Týndi syni sínum í Nice: „Ég gat ekki hætt að gráta“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2023 21:34 Haraldur greindi frá atvikinu í Twitter færslu í dag. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, eigandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, týndi sex ára syni sínum um stund í borginni Nice í Frakklandi í dag. Hann sagði uppákomuna þá mest ógnvekjandi í lífi hans í Twitter færslu í dag. „Fyrr í dag misstum við sjónar á sex ára syni okkar í borg sem ég hef ekki áður komið til,“ segir í færslu Haraldar. „Við vorum á fjölfarinni götu, við snerum okkur við í augnablik og þá var hann farinn.“ Í kjölfarið segir að hjónin hafi fundið lögregluþjóna sem töluðu bjagaða ensku. Eiginkona hans, elsti sonur og faðir hans hafi hlaupið um og leitað sonarins meðan hann birti Twitter færslu þar sem hann bað fylgjendur sína um hjálp, en þeir eru nær þrjú hundruð þúsund talsins. „Það eina sem ég gat hugsað um var hversu mikilvægar fyrstu mínúturnar væru í aðstæðum sem þessum, sérstaklega hefði honum verið rænt,“ segir í færslunni. „Faðmaði hann eins fast og ég gat“ Haraldur þakkaði öllum sem veittu honum hjálp en vakti athygli á að hann hafi að auki fengið hatursfull skilaboð frá fólki þar sem honum var sagt að hann væri vont foreldri, „Ég get ekki ímyndað mér illskuna sem þarf til þess að segja eitthvað slíkt.“ Hann segir frá því þegar honum var tilkynnt að sonurinn væri fundinn. „Um leið og þeir tjáðu mér að hann væri fundinn brotnaði ég niður. Ég gat ekki hætt að gráta. Við hlupum öll til hans. Hann hafði ratað aftur að hótelinu okkar. Hann var hræddur en óhultur. Ég faðmaði hann eins fast og ég gat,“ segir í færslu Haraldar. Þá segist hann aldrei hafa verið hræddari en þegar atvikið stóð yfir. Færsluna í heild sinni má sjá hér. Earlier today our 6 year old went missing in a city I've never been to before.It was a busy street. We turned around and he was gone. We started looking. After a minute I was scared. This has never happened before.We found two police officers. Their English wasn't good but — Halli (@iamharaldur) July 28, 2023 Íslendingar erlendis Börn og uppeldi Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
„Fyrr í dag misstum við sjónar á sex ára syni okkar í borg sem ég hef ekki áður komið til,“ segir í færslu Haraldar. „Við vorum á fjölfarinni götu, við snerum okkur við í augnablik og þá var hann farinn.“ Í kjölfarið segir að hjónin hafi fundið lögregluþjóna sem töluðu bjagaða ensku. Eiginkona hans, elsti sonur og faðir hans hafi hlaupið um og leitað sonarins meðan hann birti Twitter færslu þar sem hann bað fylgjendur sína um hjálp, en þeir eru nær þrjú hundruð þúsund talsins. „Það eina sem ég gat hugsað um var hversu mikilvægar fyrstu mínúturnar væru í aðstæðum sem þessum, sérstaklega hefði honum verið rænt,“ segir í færslunni. „Faðmaði hann eins fast og ég gat“ Haraldur þakkaði öllum sem veittu honum hjálp en vakti athygli á að hann hafi að auki fengið hatursfull skilaboð frá fólki þar sem honum var sagt að hann væri vont foreldri, „Ég get ekki ímyndað mér illskuna sem þarf til þess að segja eitthvað slíkt.“ Hann segir frá því þegar honum var tilkynnt að sonurinn væri fundinn. „Um leið og þeir tjáðu mér að hann væri fundinn brotnaði ég niður. Ég gat ekki hætt að gráta. Við hlupum öll til hans. Hann hafði ratað aftur að hótelinu okkar. Hann var hræddur en óhultur. Ég faðmaði hann eins fast og ég gat,“ segir í færslu Haraldar. Þá segist hann aldrei hafa verið hræddari en þegar atvikið stóð yfir. Færsluna í heild sinni má sjá hér. Earlier today our 6 year old went missing in a city I've never been to before.It was a busy street. We turned around and he was gone. We started looking. After a minute I was scared. This has never happened before.We found two police officers. Their English wasn't good but — Halli (@iamharaldur) July 28, 2023
Íslendingar erlendis Börn og uppeldi Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira