Fæst dauðsföll á íslenskum vegum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júlí 2023 10:34 Þrátt fyrir fá banaslys skorar íslenska vegakerfið ekki hátt í greiningunni. Vísir/Vilhelm Íslenska vegakerfið er það öruggasta í heimi þegar kemur að dauðsföllum. Hlutfallslega séð deyja átjánfalt fleiri árlega á vegunum í Sádi Arabíu. Á Íslandi eru aðeins 2,05 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa árlega. Þetta er lægsta hlutfallið af öllum þeim löndum sem ný greining bílaleigunnar Finn náði til. Þegar kemur að heildar umferðaröryggi er Ísland hins vegar í áttunda sæti. „Þrátt fyrir slæma veðráttu og marga malarvegi eru íslenskir ökumenn þeir ólíklegustu í heimi til þess að lenda í banaslysi. Ísland er ferðamannaland og margir vegir við hinn gullna hring og í Reykjavík eru malbikaðir og vel haldið við miðað við hina fámennu miðju landsins sem er tengd malarvegum,“ segir í greiningunni um Ísland. Dauðsföll eru líka mjög fá í Noregi, Sviss, Írlandi og Svíþjóð. Meðaltal allra landa eru 8,57 dauðsföll. Hæsta hlutfallið er hins vegar að finna í Sádi Arabíu, 35,94 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa á ári. Kemur fram að olíuverð sé mjög lágt í landinu og að íbúarnir hafi efni á að kaupa hraðskreiða olíuháka, sem séu síður öruggir en aðrir bílar. Hættulegast er að keyra um vegi Sádi Arabíu. Þar eru ökumenn á hraðskreiðum olíuhákum.EPA Í öðru og þriðja sæti eru Taíland og Malasía. En í þeim löndum eru mótorhjól mjög algeng, hjálmanotkun lítil og margir með farþega á mótorhjólum. Á árunum 2001 til 2021 dóu 89.953 mótorhjólaökumenn í Malasíu. Vegakerfið akkilesarhæll Finn.com greina einnig heildar umferðaröryggisstuðul, reiknaðan út frá sjö þáttum. Banaslys telja inn í þann stuðul en einnig ástand vega, umferðarþungi, sætisbeltanotkun, ölvunarakstur, löglegur hámarkshraði á þjóðvegum og í þéttbýlisstöðum. Ísland er aðeins í áttunda sæti á heildarlistanum með 7,03 í einkunn. Í efsta sæti er Holland með 7,86 en á eftir koma Noregur, Svíþjóð, Eistland og Spánn. Argentína er á botninum með 1,65 í einkunn og Bandaríkin fá aðeins 2,53. Það sem dregur Ísland helst niður er ástand vega. Íslenska vegakerfið fær aðeins 4,1 í einkunn samanborið við til dæmis 6,4 í Hollandi og 5,7 á Spáni. Umferðarþungi er almennt frekar lítill á Íslandi, 90 prósent nota sætisbelti og 14 prósent banaslysa má rekja til ölvunaraksturs. Hæsta hlutfall ölvunaraksturs er í Írlandi, 39 prósent. Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Bílar Slysavarnir Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Á Íslandi eru aðeins 2,05 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa árlega. Þetta er lægsta hlutfallið af öllum þeim löndum sem ný greining bílaleigunnar Finn náði til. Þegar kemur að heildar umferðaröryggi er Ísland hins vegar í áttunda sæti. „Þrátt fyrir slæma veðráttu og marga malarvegi eru íslenskir ökumenn þeir ólíklegustu í heimi til þess að lenda í banaslysi. Ísland er ferðamannaland og margir vegir við hinn gullna hring og í Reykjavík eru malbikaðir og vel haldið við miðað við hina fámennu miðju landsins sem er tengd malarvegum,“ segir í greiningunni um Ísland. Dauðsföll eru líka mjög fá í Noregi, Sviss, Írlandi og Svíþjóð. Meðaltal allra landa eru 8,57 dauðsföll. Hæsta hlutfallið er hins vegar að finna í Sádi Arabíu, 35,94 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa á ári. Kemur fram að olíuverð sé mjög lágt í landinu og að íbúarnir hafi efni á að kaupa hraðskreiða olíuháka, sem séu síður öruggir en aðrir bílar. Hættulegast er að keyra um vegi Sádi Arabíu. Þar eru ökumenn á hraðskreiðum olíuhákum.EPA Í öðru og þriðja sæti eru Taíland og Malasía. En í þeim löndum eru mótorhjól mjög algeng, hjálmanotkun lítil og margir með farþega á mótorhjólum. Á árunum 2001 til 2021 dóu 89.953 mótorhjólaökumenn í Malasíu. Vegakerfið akkilesarhæll Finn.com greina einnig heildar umferðaröryggisstuðul, reiknaðan út frá sjö þáttum. Banaslys telja inn í þann stuðul en einnig ástand vega, umferðarþungi, sætisbeltanotkun, ölvunarakstur, löglegur hámarkshraði á þjóðvegum og í þéttbýlisstöðum. Ísland er aðeins í áttunda sæti á heildarlistanum með 7,03 í einkunn. Í efsta sæti er Holland með 7,86 en á eftir koma Noregur, Svíþjóð, Eistland og Spánn. Argentína er á botninum með 1,65 í einkunn og Bandaríkin fá aðeins 2,53. Það sem dregur Ísland helst niður er ástand vega. Íslenska vegakerfið fær aðeins 4,1 í einkunn samanborið við til dæmis 6,4 í Hollandi og 5,7 á Spáni. Umferðarþungi er almennt frekar lítill á Íslandi, 90 prósent nota sætisbelti og 14 prósent banaslysa má rekja til ölvunaraksturs. Hæsta hlutfall ölvunaraksturs er í Írlandi, 39 prósent.
Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Bílar Slysavarnir Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels