíðum sem jöklarnir skilja eftir. Hér á landi hafa tvö stór berghlaup fallið á jökla á síðastliðinni hálfri öld. Árið 1967 féll mjög stórt berghlaup ofan Steinsholtsjökuls, sem gengur norður úr Eyjafjallajökli, og árið 2007 féll berghlaup á Morsárjökul í sunnanverðum Vatnajökli.
Bandaríkin Norðurslóðir Loftslagsmál Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira