Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Árni Sæberg skrifar 9. nóvember 2024 08:45 Rétt rúmur helmingur teldi óeðlilegt ef Bjarni Benediktsson leyfði hvalveiðar. Vísir/Vilhelm Ný könnun sýnir að 51 prósent landsmanna teldi óeðlilegt ef matvælaráðherra gæfi út leyfi til veiða á hvölum á meðan hann situr í starfsstjórn. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, sem fékk Maskínu til að framkvæma könnunina dagana 1. til 6. nóvember. Svarendur voru 1.500. Spurningin sem lögð var fyrir hljóðaði svo: Telur þú eðlilegt eða óeðlilegt að ráðherra í starfsstjórn gefi út nýtt leyfi til veiða á langreyðum? Í töflunni hér að neðan má sjá hvernig svör skiptust. Maskína Lögin óbreytt frá 1949 Í tilkynningu samtakanna segir að ákvarðanataka um hvalveiðar og stjórnsýsla lúti lögum frá árinu 1949. Lögin hafi staðið óbreytt frá þeim tíma. Á sama tímabili hafi umræða um velferð dýra og umhverfismál tekið stakkaskiptum, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi. Íslendingar neyti ekki kjöts af langreyðum og markaður fyrir hvalkjöt í Japan sé innan við 2000 tonn á ár. Í febrúar síðastliðnum hafi þáverandi forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, skipað starfshóp sem fékk það verkefni „að rýna lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli.“ Starfshópnum hafi verið ætlað að skila skýrslu þar sem fram komi valkostagreining um mögulegar leiðir til úrbóta og stefnumótunar. Valkostir skyldu bæði taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við veiðum til framtíðar. Skýrslunni væri ætlað að vera grundvöllur fyrir framtíðarstefnumótun um hvalveiðar. Sérkennileg stjórnsýsla að mati samtakanna Þá segir að eftir því sem næst verði komist hafi starfshópurinn hafið vinnu sína en fátt bendi til þess að henni verði lokið fyrir lok þessa árs. „Það væri afar sérkennileg stjórnsýsla að, Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra í starfsstjórn, gæfi út leyfi til veiða á langreyðum til næstu 5 eða 10 ára samkvæmt lögum sem hafa staðið óbreytt í 75 ár og virti þar með að vettugi vinnu starfshóps um hvernig megi færa lög um hvalveiðar í átt til nútímans. Slík ákvörðun myndi binda hendur íslenskra stjórnvalda jafn lengi og hugsanlegt leyfi gildir. Slík ákvörðun stenst ekki kröfur um nútíma stjórnsýsluhætti.“ Hvalveiðar Stjórnsýsla Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Ekki liggur fyrir hvort umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða verði afgreitt fyrir alþingiskosningar en það er ekki útilokað. Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra segir málið vera í eðlilegu ferli innan ráðuneytisins og það verði að koma í ljós hvað verður. 8. nóvember 2024 16:07 Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslandi, DÍS, segir það ólýðræðislegt og valdníðslu að taka ákvörðun í starfsstjórn um að gefa út nýtt starfsleyfi til hvalveiða. Jón Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra i matvælaráðuneytinu segir umsóknina til afgreiðslu í ráðuneytinu. Það megi ekki tefja afgreiðslu auk þess sem það þurfi að tryggja fyrirtækjunum fyrirsjáanleika. Hann hafi verið enginn síðustu tvö ár. 31. október 2024 09:10 Skora á Höllu að stoppa Bjarna Sex náttúru- og dýraverndarsamtök skora á forseta Íslands að stöðva áform Bjarna Benediktssonar að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar. 30. október 2024 12:29 Segir Bjarna misskilja hrapallega hlutverk starfsstjórnar „Eftir að Jón Gunnarsson gerði sig líklegan til að feta slóð Sigríðar Andersen í oddvitasæti hjá Miðflokknum greip forysta flokksins til þess örþrifaráðs að kasta öllum stjórnskipulegum venjum og leikreglum fyrir róða í þágu flokkshagsmuna. Búið var til nýtt embætti eins konar kommissars yfir matvælaráðuneytinu. Bak við luktar dyr var svo gerður díll við Jón Gunnarsson um að hann fengi að valsa þar og gramsa eins og honum sýndist - gegn því að yfirgefa ekki flokkinn.“ 26. október 2024 19:38 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, sem fékk Maskínu til að framkvæma könnunina dagana 1. til 6. nóvember. Svarendur voru 1.500. Spurningin sem lögð var fyrir hljóðaði svo: Telur þú eðlilegt eða óeðlilegt að ráðherra í starfsstjórn gefi út nýtt leyfi til veiða á langreyðum? Í töflunni hér að neðan má sjá hvernig svör skiptust. Maskína Lögin óbreytt frá 1949 Í tilkynningu samtakanna segir að ákvarðanataka um hvalveiðar og stjórnsýsla lúti lögum frá árinu 1949. Lögin hafi staðið óbreytt frá þeim tíma. Á sama tímabili hafi umræða um velferð dýra og umhverfismál tekið stakkaskiptum, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi. Íslendingar neyti ekki kjöts af langreyðum og markaður fyrir hvalkjöt í Japan sé innan við 2000 tonn á ár. Í febrúar síðastliðnum hafi þáverandi forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, skipað starfshóp sem fékk það verkefni „að rýna lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli.“ Starfshópnum hafi verið ætlað að skila skýrslu þar sem fram komi valkostagreining um mögulegar leiðir til úrbóta og stefnumótunar. Valkostir skyldu bæði taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við veiðum til framtíðar. Skýrslunni væri ætlað að vera grundvöllur fyrir framtíðarstefnumótun um hvalveiðar. Sérkennileg stjórnsýsla að mati samtakanna Þá segir að eftir því sem næst verði komist hafi starfshópurinn hafið vinnu sína en fátt bendi til þess að henni verði lokið fyrir lok þessa árs. „Það væri afar sérkennileg stjórnsýsla að, Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra í starfsstjórn, gæfi út leyfi til veiða á langreyðum til næstu 5 eða 10 ára samkvæmt lögum sem hafa staðið óbreytt í 75 ár og virti þar með að vettugi vinnu starfshóps um hvernig megi færa lög um hvalveiðar í átt til nútímans. Slík ákvörðun myndi binda hendur íslenskra stjórnvalda jafn lengi og hugsanlegt leyfi gildir. Slík ákvörðun stenst ekki kröfur um nútíma stjórnsýsluhætti.“
Hvalveiðar Stjórnsýsla Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Ekki liggur fyrir hvort umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða verði afgreitt fyrir alþingiskosningar en það er ekki útilokað. Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra segir málið vera í eðlilegu ferli innan ráðuneytisins og það verði að koma í ljós hvað verður. 8. nóvember 2024 16:07 Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslandi, DÍS, segir það ólýðræðislegt og valdníðslu að taka ákvörðun í starfsstjórn um að gefa út nýtt starfsleyfi til hvalveiða. Jón Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra i matvælaráðuneytinu segir umsóknina til afgreiðslu í ráðuneytinu. Það megi ekki tefja afgreiðslu auk þess sem það þurfi að tryggja fyrirtækjunum fyrirsjáanleika. Hann hafi verið enginn síðustu tvö ár. 31. október 2024 09:10 Skora á Höllu að stoppa Bjarna Sex náttúru- og dýraverndarsamtök skora á forseta Íslands að stöðva áform Bjarna Benediktssonar að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar. 30. október 2024 12:29 Segir Bjarna misskilja hrapallega hlutverk starfsstjórnar „Eftir að Jón Gunnarsson gerði sig líklegan til að feta slóð Sigríðar Andersen í oddvitasæti hjá Miðflokknum greip forysta flokksins til þess örþrifaráðs að kasta öllum stjórnskipulegum venjum og leikreglum fyrir róða í þágu flokkshagsmuna. Búið var til nýtt embætti eins konar kommissars yfir matvælaráðuneytinu. Bak við luktar dyr var svo gerður díll við Jón Gunnarsson um að hann fengi að valsa þar og gramsa eins og honum sýndist - gegn því að yfirgefa ekki flokkinn.“ 26. október 2024 19:38 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira
Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Ekki liggur fyrir hvort umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða verði afgreitt fyrir alþingiskosningar en það er ekki útilokað. Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra segir málið vera í eðlilegu ferli innan ráðuneytisins og það verði að koma í ljós hvað verður. 8. nóvember 2024 16:07
Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslandi, DÍS, segir það ólýðræðislegt og valdníðslu að taka ákvörðun í starfsstjórn um að gefa út nýtt starfsleyfi til hvalveiða. Jón Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra i matvælaráðuneytinu segir umsóknina til afgreiðslu í ráðuneytinu. Það megi ekki tefja afgreiðslu auk þess sem það þurfi að tryggja fyrirtækjunum fyrirsjáanleika. Hann hafi verið enginn síðustu tvö ár. 31. október 2024 09:10
Skora á Höllu að stoppa Bjarna Sex náttúru- og dýraverndarsamtök skora á forseta Íslands að stöðva áform Bjarna Benediktssonar að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar. 30. október 2024 12:29
Segir Bjarna misskilja hrapallega hlutverk starfsstjórnar „Eftir að Jón Gunnarsson gerði sig líklegan til að feta slóð Sigríðar Andersen í oddvitasæti hjá Miðflokknum greip forysta flokksins til þess örþrifaráðs að kasta öllum stjórnskipulegum venjum og leikreglum fyrir róða í þágu flokkshagsmuna. Búið var til nýtt embætti eins konar kommissars yfir matvælaráðuneytinu. Bak við luktar dyr var svo gerður díll við Jón Gunnarsson um að hann fengi að valsa þar og gramsa eins og honum sýndist - gegn því að yfirgefa ekki flokkinn.“ 26. október 2024 19:38