Parið greinir frá gleðitíðindinum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum með mynd af fjölskyldunni prúðbúinni.
Stúlkan kom í heiminn 1. júní síðastliðinn og er þeirra fyrsta barn.
Í hringrásinni (e.story) á Instagram hjá Arnhildi má sjá myndir úr veislunni þar sem ömmur og afar Úlfhildar Eddu brosa sínu blíðasta.
Arnhildur Anna er dóttir Árna Haukssonar fjárfestis og Borghildar Erlingsdóttur, forstjóra Hugverkastofu. Borghildur er gift Viðari Lúðvíkssyni lögmanni og nú stjúpafa. Árni er kvæntur Ingu Lind Karlsdóttur fjölmiðlakonu og nú stjúpömmu.