Slagsmál á Kjarval vendipunkturinn: „Ég sá ekkert nema bara drauga“ Ágúst Beinteinn Árnason skrifar 21. júlí 2023 12:51 Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, er einn heitasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir. COOLBET Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason opnaði sig í útvarpsviðtali í gær og segir það hafa verið ömurlegt að vera í neyslu á sínum tíma. Í dag hefur hann sagt skilið við vímuefni og einbeitir sér að tónlistinni. Lagið Skína sem er eftir Patrik og tónlistarmanninn Luigi kom út í dag og markmiðin eru háleit. Hér fyrir neðan má hlusta á brot úr spjallinu þar sem Patrik talar um sína reynslu af vímugjöfum. Klippa: Prettyboitjokko opnar sig um neysluna... „Ég var einhvern veginn að blanda þessu öllu saman“ „Ég var bara í bland í poka sko. Ég var í öllu. En ég skil ekki jeijó [þ.e. kókaín]. Mér fannst það ömurlegt. Þannig ég var ekkert mikið í því en ég prófaði þetta allt,“ segir Patrik í viðtali í Veislunni á FM957 um neyslu sína. Þá segist Patrik ekki hafa upplifað sömu áhrif frá efnunum og annað fólk hefur lýst. „Ef þú ert með svona mikið sjálfstraust eins og ég þá gerir þetta kannski öfugt. Ég án gríns kólnaði bara niður og var eitthvað lítill í mér, kvíðasjúklingur. Ég var einhvern veginn að blanda þessu öllu saman,“ segir hann. Sveppir voru meðal efnanna sem hann prófaði en mikið hefur verið rætt um áhrif sveppa á seinustu árum og þá sérstaklega í hóflegu magni [e. microdosing]. „Þú getur verið að misnota sveppi og ég var að misnota þá með því að nota þá í eitthvað djamm. Svo má náttúrulega ekki gleyma því að áfengi er líka dóp. Þegar ég hætti að drekka er ég að taka þetta allt þrennt: sveppi, MDMA og áfengi,“ segir Patrik. „Þetta voru bara einhverjar vofur“ Baráttunni við fíkniefnin lauk svo á Vinnustofu Kjarval í apríl á síðasta ári. „Ég var á Kjarval eitthvað í því og búið að vera mikið vesen á mér. Slagsmál og eitthvað kjaftæði. Ég sá ekkert nema bara drauga. Mér fannst eins og manneskjurnar væru bara draugar. Þetta voru bara einhverjar vofur. Það voru sveppirnir að tala við mig,“ segir Patrik. „Daginn eftir það fyllerí þá var ég bara hættur. Það er einhver sem kemur inn í herbergi til mín og segir bara Þú verður að hætta. Ég fer ekki í meðferð en ég fer í AA, tólf spora kerfið og fæ mér sponsor.“ Gefur út lag með besta vini sínum Á miðnætti kom út glænýtt lag frá Patrik en þar fær hann til sín fótbolta- og tónlistarmanninn Loga Tómasson sem gengur undir nafninu Luigi. Lagið heitir Skína og Patrik er með háleit markmið fyrir hönd lagsins. Hann ætlar sér að verða númer eitt á íslenska vinsældalista Spotify og vonast eftir því að fá fimmtíu þúsund spilanir á fyrsta degi. Afrek, sem væri met hér á landi yfir flestar íslenskar spilanir á sólarhring. Logi Tómasson er ekki bara flinkur í boltanum og hefur gert það gott í tónlistinni.DAVÍÐ FANNAR Það var enginn dans á rósum að vinna saman að laginu og á tímapunkti þurfti að stía vinunum í sundur. „Þetta getur stundum verið overwhelming. Þá fer Logi alltaf beint í: Ég er bara í fókus og Ég er bara í boltanum.“ „Ég var að tryllast á Loga“ Þá segir Patrik Loga vera einspilara þegar kemur að míkrófóninum í upptökustúdíóinu. „Logi er erfiður og hog-ar [einokar] mækinn. Þegar þú ert með einhverjum í stúdíóinu þá skiptiði mæknum bróðurlega á milli ykkar. Ég var að tryllast á Loga og ég var farinn í létta fýlu. Við erum tveir stórir karakterar. Ingimar pródúsent þurfti að fá okkur í sitthvoru lagi í upptökur. Þá var Logi búinn að syngja þessa laglínu en við pældum hins vegar ekkert í því vegna þess að við Logi vorum bara að rífast,“ segir Patrik. Það var ekki fyrr en löngu síðar sem Patrik heyrði svo í fyrsta skipti laglínuna umtöluðu. „Það líða einhverjir mánuðir. Ég kem svo einhverju seinna að skoða hvað Logi hefur verið að gera í stúdíóinu án mín og rek þá augun í gamla skrá sem heitir Skína.“ Eftir að hafa heyrt Loga syngja laglínuna sem gæti auðveldlega talist heila-lím var hann fullviss að um slagara væri að ræða. „Ingimar spilar þetta og ég var bara: Ertu að grínast?! Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en Patrik mætir í stúdíóið á mínútu 1:11:20 Klippa: PRETTYBOITJOKKO - VEISLAN 2 Tónlist Fíkn FM957 Ástin og lífið Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira
Hér fyrir neðan má hlusta á brot úr spjallinu þar sem Patrik talar um sína reynslu af vímugjöfum. Klippa: Prettyboitjokko opnar sig um neysluna... „Ég var einhvern veginn að blanda þessu öllu saman“ „Ég var bara í bland í poka sko. Ég var í öllu. En ég skil ekki jeijó [þ.e. kókaín]. Mér fannst það ömurlegt. Þannig ég var ekkert mikið í því en ég prófaði þetta allt,“ segir Patrik í viðtali í Veislunni á FM957 um neyslu sína. Þá segist Patrik ekki hafa upplifað sömu áhrif frá efnunum og annað fólk hefur lýst. „Ef þú ert með svona mikið sjálfstraust eins og ég þá gerir þetta kannski öfugt. Ég án gríns kólnaði bara niður og var eitthvað lítill í mér, kvíðasjúklingur. Ég var einhvern veginn að blanda þessu öllu saman,“ segir hann. Sveppir voru meðal efnanna sem hann prófaði en mikið hefur verið rætt um áhrif sveppa á seinustu árum og þá sérstaklega í hóflegu magni [e. microdosing]. „Þú getur verið að misnota sveppi og ég var að misnota þá með því að nota þá í eitthvað djamm. Svo má náttúrulega ekki gleyma því að áfengi er líka dóp. Þegar ég hætti að drekka er ég að taka þetta allt þrennt: sveppi, MDMA og áfengi,“ segir Patrik. „Þetta voru bara einhverjar vofur“ Baráttunni við fíkniefnin lauk svo á Vinnustofu Kjarval í apríl á síðasta ári. „Ég var á Kjarval eitthvað í því og búið að vera mikið vesen á mér. Slagsmál og eitthvað kjaftæði. Ég sá ekkert nema bara drauga. Mér fannst eins og manneskjurnar væru bara draugar. Þetta voru bara einhverjar vofur. Það voru sveppirnir að tala við mig,“ segir Patrik. „Daginn eftir það fyllerí þá var ég bara hættur. Það er einhver sem kemur inn í herbergi til mín og segir bara Þú verður að hætta. Ég fer ekki í meðferð en ég fer í AA, tólf spora kerfið og fæ mér sponsor.“ Gefur út lag með besta vini sínum Á miðnætti kom út glænýtt lag frá Patrik en þar fær hann til sín fótbolta- og tónlistarmanninn Loga Tómasson sem gengur undir nafninu Luigi. Lagið heitir Skína og Patrik er með háleit markmið fyrir hönd lagsins. Hann ætlar sér að verða númer eitt á íslenska vinsældalista Spotify og vonast eftir því að fá fimmtíu þúsund spilanir á fyrsta degi. Afrek, sem væri met hér á landi yfir flestar íslenskar spilanir á sólarhring. Logi Tómasson er ekki bara flinkur í boltanum og hefur gert það gott í tónlistinni.DAVÍÐ FANNAR Það var enginn dans á rósum að vinna saman að laginu og á tímapunkti þurfti að stía vinunum í sundur. „Þetta getur stundum verið overwhelming. Þá fer Logi alltaf beint í: Ég er bara í fókus og Ég er bara í boltanum.“ „Ég var að tryllast á Loga“ Þá segir Patrik Loga vera einspilara þegar kemur að míkrófóninum í upptökustúdíóinu. „Logi er erfiður og hog-ar [einokar] mækinn. Þegar þú ert með einhverjum í stúdíóinu þá skiptiði mæknum bróðurlega á milli ykkar. Ég var að tryllast á Loga og ég var farinn í létta fýlu. Við erum tveir stórir karakterar. Ingimar pródúsent þurfti að fá okkur í sitthvoru lagi í upptökur. Þá var Logi búinn að syngja þessa laglínu en við pældum hins vegar ekkert í því vegna þess að við Logi vorum bara að rífast,“ segir Patrik. Það var ekki fyrr en löngu síðar sem Patrik heyrði svo í fyrsta skipti laglínuna umtöluðu. „Það líða einhverjir mánuðir. Ég kem svo einhverju seinna að skoða hvað Logi hefur verið að gera í stúdíóinu án mín og rek þá augun í gamla skrá sem heitir Skína.“ Eftir að hafa heyrt Loga syngja laglínuna sem gæti auðveldlega talist heila-lím var hann fullviss að um slagara væri að ræða. „Ingimar spilar þetta og ég var bara: Ertu að grínast?! Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en Patrik mætir í stúdíóið á mínútu 1:11:20 Klippa: PRETTYBOITJOKKO - VEISLAN 2
Tónlist Fíkn FM957 Ástin og lífið Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira