Færri týnd börn með fíknivanda en áður Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júlí 2023 07:01 Guðmundur Fylkisson lögreglumaður segir mikilvægt að foreldra tali saman. Vísir/Sigurjón Ekki hafa verið fleiri leitarbeiðnir vegna týndra barna síðan sumarið 2020. Lögreglumaður sem hefur unnið við leit að týndum börnum í áratug segir vanda þeirra hafa breyst. Í afbrotatölfræði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að í júnímánuði þessa árs voru beiðnir vegna týndra barna á höfuðborgarsvæðinu alls 25, vegna fjórtán barna og hafa þær ekki verið svo margar síðan sumarið 2020. Sex leitarbeiðnanna voru vegna eins barns. Það sem af eru þessu ári eru beiðnirnar alls 103 en að baki beiðnunum eru 44 börn. Níu börn eiga í þessum beiðnum fleiri en fjórar beiðnir að leit. Erfitt þegar börn samþykkja ekki ramma Lögreglumaður sem hefur starfað við leit að börnum í um áratug segir það skipta miklu þegar margar beiðnir komi vegna eins barns. „Það sem hefur þarna áhrif er að einn einstaklingur á sex leitarbeiðnir. Það eru ýmis úrræði í boði fyrir krakkana og þegar það er verið að taka krakka úr lausum aðstæðum heima fyrir og setja honum ákveðinn ramma þá tekur það á að ramminn haldi,“ segir Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, en að hann hafi séð allt að fimmtán beiðnir á einn einstakling í einum mánuði. Annars konar vandi Hann segir að hann sjái þó breytingar á krökkunum og þeim vanda sem þau glíma við. „Það er minni fíknivandi en meiri annars konar vandi. Þroskaskerðingar, ýmsar greiningar, andleg veikindi og annað slíkt. Það er það sem kemur meira við sögu þessa dagana,“ segir hann og að börnin skili sér oft illa heim. „Eða að þau sætti sig ekki við þann ramma sem þeim hefur verið settur og eru úti með öðrum börnum. Þegar þau skila sér ekki heim þá komi leitarbeiðnin.“ En við hvaða aðstæður er hann að finna börnin? „Langoftast við góðar aðstæður. Þau eru oft með hverju öðru og það má kannski alveg ýta við foreldrum að spyrja þegar einhver fær að gista. Ekki láta krakkann segja að hann sé með leyfi heldur að staðfesta það sjálf,“ segir Guðmundur og að börnum reynist auðveldara í dag að eignast nýja vini. „Þetta hefur breyst mikið frá því að ég byrjaði þegar þau voru í stífri neyslu og við slíkrar aðstæður.“ Nýturðu starfsins enn eftir ellefu ár í starfi? „Ég væri ekki í þessu ef ég hefði ekki gaman af því og fengi stöðuga endurgjöf. Það er bæði endurgjöfin frá krökkunum og foreldrum þeirra en svo sér maður líka þau sem voru komin verulega út af sporinu orðin fjölskyldufólk í dag og maður mætir þeim. Þau heilsa og maður er kannski smástund að fatta, en það gefur rosalega mikið.“ Barnavernd Félagsmál Fíkn Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Forseti sæmdi fjórtán manns fálkaorðu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi fjórtán manns heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní. 17. júní 2023 15:58 Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. 11. febrúar 2023 23:34 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Í afbrotatölfræði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að í júnímánuði þessa árs voru beiðnir vegna týndra barna á höfuðborgarsvæðinu alls 25, vegna fjórtán barna og hafa þær ekki verið svo margar síðan sumarið 2020. Sex leitarbeiðnanna voru vegna eins barns. Það sem af eru þessu ári eru beiðnirnar alls 103 en að baki beiðnunum eru 44 börn. Níu börn eiga í þessum beiðnum fleiri en fjórar beiðnir að leit. Erfitt þegar börn samþykkja ekki ramma Lögreglumaður sem hefur starfað við leit að börnum í um áratug segir það skipta miklu þegar margar beiðnir komi vegna eins barns. „Það sem hefur þarna áhrif er að einn einstaklingur á sex leitarbeiðnir. Það eru ýmis úrræði í boði fyrir krakkana og þegar það er verið að taka krakka úr lausum aðstæðum heima fyrir og setja honum ákveðinn ramma þá tekur það á að ramminn haldi,“ segir Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, en að hann hafi séð allt að fimmtán beiðnir á einn einstakling í einum mánuði. Annars konar vandi Hann segir að hann sjái þó breytingar á krökkunum og þeim vanda sem þau glíma við. „Það er minni fíknivandi en meiri annars konar vandi. Þroskaskerðingar, ýmsar greiningar, andleg veikindi og annað slíkt. Það er það sem kemur meira við sögu þessa dagana,“ segir hann og að börnin skili sér oft illa heim. „Eða að þau sætti sig ekki við þann ramma sem þeim hefur verið settur og eru úti með öðrum börnum. Þegar þau skila sér ekki heim þá komi leitarbeiðnin.“ En við hvaða aðstæður er hann að finna börnin? „Langoftast við góðar aðstæður. Þau eru oft með hverju öðru og það má kannski alveg ýta við foreldrum að spyrja þegar einhver fær að gista. Ekki láta krakkann segja að hann sé með leyfi heldur að staðfesta það sjálf,“ segir Guðmundur og að börnum reynist auðveldara í dag að eignast nýja vini. „Þetta hefur breyst mikið frá því að ég byrjaði þegar þau voru í stífri neyslu og við slíkrar aðstæður.“ Nýturðu starfsins enn eftir ellefu ár í starfi? „Ég væri ekki í þessu ef ég hefði ekki gaman af því og fengi stöðuga endurgjöf. Það er bæði endurgjöfin frá krökkunum og foreldrum þeirra en svo sér maður líka þau sem voru komin verulega út af sporinu orðin fjölskyldufólk í dag og maður mætir þeim. Þau heilsa og maður er kannski smástund að fatta, en það gefur rosalega mikið.“
Barnavernd Félagsmál Fíkn Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Forseti sæmdi fjórtán manns fálkaorðu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi fjórtán manns heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní. 17. júní 2023 15:58 Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. 11. febrúar 2023 23:34 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Forseti sæmdi fjórtán manns fálkaorðu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi fjórtán manns heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní. 17. júní 2023 15:58
Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. 11. febrúar 2023 23:34
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent