Þúsund hjörtu slá í takt! Íris Róbertsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 18:00 Í ár eru 149 ár síðan fyrsta Þjóðhátíðin okkar var haldin. Þjóðhátíð er ein elsta menningarhátíð landsins. Einmitt þessi langa saga og hefð - og þessi órofa tenging við fortíð okkar og þá sem á undan fóru hér í Eyjum - leggur okkur ríkar skyldur á herðar. Við þurfum að hlúa að þessari miklu menningarperlu sem Þjóðhátíðin er. Við virðum sögu hennar og svipmót; hefðir og venjur. Við virðum kynslóðirnar sem héldu þessa hátíð á undan okkur; syngjum enn sömu lögin og ömmur okkar og afar og borðum meira að segja svipað bakkelsi! Og síðast en ekki síst: kynslóðirnar verja saman tíma Í Dalnum. Þetta er það sem gerir þessa hátíð að einstakri upplifun. Hátíðin hefur á þessum árum þroskast og dafnað, tilhlökkunin er alltaf jafn mikil hjá okkur heimafólki og gestum; að mæta í Dalinn. Í þjóðhátíðarvikunni er mikil stemming og nóg að gera hjá öllum við að undirbúa tjöldunina og „búsetuna“ í Dalnum. Rifja upp minningar frá fyrri hátíðum og hlusta á þau fjölmörgu frábæru þjóðhátíðarlög sem til eru og við þekkjum svo vel. Svo er hún auðvitað skemmtilegur hluti af okkar tímatali í Eyjum: hlutirnir gerast ýmist fyrir eða eftir Þjóðhátíð. Ein fyrsta minningin mín af Þjóðhátíð er frá því að ég var 6 ára og við fjölskyldan vorum að labba inn í Dal á setninguna. Ég var í nýjum heimasaumuðum skokk og ég man hvað mér fannst ég fín. Og ég man líka að ég hugsaði að Þjóðhátíðin væri svolítið eins og jólin; allir spenntir og glaðir og mamma sauma búin að sauma á okkur systur ný föt. Við sem búum í Eyjum og þeir sem hafa tengingar til Eyja þekkjum öll sögu Þjóðhátíðar og mikilvægi hennar og flest eigum við ómetanlegar minningar tengdar hátíðinni. Samvera fjölskyldunnar þegar kynslóðir koma saman og njóta þess að vera í Dalnum. Varðveitum þessa menningarperlu og minningarnar og höldum áfram að skapa nýjar. Í ár verða tveir Eyjakórar á sviðinu þegar þjóðhátíðarlagið verður frumflutt og þeir sem setið hafa í Brekkunni vita að þetta verður mögnuð stund. Og þegar Brekkusöngurinn hefst á sunnudagskvöldið skulum við hugsa fallega til Árna Johnsen sem kom honum á legg í núverandi mynd fyrir 46 árum. Blessuð sé minning hans. Þeir sem ekki hafa upplifað Þjóðhátíðina okkar eiga mikið eftir. Herjólfsdalur verður miðpunkturinn okkar næstu daga - „ Þó að nóttin mæti verður aftur bjart. Þegar þúsund hjörtu slá i takt.“ Sjáumst í Dalnum! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðhátíð í Eyjum Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjar Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í ár eru 149 ár síðan fyrsta Þjóðhátíðin okkar var haldin. Þjóðhátíð er ein elsta menningarhátíð landsins. Einmitt þessi langa saga og hefð - og þessi órofa tenging við fortíð okkar og þá sem á undan fóru hér í Eyjum - leggur okkur ríkar skyldur á herðar. Við þurfum að hlúa að þessari miklu menningarperlu sem Þjóðhátíðin er. Við virðum sögu hennar og svipmót; hefðir og venjur. Við virðum kynslóðirnar sem héldu þessa hátíð á undan okkur; syngjum enn sömu lögin og ömmur okkar og afar og borðum meira að segja svipað bakkelsi! Og síðast en ekki síst: kynslóðirnar verja saman tíma Í Dalnum. Þetta er það sem gerir þessa hátíð að einstakri upplifun. Hátíðin hefur á þessum árum þroskast og dafnað, tilhlökkunin er alltaf jafn mikil hjá okkur heimafólki og gestum; að mæta í Dalinn. Í þjóðhátíðarvikunni er mikil stemming og nóg að gera hjá öllum við að undirbúa tjöldunina og „búsetuna“ í Dalnum. Rifja upp minningar frá fyrri hátíðum og hlusta á þau fjölmörgu frábæru þjóðhátíðarlög sem til eru og við þekkjum svo vel. Svo er hún auðvitað skemmtilegur hluti af okkar tímatali í Eyjum: hlutirnir gerast ýmist fyrir eða eftir Þjóðhátíð. Ein fyrsta minningin mín af Þjóðhátíð er frá því að ég var 6 ára og við fjölskyldan vorum að labba inn í Dal á setninguna. Ég var í nýjum heimasaumuðum skokk og ég man hvað mér fannst ég fín. Og ég man líka að ég hugsaði að Þjóðhátíðin væri svolítið eins og jólin; allir spenntir og glaðir og mamma sauma búin að sauma á okkur systur ný föt. Við sem búum í Eyjum og þeir sem hafa tengingar til Eyja þekkjum öll sögu Þjóðhátíðar og mikilvægi hennar og flest eigum við ómetanlegar minningar tengdar hátíðinni. Samvera fjölskyldunnar þegar kynslóðir koma saman og njóta þess að vera í Dalnum. Varðveitum þessa menningarperlu og minningarnar og höldum áfram að skapa nýjar. Í ár verða tveir Eyjakórar á sviðinu þegar þjóðhátíðarlagið verður frumflutt og þeir sem setið hafa í Brekkunni vita að þetta verður mögnuð stund. Og þegar Brekkusöngurinn hefst á sunnudagskvöldið skulum við hugsa fallega til Árna Johnsen sem kom honum á legg í núverandi mynd fyrir 46 árum. Blessuð sé minning hans. Þeir sem ekki hafa upplifað Þjóðhátíðina okkar eiga mikið eftir. Herjólfsdalur verður miðpunkturinn okkar næstu daga - „ Þó að nóttin mæti verður aftur bjart. Þegar þúsund hjörtu slá i takt.“ Sjáumst í Dalnum! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar