Færeyingar segja grindhvaladráp í samræmi við lög um dýravelferð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júlí 2023 16:00 Farþegarnir voru í áfalli efir að hafa horft upp á fjörutíu grindhvali rekna upp í fjöru og drepna með krókum og sveðjum. EPA Færeyska utanríkisráðuneytið hefur gefið út yfirlýsingu til þess að verja grindhvaladráp. Ferðamenn á bresku skemmtiferðaskipi urðu nýlega vitni að drápunum og vakti það óhug hjá mörgum. „Grindhvaladráp í Færeyjum eru ekki stunduð sem gróðastarfsemi heldur eru þetta samfélagslegar veiðar,“ segir í yfirlýsingunni. „Kjötinu er dreift á milli þátttakenda og samfélagsins án greiðslu og notað til matar.“ Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku voru það farþegar á skemmtiferðaskipinu Ambassador sem horfðu upp á dráp 40 grindhvala í Þórshöfn fyrir skemmstu. Hvalahjörðinni var smalað á bátum og þyrlum upp á land þar sem þeir hvalirnir voru brytjaðir niður með sveðjum og krókum. Þurfti skipafyrirtækið að biðja um þúsund farþega sína afsökunar og gagnrýndi forstjórinn Færeyinga harðlega fyrir drápin. Það hafi verið vonbrigði að þetta færi fram á meðan skipið væri í höfn. „Dramatísk sjón“ Að sögn ráðuneytisins hefur færeyska ríkisstjórnin ekki áhyggjur af samlífi hvalveiða og hvalaskoðunar í landinu. Drápin geta hins vegar verið „dramatísk sjón“ fyrir þá sem ekki eru vanir því að sjá slátrun spendýra. „Um aðferðir grindhvaladráps gilda ákveðin lög til að tryggja öryggi þátttakenda og velferð dýra,“ segir í yfirlýsingunni. „Samkvæmt vísindalegum gögnum og sífelldri vöktun eru grindhvaladráp í Færeyjum viðurkennd sem sjálfbær.“ Færeyingar séu aftengdir raunveruleikanum Sally Hamilton, hjá dýraverndunarsamtökunum Orca, sagði við breska blaðið Express að færeysk stjórnvöld væru algjörlega aftengd raunveruleikanum. „Þau sem heimsækja Færeyjar sjá að þessar veiðar eru grimmilegar og villimannlegar,“ sagði Hamilton. „Sú hugmynd að blómstrandi ferðamannaiðnaður og grimmilegt grindhvaladráp geti þrifist saman er fráleitt.“ Fleiri dýraverndunarsamtök hafa látið í sér heyra vegna grindhvaladrápanna. Meðal annars The Humane Society sem benda á að óvenjulegt sé að stjórnvöld gefi yfirlýsingar af þessu tagi. Málið hljóti að reynast erfitt á stjórnarheimilinu. „Í síðasta mánuði sáum við Íslendinga stöðva hvalveiðitímabilið á grundvelli dýravelferðar. Við vonumst til þess að Færeyingar geri slíkt hið sama,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Færeyjar Hvalir Dýraheilbrigði Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
„Grindhvaladráp í Færeyjum eru ekki stunduð sem gróðastarfsemi heldur eru þetta samfélagslegar veiðar,“ segir í yfirlýsingunni. „Kjötinu er dreift á milli þátttakenda og samfélagsins án greiðslu og notað til matar.“ Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku voru það farþegar á skemmtiferðaskipinu Ambassador sem horfðu upp á dráp 40 grindhvala í Þórshöfn fyrir skemmstu. Hvalahjörðinni var smalað á bátum og þyrlum upp á land þar sem þeir hvalirnir voru brytjaðir niður með sveðjum og krókum. Þurfti skipafyrirtækið að biðja um þúsund farþega sína afsökunar og gagnrýndi forstjórinn Færeyinga harðlega fyrir drápin. Það hafi verið vonbrigði að þetta færi fram á meðan skipið væri í höfn. „Dramatísk sjón“ Að sögn ráðuneytisins hefur færeyska ríkisstjórnin ekki áhyggjur af samlífi hvalveiða og hvalaskoðunar í landinu. Drápin geta hins vegar verið „dramatísk sjón“ fyrir þá sem ekki eru vanir því að sjá slátrun spendýra. „Um aðferðir grindhvaladráps gilda ákveðin lög til að tryggja öryggi þátttakenda og velferð dýra,“ segir í yfirlýsingunni. „Samkvæmt vísindalegum gögnum og sífelldri vöktun eru grindhvaladráp í Færeyjum viðurkennd sem sjálfbær.“ Færeyingar séu aftengdir raunveruleikanum Sally Hamilton, hjá dýraverndunarsamtökunum Orca, sagði við breska blaðið Express að færeysk stjórnvöld væru algjörlega aftengd raunveruleikanum. „Þau sem heimsækja Færeyjar sjá að þessar veiðar eru grimmilegar og villimannlegar,“ sagði Hamilton. „Sú hugmynd að blómstrandi ferðamannaiðnaður og grimmilegt grindhvaladráp geti þrifist saman er fráleitt.“ Fleiri dýraverndunarsamtök hafa látið í sér heyra vegna grindhvaladrápanna. Meðal annars The Humane Society sem benda á að óvenjulegt sé að stjórnvöld gefi yfirlýsingar af þessu tagi. Málið hljóti að reynast erfitt á stjórnarheimilinu. „Í síðasta mánuði sáum við Íslendinga stöðva hvalveiðitímabilið á grundvelli dýravelferðar. Við vonumst til þess að Færeyingar geri slíkt hið sama,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.
Færeyjar Hvalir Dýraheilbrigði Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira