Greiðslumiðlun kosti Íslendinga þrisvar sinnum meira en Dani Árni Sæberg skrifar 1. ágúst 2023 16:18 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Stöð 2/Ívar Fannar Neytendasamtökin lýsa yfir ánægju með áformaða lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn sem þjóni þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Samtökin segja það mikið hagsmunamál fyrir neytendur að greiðslumiðlun gangi snurðulaust fyrir sig og helst þannig að almenningur þurfi aldrei að huga að henni. Þetta segir í umsögn Neytendasamtakanna um áformin í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir að við lagasetningu um innlenda greiðslumiðlun telji Neytendasamtökin að leggja eigi sérstaka áherslu á að hún verði ódýr og örugg, að skjót úrræði varðandi ágreiningsmál verði tryggð og að öllum verði tryggður aðgangur að greiðslumiðlun óháð fjárhagsstöðu. Þrefalt meiri kostnaður en í Danmörku Í umsögninni segir að tryggja þurfi að innlend smágreiðslulausn verði ódýr. Samfélagslegur kostnaður smágreiðslumiðlunar hafi verið tvöfalt hærri hér á landi en í Noregi, sé miðað við hlutfall af vergri landsframleiðslu, og þrefalt dýrari en í Danmörku árið 2018. „Þessi aukni kostnaður skilar sér í hærra verði á vöru og þjónustu til íslenskra neytenda og jafngildir því að hver einasti Íslendingur greiði árlega um 100.000 kr. meira vegna greiðslumiðlunar en skandinavískir frændur vorir.“ Því sé nauðynlegt að lækka þennan kostnað og í því skyni megi meðal annars líta til innlendra greiðslulausna í Danmörku (Dankort) og Noregi (BankAxept). Þá þurfi smágreiðslulausnin að vera valkvæð á sölustað, þó stuðla megi að notkun hennar með hnippingu (e.nudging), að því gefnu að hún sé raunverulega ódýrari, og að samanburður við kostnað annarra greiðslukosta sé skýr og gagnsær. Tryggja þurfi öryggi og jafnan aðgang Neytendasamtökin segja að tryggja þurfi öryggi innlendrar smágreiðslumiðlunar, að hún sé áreiðanleg og að úrlausnarleiðir séu greiðfærar neytendum. Að undanförnu hafi háar upphæðir verið færðar út af kortum og bankareikningum fólks án heimildar þeirra, og standist skuldfærslubeiðnir oft og tíðum ekki kröfur um sterka sannvottun. Þrátt fyrir það þurfi fólk á tíðum að bíða í á annan mánuð til að endurheimta fé sitt, og marga mánuði, þurfi það að leita til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki. „Koma verður á fót úrlausnarleið, hvert neytendur geta leitað til að fá skjóta úrlausn allra sinna mála er varða ágreining í greiðslumiðlun. Líta má til skjótrar og góðra úrlausna Samgöngustofu í málefnum flugfélaga og þannig veita fjármálaeftirliti Seðlabankans úrskurðarvald í ágreiningsefnum í greiðslumiðlun.“ Þá segir að tryggja þurfi jafnan aðgang að greiðslumiðlun óháð stétt og stöðu. Í því samhengi beri að líta til að ógerningur er að fá greiðslukort hafi fólk lent á vanskilaskrá og í allt að fjögur ár eftir að fólk er skráð af henni. Þó sjálfsagt megi takmarka ádráttarmöguleika fólks með sögu um vanskil, telji Neytendasamtökin nauðsynlegt að tryggja að öll, óháð vanskilaskráningu, hafi jafnan aðgang að greiðslumiðlun. Tengd skjöl Umsögn_Neytendasamtakanna_mál_124_2023_(1)PDF94KBSækja skjal Greiðslumiðlun Neytendur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Efast um ágæti áforma um innlenda smágreiðslulausn Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa óskað eftir því að náið samráð verði haft við samtökin og aðra hagaðila áður en drög að frumvarpi um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn verða lögð fram. Í umsögn samtakanna segir að nú þegar sé fullnægjandi greiðslulausn fyrir hendi. 31. júlí 2023 16:01 Landsbankinn varar við áformum um ríkislausn í greiðslumiðlun Landsbankinn hvetur stjórnvöld til að endurskoða frá grunni áform Seðlabanka Íslands um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Bankinn varar við því að uppbyggingin verði „ómarkviss, tilviljunarkennd og óþarflega dýr“, og bendir jafnframt á að mörgum mikilvægum spurningum sé enn ósvarað. 28. júlí 2023 15:01 Áformuð lög um innlenda smágreiðslulausn sögð brýn Forsætisráðherra hefur birt til umsagnar í Samráðsgátt áform um lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Sagt er að það auki þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Seðlabankinn á í viðræðum við banka um að koma greiðslulausninni á fót. 6. júlí 2023 13:46 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Þetta segir í umsögn Neytendasamtakanna um áformin í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir að við lagasetningu um innlenda greiðslumiðlun telji Neytendasamtökin að leggja eigi sérstaka áherslu á að hún verði ódýr og örugg, að skjót úrræði varðandi ágreiningsmál verði tryggð og að öllum verði tryggður aðgangur að greiðslumiðlun óháð fjárhagsstöðu. Þrefalt meiri kostnaður en í Danmörku Í umsögninni segir að tryggja þurfi að innlend smágreiðslulausn verði ódýr. Samfélagslegur kostnaður smágreiðslumiðlunar hafi verið tvöfalt hærri hér á landi en í Noregi, sé miðað við hlutfall af vergri landsframleiðslu, og þrefalt dýrari en í Danmörku árið 2018. „Þessi aukni kostnaður skilar sér í hærra verði á vöru og þjónustu til íslenskra neytenda og jafngildir því að hver einasti Íslendingur greiði árlega um 100.000 kr. meira vegna greiðslumiðlunar en skandinavískir frændur vorir.“ Því sé nauðynlegt að lækka þennan kostnað og í því skyni megi meðal annars líta til innlendra greiðslulausna í Danmörku (Dankort) og Noregi (BankAxept). Þá þurfi smágreiðslulausnin að vera valkvæð á sölustað, þó stuðla megi að notkun hennar með hnippingu (e.nudging), að því gefnu að hún sé raunverulega ódýrari, og að samanburður við kostnað annarra greiðslukosta sé skýr og gagnsær. Tryggja þurfi öryggi og jafnan aðgang Neytendasamtökin segja að tryggja þurfi öryggi innlendrar smágreiðslumiðlunar, að hún sé áreiðanleg og að úrlausnarleiðir séu greiðfærar neytendum. Að undanförnu hafi háar upphæðir verið færðar út af kortum og bankareikningum fólks án heimildar þeirra, og standist skuldfærslubeiðnir oft og tíðum ekki kröfur um sterka sannvottun. Þrátt fyrir það þurfi fólk á tíðum að bíða í á annan mánuð til að endurheimta fé sitt, og marga mánuði, þurfi það að leita til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki. „Koma verður á fót úrlausnarleið, hvert neytendur geta leitað til að fá skjóta úrlausn allra sinna mála er varða ágreining í greiðslumiðlun. Líta má til skjótrar og góðra úrlausna Samgöngustofu í málefnum flugfélaga og þannig veita fjármálaeftirliti Seðlabankans úrskurðarvald í ágreiningsefnum í greiðslumiðlun.“ Þá segir að tryggja þurfi jafnan aðgang að greiðslumiðlun óháð stétt og stöðu. Í því samhengi beri að líta til að ógerningur er að fá greiðslukort hafi fólk lent á vanskilaskrá og í allt að fjögur ár eftir að fólk er skráð af henni. Þó sjálfsagt megi takmarka ádráttarmöguleika fólks með sögu um vanskil, telji Neytendasamtökin nauðsynlegt að tryggja að öll, óháð vanskilaskráningu, hafi jafnan aðgang að greiðslumiðlun. Tengd skjöl Umsögn_Neytendasamtakanna_mál_124_2023_(1)PDF94KBSækja skjal
Greiðslumiðlun Neytendur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Efast um ágæti áforma um innlenda smágreiðslulausn Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa óskað eftir því að náið samráð verði haft við samtökin og aðra hagaðila áður en drög að frumvarpi um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn verða lögð fram. Í umsögn samtakanna segir að nú þegar sé fullnægjandi greiðslulausn fyrir hendi. 31. júlí 2023 16:01 Landsbankinn varar við áformum um ríkislausn í greiðslumiðlun Landsbankinn hvetur stjórnvöld til að endurskoða frá grunni áform Seðlabanka Íslands um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Bankinn varar við því að uppbyggingin verði „ómarkviss, tilviljunarkennd og óþarflega dýr“, og bendir jafnframt á að mörgum mikilvægum spurningum sé enn ósvarað. 28. júlí 2023 15:01 Áformuð lög um innlenda smágreiðslulausn sögð brýn Forsætisráðherra hefur birt til umsagnar í Samráðsgátt áform um lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Sagt er að það auki þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Seðlabankinn á í viðræðum við banka um að koma greiðslulausninni á fót. 6. júlí 2023 13:46 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Efast um ágæti áforma um innlenda smágreiðslulausn Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa óskað eftir því að náið samráð verði haft við samtökin og aðra hagaðila áður en drög að frumvarpi um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn verða lögð fram. Í umsögn samtakanna segir að nú þegar sé fullnægjandi greiðslulausn fyrir hendi. 31. júlí 2023 16:01
Landsbankinn varar við áformum um ríkislausn í greiðslumiðlun Landsbankinn hvetur stjórnvöld til að endurskoða frá grunni áform Seðlabanka Íslands um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Bankinn varar við því að uppbyggingin verði „ómarkviss, tilviljunarkennd og óþarflega dýr“, og bendir jafnframt á að mörgum mikilvægum spurningum sé enn ósvarað. 28. júlí 2023 15:01
Áformuð lög um innlenda smágreiðslulausn sögð brýn Forsætisráðherra hefur birt til umsagnar í Samráðsgátt áform um lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Sagt er að það auki þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Seðlabankinn á í viðræðum við banka um að koma greiðslulausninni á fót. 6. júlí 2023 13:46