Hjón rænd í Fossvogi um hábjartan dag: „Þetta var svo súrrealískt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2023 00:01 Stefán segist síst hafa átt von á að lenda í slíku atviki í Fossvogsdalnum. Facebook/Vilhelm Stefán S. Stefánsson, tónlistarmaður, lenti í því á laugardaginn að tveir menn héldu að honum hníf og rændu hann þegar hann var á göngu um Fossvogsdalinn með konu sinni og hundi. Hann lýsir atvikinu sem súrrealísku. Í samtali við Vísi segir Stefán frá því sem henti þau hjón á laugardag. Hann hafi ásamt Önnu Steinunni, eiginkonu sinni, farið út að ganga með hund þeirra í Fossvogsdalnum, þar hafi þau gengið nánast daglega í um aldarfjórðung. Að sögn Stefáns ók skellinaðra skyndilega fram hjá þeim á miklum hraða. Á henni sátu tveir ungir menn. Hann hafi þá kallað á eftir þeim að þeir ættu að hægja á sér. „Þeir snarstoppuðu og stigu af skellinöðrunni og gengu til mín á ógnandi máta,“ segir Stefán. Hann segist ekki hafa átt von á því sem gerðist næst. Atvikið algjört frávik „Þá dregur annar þeirra upp stóran hníf og fer að ota honum í áttina að mér. Hinn gengur að mér og þá reisir hann hnífinn upp og hótar mér,“ segir Stefán. Því næst segir hann hinn manninn hafa leitað að verðmætum úr vasa hans. „Hann tekur af mér allt. Bæði úr og síma og allt úr vösunum,“ segir Stefán. Hann segist hafa reynt að tala við þá meðan á ráninu stóð, án árangurs. Annar þeirra hafi sýnilega verið undir áhrifum fíkniefna. Því næst segir Stefán mennina hafa snúið sér að Önnu Steinunni en ekki fundið neitt verðmætt í vösum hennar. Að því loknu hafi þeir stokkið aftur upp á skellinöðruna og keyrt í burtu. Stefán segir upplifunina hafa verið súrrealíska, og líklegast algjört frávik. „Meðan þetta var að gerast rann upp fyrir mér spurningin, er virkilega verið að ræna mig um hábjartan dag í Fossvogsdalnum?“ Hann segir lögregluna hafa brugðist skjótt við, náð að handsama mennina og hann fengið þýfið aftur. „Ég kann lögreglunni góðar þakkir fyrir það. Þau brugðust mjög fagmannlega við þessu öllu saman,“ segir hann. Vonast til að þeir fái hjálp Stefán segist hafa óttast atvik eins og þetta þegar hann bjó í Boston um árið. „Þá var ég oft að ferðast á kvöldin, jafnvel í lestum eða strætisvögnum, með dýrt hljóðfæri með mér og þetta var ótti sem var aðeins á bak við eyrað hjá manni,“ segir hann. „Ég er þar í tæp fjögur ár og ekkert gerist en svo er maður staddur í Fossvogsdalnum og lendir í þessu þar um hábjartan dag.“ Hann segir mennina sem frömdu ránið vera Íslendinga. „Menn hafa verið að láta ýja að því að þetta hafi verið útlendingar en þetta voru tveir Íslendingar um tvítugt,“ segir Stefán. „Ég held að þessir ungu menn þurfi hjálp hið fyrsta. Það er svo mikilvægt að svona menn fái hjálp til þess að koma í veg fyrir að nokkuð svona geti gerst aftur,“ bætir hann við. „Ég ítreka að þetta hlýtur að vera algjört frávik. Fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af þessu.“ Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Stefán frá því sem henti þau hjón á laugardag. Hann hafi ásamt Önnu Steinunni, eiginkonu sinni, farið út að ganga með hund þeirra í Fossvogsdalnum, þar hafi þau gengið nánast daglega í um aldarfjórðung. Að sögn Stefáns ók skellinaðra skyndilega fram hjá þeim á miklum hraða. Á henni sátu tveir ungir menn. Hann hafi þá kallað á eftir þeim að þeir ættu að hægja á sér. „Þeir snarstoppuðu og stigu af skellinöðrunni og gengu til mín á ógnandi máta,“ segir Stefán. Hann segist ekki hafa átt von á því sem gerðist næst. Atvikið algjört frávik „Þá dregur annar þeirra upp stóran hníf og fer að ota honum í áttina að mér. Hinn gengur að mér og þá reisir hann hnífinn upp og hótar mér,“ segir Stefán. Því næst segir hann hinn manninn hafa leitað að verðmætum úr vasa hans. „Hann tekur af mér allt. Bæði úr og síma og allt úr vösunum,“ segir Stefán. Hann segist hafa reynt að tala við þá meðan á ráninu stóð, án árangurs. Annar þeirra hafi sýnilega verið undir áhrifum fíkniefna. Því næst segir Stefán mennina hafa snúið sér að Önnu Steinunni en ekki fundið neitt verðmætt í vösum hennar. Að því loknu hafi þeir stokkið aftur upp á skellinöðruna og keyrt í burtu. Stefán segir upplifunina hafa verið súrrealíska, og líklegast algjört frávik. „Meðan þetta var að gerast rann upp fyrir mér spurningin, er virkilega verið að ræna mig um hábjartan dag í Fossvogsdalnum?“ Hann segir lögregluna hafa brugðist skjótt við, náð að handsama mennina og hann fengið þýfið aftur. „Ég kann lögreglunni góðar þakkir fyrir það. Þau brugðust mjög fagmannlega við þessu öllu saman,“ segir hann. Vonast til að þeir fái hjálp Stefán segist hafa óttast atvik eins og þetta þegar hann bjó í Boston um árið. „Þá var ég oft að ferðast á kvöldin, jafnvel í lestum eða strætisvögnum, með dýrt hljóðfæri með mér og þetta var ótti sem var aðeins á bak við eyrað hjá manni,“ segir hann. „Ég er þar í tæp fjögur ár og ekkert gerist en svo er maður staddur í Fossvogsdalnum og lendir í þessu þar um hábjartan dag.“ Hann segir mennina sem frömdu ránið vera Íslendinga. „Menn hafa verið að láta ýja að því að þetta hafi verið útlendingar en þetta voru tveir Íslendingar um tvítugt,“ segir Stefán. „Ég held að þessir ungu menn þurfi hjálp hið fyrsta. Það er svo mikilvægt að svona menn fái hjálp til þess að koma í veg fyrir að nokkuð svona geti gerst aftur,“ bætir hann við. „Ég ítreka að þetta hlýtur að vera algjört frávik. Fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af þessu.“
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira