Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2023 11:54 Rússar gerðu eina öflugustu loftárás sem þeir hafa gert á Odessa frá upphafi stríðsins í nótt. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á herstöð Rússa á Krímskaga. AP/Roman Chop Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. Í morgun hófust Rússar handa um brottflutning rúmlega tvö þúsund íbúa fjögurra þorpa á suðurhluta Krímskaga eftir eldflaugaárás Úkraínumanna á þjálfunarbúðir rússneska hersins. Þar virðast líka hafa verið vopnageymslur því miklar sprengingar hafa verið í búðunum eftir árásina. Rússar gerðu einnig eina öflugustu árás sem þeir hafa gert frá upphafi innrásar þeirra í Úkraínu á hafnarborgina Odessa við Svartahaf í nótt. Odessa er ein fjögurra útflutningshafna Úkraínu fyrir korn og áburð og sú stærsta þeirra. Í fyrradag sögðu Rússar sig frá samkomulagi Sameinuðu þjóðanna fyrir milligöngu Tyrkja sem tryggði útflutning á milljónum tonna af korni og áburði frá Úkraínu. Stöðvun kornútflutnings frá Úkraínu vegna aðgerða Rússa hefur mikil áhrif á matvælaframboð víðs vegar um Afríku og Asíu.AP/Sunday Alamba Það er augljóst samhengi á milli þess að Rússar sögðu sig frá samkomulaginu og árásanna á Odessa. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið 63 eldflaugum og sprengjudrónum á borgina. Þeim hafi tekist að skjóta niður fjórtán eldflaugar og 23 dróna. Matt MiIller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu nú þegar hafa áhrif í Miðausturlöndum og Afríku. „Það er augljóst að Rússar halda áfram að nota aðgang að mat sem vopn. Að þessu sinni gætir áhrifanna ekki eingöngu í Úkraínu, heldur einnig á framboð á matvælum á heimsvísu. Sextíu og fimm prósent af þessum kornförmum hafa farið til veikburða landa og þjóða. Heimurinn ætti ekki að láta blekkjast af en einni lyginni frá Rússum,“ segir Miller. Áður en samkomulagið var gert hefði matvælaverð í heiminum hækkað um 22 prósent en síðan lækkað og náð jafnvægi með gildistöku samkomulagsins í fyrra. Nú væri verðið strax farið að hækka. Gífurlega harðir bardagar milli Úkraínumanna og Rússa hafa staðið yfir mánuðum saman við borgina Bakhmut á austurvígstöðvunum. Hér hleypir úkraínskur hermaður af fallbyssu skammt frá Bakhmut.AP/Libkos Miller segir að það væri rússnesk lygi að Vesturlönd hefðu sett hömlur á kornútflutning Rússa. Þeir græddu á tá og fingri á kornútflutningi sínum. Enda næðu refsiaðgerðir Vesturlanda og Sameinuðu þjóðanna ekki til útflutnings Rússa á matvælum. Það væri því skorað á Rússa að koma aftur að kornsamkomulaginu. „Við vonum að ríki heims séu að fylgjast með þessari þróun mála. Þá blasir við að það eru Rússar sem bera ábyrgð á því að koma í veg fyrir að matvæli berist fólki sem á þeim þurfa að halda. Það eru Rússar sem þurfa að breyta stefnu sinni án tafar,“ segir Matt Miller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk leiðtoga fjölmargra ríkja hafa í dag fordæmt ákvörðun Rússa um að segja sig frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu. 18. júlí 2023 19:41 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Í morgun hófust Rússar handa um brottflutning rúmlega tvö þúsund íbúa fjögurra þorpa á suðurhluta Krímskaga eftir eldflaugaárás Úkraínumanna á þjálfunarbúðir rússneska hersins. Þar virðast líka hafa verið vopnageymslur því miklar sprengingar hafa verið í búðunum eftir árásina. Rússar gerðu einnig eina öflugustu árás sem þeir hafa gert frá upphafi innrásar þeirra í Úkraínu á hafnarborgina Odessa við Svartahaf í nótt. Odessa er ein fjögurra útflutningshafna Úkraínu fyrir korn og áburð og sú stærsta þeirra. Í fyrradag sögðu Rússar sig frá samkomulagi Sameinuðu þjóðanna fyrir milligöngu Tyrkja sem tryggði útflutning á milljónum tonna af korni og áburði frá Úkraínu. Stöðvun kornútflutnings frá Úkraínu vegna aðgerða Rússa hefur mikil áhrif á matvælaframboð víðs vegar um Afríku og Asíu.AP/Sunday Alamba Það er augljóst samhengi á milli þess að Rússar sögðu sig frá samkomulaginu og árásanna á Odessa. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið 63 eldflaugum og sprengjudrónum á borgina. Þeim hafi tekist að skjóta niður fjórtán eldflaugar og 23 dróna. Matt MiIller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu nú þegar hafa áhrif í Miðausturlöndum og Afríku. „Það er augljóst að Rússar halda áfram að nota aðgang að mat sem vopn. Að þessu sinni gætir áhrifanna ekki eingöngu í Úkraínu, heldur einnig á framboð á matvælum á heimsvísu. Sextíu og fimm prósent af þessum kornförmum hafa farið til veikburða landa og þjóða. Heimurinn ætti ekki að láta blekkjast af en einni lyginni frá Rússum,“ segir Miller. Áður en samkomulagið var gert hefði matvælaverð í heiminum hækkað um 22 prósent en síðan lækkað og náð jafnvægi með gildistöku samkomulagsins í fyrra. Nú væri verðið strax farið að hækka. Gífurlega harðir bardagar milli Úkraínumanna og Rússa hafa staðið yfir mánuðum saman við borgina Bakhmut á austurvígstöðvunum. Hér hleypir úkraínskur hermaður af fallbyssu skammt frá Bakhmut.AP/Libkos Miller segir að það væri rússnesk lygi að Vesturlönd hefðu sett hömlur á kornútflutning Rússa. Þeir græddu á tá og fingri á kornútflutningi sínum. Enda næðu refsiaðgerðir Vesturlanda og Sameinuðu þjóðanna ekki til útflutnings Rússa á matvælum. Það væri því skorað á Rússa að koma aftur að kornsamkomulaginu. „Við vonum að ríki heims séu að fylgjast með þessari þróun mála. Þá blasir við að það eru Rússar sem bera ábyrgð á því að koma í veg fyrir að matvæli berist fólki sem á þeim þurfa að halda. Það eru Rússar sem þurfa að breyta stefnu sinni án tafar,“ segir Matt Miller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk leiðtoga fjölmargra ríkja hafa í dag fordæmt ákvörðun Rússa um að segja sig frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu. 18. júlí 2023 19:41 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
„Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21
Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk leiðtoga fjölmargra ríkja hafa í dag fordæmt ákvörðun Rússa um að segja sig frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu. 18. júlí 2023 19:41
Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27