Innlent

Ör­yrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða

Árni Sæberg skrifar
Frumvarp um eingreiðslu öryrkja hefur verið lagt fyrir á Alþingi.
Frumvarp um eingreiðslu öryrkja hefur verið lagt fyrir á Alþingi. Vísir/Vilhelm

Velferðarnefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um sjötíu þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu til öryrkja. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi er gert ráð fyrir 1,7 milljörðum í eingreiðsluna.

Í frumvarpi um breytingu á lögum um almannatryggingar segir að við lögin bætist töluliður sem mæli fyrir um að þeir sem rétt eiga á greiðslu örorkulífeyris eða endurhæfingarlífeyris á árinu 2024 skuli fá eingreiðslu að fjárhæð 70.364 kr. Hafi lífeyrisþegi fengið greiddar bætur hluta úr ári skuli eingreiðslan vera í hlutfalli við greiðsluréttindi hans á árinu. 

Eingreiðsla þessi, sem skuli innt af hendi eigi síðar en 31. desember 2024, skuli ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna. 

Eingreiðslan er til samræmis við eingreiðslur í desember síðustu ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×