UNESCO vill banna farsíma alfarið í skólum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. ágúst 2023 19:23 Getty Images UNESCO, Menningarmálstofnun Sameinuðu þjóðanna, vill að snjallsímar verði alfarið bannaðir í grunnskólum. Eitt af hverju fjórum ríkjum heims bannar nú þegar notkun símanna. Segja snjallsíma trufla kennslu Í nýrri menntamálaskýrslu UNESCO er fullyrt að snjallsímar trufli kennslu og bann við notkun þeirra í tímum myndi bæta getu og einbeitingu nemenda og draga úr einelti. Fullyrt er að mikil notkun snjallsíma á skólatíma dragi úr námsárangri og hafi sömuleiðis neikvæð áhrif á tilfinningalegt jafnvægi barna. UNESCO varar skólastjórnendur og stjórnmálamenn við því að fagna hugsunarlaust allri nýrri tækni, hún komi aldrei í stað beinnar kennslu og leiðsagnar kennarans. Fáar vísbendingar um að símar bæti gæði kennslu UNESCO segir fáar vísbendingar um að stafræn tækni bæti gæði kennslu eða menntunar, reyndar væri það svo að þær fáu skýrslur sem fullyrtu slíkt væru oftast fjármagnaðar af fyrirtækjum sem seldu stafrænar lausnir. Í skýrslunni segir að fjórðungur ríkja í heiminum hafi nú bannað notkun snjallsíma í kennslustundum, ýmist í gegnum lagasetningu eða skólareglur. Þar á meðal má nefna Frakkland og Holland, en þar tekur bannið gildi um næstu áramót. Unglingar sækja í einfaldari síma Það er alls ekki óhugsandi að börnin sjálf myndu fagna þessu banni, en samkvæmt nýlegum fréttum danska ríkisútvarpsins virðist sem unglingar sæki í auknum mæli eftir því að kaupa farsíma sem einungis er hægt að nota til símtala og sms-sendinga. Christian Mogensen, sem er sérfræðingur í stafrænum miðlum, segir í samtali við Danmarks Radio að ungt fólk sé æ gagnrýnna á hina stafrænu snjallsíma sem safni upplýsingum um neytendur og selji þær áfram til alls kyns fyrirtækja. Snjallsímarnir trufli líka daglega tilveru ungs fólks meira en góðu hófi gegnir og séu hreinlega streituvaldandi. Aukin eftirspurn unga fólksins eftir gamaldags farsímum endurspegli þessa auknu gagnrýni í opinberri umræðu á varðveislu einkalífsins og innrás snjallsímanna inn í einkalíf unga fólksins. Skóla - og menntamál Grunnskólar Samfélagsmiðlar Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Segja snjallsíma trufla kennslu Í nýrri menntamálaskýrslu UNESCO er fullyrt að snjallsímar trufli kennslu og bann við notkun þeirra í tímum myndi bæta getu og einbeitingu nemenda og draga úr einelti. Fullyrt er að mikil notkun snjallsíma á skólatíma dragi úr námsárangri og hafi sömuleiðis neikvæð áhrif á tilfinningalegt jafnvægi barna. UNESCO varar skólastjórnendur og stjórnmálamenn við því að fagna hugsunarlaust allri nýrri tækni, hún komi aldrei í stað beinnar kennslu og leiðsagnar kennarans. Fáar vísbendingar um að símar bæti gæði kennslu UNESCO segir fáar vísbendingar um að stafræn tækni bæti gæði kennslu eða menntunar, reyndar væri það svo að þær fáu skýrslur sem fullyrtu slíkt væru oftast fjármagnaðar af fyrirtækjum sem seldu stafrænar lausnir. Í skýrslunni segir að fjórðungur ríkja í heiminum hafi nú bannað notkun snjallsíma í kennslustundum, ýmist í gegnum lagasetningu eða skólareglur. Þar á meðal má nefna Frakkland og Holland, en þar tekur bannið gildi um næstu áramót. Unglingar sækja í einfaldari síma Það er alls ekki óhugsandi að börnin sjálf myndu fagna þessu banni, en samkvæmt nýlegum fréttum danska ríkisútvarpsins virðist sem unglingar sæki í auknum mæli eftir því að kaupa farsíma sem einungis er hægt að nota til símtala og sms-sendinga. Christian Mogensen, sem er sérfræðingur í stafrænum miðlum, segir í samtali við Danmarks Radio að ungt fólk sé æ gagnrýnna á hina stafrænu snjallsíma sem safni upplýsingum um neytendur og selji þær áfram til alls kyns fyrirtækja. Snjallsímarnir trufli líka daglega tilveru ungs fólks meira en góðu hófi gegnir og séu hreinlega streituvaldandi. Aukin eftirspurn unga fólksins eftir gamaldags farsímum endurspegli þessa auknu gagnrýni í opinberri umræðu á varðveislu einkalífsins og innrás snjallsímanna inn í einkalíf unga fólksins.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Samfélagsmiðlar Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira