Meiriháttar viðsnúningur á Play milli ára Máni Snær Þorláksson skrifar 27. júlí 2023 15:45 Birgir Jónsson, forstjóri Play, þakkar teymi sínu fyrir góða vinnu. Flugfélagið hagnaðist um 53 milljónir á ársfjórðungnum. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play skilaði 53 milljóna króna rekstrarhagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Um töluverðan viðsnúning er að ræða þegar miðað er við sama tímabil í fyrra en þá skilaði félagið 1,9 milljarða rekstrartapi. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri Play sem birt er í dag. Í tilkynningu frá Play segir að rekstrarhagnaðurinn sé umfram væntingar sem flugfélagið hafði fyrir umræddan ársfjórðung. Tekjur á ársfjórðungnum nám 9,7 milljörðum króna samanborið við 4,3 milljarða á sama tímabili á síðasta ári. Tekjurnar á tímabilinu hafa því rúmlega tvöfaldast milli ára. Þá nam tap á ársfjórðungnum um 542 milljónum íslenskra króna en sem fyrr segir var tapið tæpir tveir milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Einnig kemur fram að handbært fé félagsins hafi aukist á tímabilinu. Handvært og bundið fé félagsins var 7,2 milljarðar króna þann 30. júní síðastliðið. Auk þess er bent á að félagið beri engar ytri vaxtaberandi skuldir. Þakkar teyminu fyrir góða vinnu Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að ársfjórðungurinn hafi markað þáttaskil í rekstri flugfélagsins því þá var lokið við að stækka flugvélaflota félagsins upp í tíu farþegaþotur. „Nú þegar við höfum náð nauðsynlegri stærðarhagkvæmni eftir að hafa stækkað hratt á síðustu tveimur árum, erum við afar stolt af því að tilkynna rekstrarhagnað í lok fjórðungsins, einingakostnað á áætlun og heilbrigða lausafjárstöðu,“ er haft eftir Birgi í tilkynningu. Hann segir fjárhagslega niðurstöðu hafa farið fram úr væntingum. Það styðji við fyrri spár um að ná rekstrarhagnaði á þessu ári. „Sem er afrek fyrir ungt félag á sínu öðru heila starfsári,“ segir forstjórinn. „Við erum stolt af niðurstöðu þessa ársfjórðungs og það er ljóst að þetta var aðeins mögulegt með frábæru framlagi allra starfsmanna Play sem hafa skilað framúrskarandi verki. Ég er í engum vafa um að við öll munum halda því áfram og ég vil af fullri einlægni þakka okkar einstaka teymi fyrir þeirra góðu vinnu.“ Fréttir af flugi Play Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri Play sem birt er í dag. Í tilkynningu frá Play segir að rekstrarhagnaðurinn sé umfram væntingar sem flugfélagið hafði fyrir umræddan ársfjórðung. Tekjur á ársfjórðungnum nám 9,7 milljörðum króna samanborið við 4,3 milljarða á sama tímabili á síðasta ári. Tekjurnar á tímabilinu hafa því rúmlega tvöfaldast milli ára. Þá nam tap á ársfjórðungnum um 542 milljónum íslenskra króna en sem fyrr segir var tapið tæpir tveir milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Einnig kemur fram að handbært fé félagsins hafi aukist á tímabilinu. Handvært og bundið fé félagsins var 7,2 milljarðar króna þann 30. júní síðastliðið. Auk þess er bent á að félagið beri engar ytri vaxtaberandi skuldir. Þakkar teyminu fyrir góða vinnu Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að ársfjórðungurinn hafi markað þáttaskil í rekstri flugfélagsins því þá var lokið við að stækka flugvélaflota félagsins upp í tíu farþegaþotur. „Nú þegar við höfum náð nauðsynlegri stærðarhagkvæmni eftir að hafa stækkað hratt á síðustu tveimur árum, erum við afar stolt af því að tilkynna rekstrarhagnað í lok fjórðungsins, einingakostnað á áætlun og heilbrigða lausafjárstöðu,“ er haft eftir Birgi í tilkynningu. Hann segir fjárhagslega niðurstöðu hafa farið fram úr væntingum. Það styðji við fyrri spár um að ná rekstrarhagnaði á þessu ári. „Sem er afrek fyrir ungt félag á sínu öðru heila starfsári,“ segir forstjórinn. „Við erum stolt af niðurstöðu þessa ársfjórðungs og það er ljóst að þetta var aðeins mögulegt með frábæru framlagi allra starfsmanna Play sem hafa skilað framúrskarandi verki. Ég er í engum vafa um að við öll munum halda því áfram og ég vil af fullri einlægni þakka okkar einstaka teymi fyrir þeirra góðu vinnu.“
Fréttir af flugi Play Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira