„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Kristinn Haukur Guðnason og Kristján Már Unnarsson skrifa 19. júlí 2023 21:42 Ármann segir að erfitt hefði verið að finna fólkið sem stóð undir gígnum ef hann hefði hrunið ofan á það. Arnar Halldórsson Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. Allt frá fyrstu dögum eldgossins hefur meginflæði hraunsins verið nánast í einni hrauná til suðurs. Það breyttist í nótt en drónamyndir í frétt Stöðvar 2 tók Sigurður Þór Helgason laust eftir klukkan fjögur í nótt þegar gígbarmurinn brast. „Já þetta var svolítil dramatík en gígurinn var orðinn mjög brattur og eldborgarlegur eins og Íslendingar kannast við. Þannig að það mátti búast við að eitthvað myndi gerast eins og gerðist skyndilega. Þetta er eitt það stórfenglegasta sem við höfum séð. Þarna var mikil lukka að fólk stóð ekki undir gígbörmunum, gónandi á hann,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. „Þú átt engan sjéns“ Lífshættulegar aðstæður hefðu getað skapast í nótt því skömmu áður stóðu ferðamenn þar sem nú er hraunfoss. „Þegar hraunið rennur út rennur það með töluverðum hraða. Í gærkvöldi þegar við vorum þarna var fólk sem stóð fimmtán til tuttugu metrum frá gígnum, til að sjá eitthvað meira en þaðan sem við erum núna. Björgunarsveitarmenn vísuðu því frá um eitt leytið en svo hrynur gígurinn um fjögur leytið. Staðurinn sem þetta fólk var á fór undir á nokkrum sekúndum. Þú átt engan sjéns,“ segir Ármann. Segir Ármann að ef fólkið hefði staðið þarna undir þegar gígurinn brast væri sennilega erfitt að finna það í dag. „Þetta er ástæðan fyrir því að við vorum að vara fólk við því að fara nærri gígunum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á gosstöðvunum. „Við sáum á myndbandsupptökum þegar veggurinn hrundi og það var ansi skrautlegt. Fólk er því beðið að fara ekkert nálægt gígnum eða hraunánni.“ Suðurstrandarvegurinn gæti gefið sig „Núna rennur stíft í hrauntjörnina sem við sjáum á bak við okkur, norðan við gíginn. Úr henni mun hraunið leitast við að renna austan og vestan við hraunið sem rann áður og streyma áfram til suðurs. Það er ekki nein breyting næstu vikur eða mánuði,“ segir Ármann. „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig.“ Þoka í kvöld Almannavarnir ákváðu í morgun að loka fyrir aðgang almennings að gossvæðinu klukkan 17:00 síðdegis. „Við erum að fá þoku í kvöld. Þetta er af öryggisástæðum. Við höfum þurft að leita að fólki þegar allt er heiðskírt. Út frá öryggissjónarmiðum ákváðum við að loka klukkan fimm og sennilega hreinsar svæðið sig svo. Það verður mjög dimmt í nótt og engin ástæða til að vera að offra því,“ segir Hjálmar. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu á gosstöðvum.Arnar Halldórsson Hann segir líklegt að hægt verði að opna svæðið aftur í fyrramálið. „Við tökum fundi með Veðurstofunni þar sem farið er yfir aðstæður, bæði varðandi gasmengun og vindáttir, þannig að það verður skoðað í fyrramálið og mér þykir líklegt að veðrið ráði því svolítið,“ segir hann. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Samgöngur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Allt frá fyrstu dögum eldgossins hefur meginflæði hraunsins verið nánast í einni hrauná til suðurs. Það breyttist í nótt en drónamyndir í frétt Stöðvar 2 tók Sigurður Þór Helgason laust eftir klukkan fjögur í nótt þegar gígbarmurinn brast. „Já þetta var svolítil dramatík en gígurinn var orðinn mjög brattur og eldborgarlegur eins og Íslendingar kannast við. Þannig að það mátti búast við að eitthvað myndi gerast eins og gerðist skyndilega. Þetta er eitt það stórfenglegasta sem við höfum séð. Þarna var mikil lukka að fólk stóð ekki undir gígbörmunum, gónandi á hann,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. „Þú átt engan sjéns“ Lífshættulegar aðstæður hefðu getað skapast í nótt því skömmu áður stóðu ferðamenn þar sem nú er hraunfoss. „Þegar hraunið rennur út rennur það með töluverðum hraða. Í gærkvöldi þegar við vorum þarna var fólk sem stóð fimmtán til tuttugu metrum frá gígnum, til að sjá eitthvað meira en þaðan sem við erum núna. Björgunarsveitarmenn vísuðu því frá um eitt leytið en svo hrynur gígurinn um fjögur leytið. Staðurinn sem þetta fólk var á fór undir á nokkrum sekúndum. Þú átt engan sjéns,“ segir Ármann. Segir Ármann að ef fólkið hefði staðið þarna undir þegar gígurinn brast væri sennilega erfitt að finna það í dag. „Þetta er ástæðan fyrir því að við vorum að vara fólk við því að fara nærri gígunum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á gosstöðvunum. „Við sáum á myndbandsupptökum þegar veggurinn hrundi og það var ansi skrautlegt. Fólk er því beðið að fara ekkert nálægt gígnum eða hraunánni.“ Suðurstrandarvegurinn gæti gefið sig „Núna rennur stíft í hrauntjörnina sem við sjáum á bak við okkur, norðan við gíginn. Úr henni mun hraunið leitast við að renna austan og vestan við hraunið sem rann áður og streyma áfram til suðurs. Það er ekki nein breyting næstu vikur eða mánuði,“ segir Ármann. „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig.“ Þoka í kvöld Almannavarnir ákváðu í morgun að loka fyrir aðgang almennings að gossvæðinu klukkan 17:00 síðdegis. „Við erum að fá þoku í kvöld. Þetta er af öryggisástæðum. Við höfum þurft að leita að fólki þegar allt er heiðskírt. Út frá öryggissjónarmiðum ákváðum við að loka klukkan fimm og sennilega hreinsar svæðið sig svo. Það verður mjög dimmt í nótt og engin ástæða til að vera að offra því,“ segir Hjálmar. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu á gosstöðvum.Arnar Halldórsson Hann segir líklegt að hægt verði að opna svæðið aftur í fyrramálið. „Við tökum fundi með Veðurstofunni þar sem farið er yfir aðstæður, bæði varðandi gasmengun og vindáttir, þannig að það verður skoðað í fyrramálið og mér þykir líklegt að veðrið ráði því svolítið,“ segir hann.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Samgöngur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira