Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2023 11:54 Rússar gerðu eina öflugustu loftárás sem þeir hafa gert á Odessa frá upphafi stríðsins í nótt. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á herstöð Rússa á Krímskaga. AP/Roman Chop Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. Í morgun hófust Rússar handa um brottflutning rúmlega tvö þúsund íbúa fjögurra þorpa á suðurhluta Krímskaga eftir eldflaugaárás Úkraínumanna á þjálfunarbúðir rússneska hersins. Þar virðast líka hafa verið vopnageymslur því miklar sprengingar hafa verið í búðunum eftir árásina. Rússar gerðu einnig eina öflugustu árás sem þeir hafa gert frá upphafi innrásar þeirra í Úkraínu á hafnarborgina Odessa við Svartahaf í nótt. Odessa er ein fjögurra útflutningshafna Úkraínu fyrir korn og áburð og sú stærsta þeirra. Í fyrradag sögðu Rússar sig frá samkomulagi Sameinuðu þjóðanna fyrir milligöngu Tyrkja sem tryggði útflutning á milljónum tonna af korni og áburði frá Úkraínu. Stöðvun kornútflutnings frá Úkraínu vegna aðgerða Rússa hefur mikil áhrif á matvælaframboð víðs vegar um Afríku og Asíu.AP/Sunday Alamba Það er augljóst samhengi á milli þess að Rússar sögðu sig frá samkomulaginu og árásanna á Odessa. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið 63 eldflaugum og sprengjudrónum á borgina. Þeim hafi tekist að skjóta niður fjórtán eldflaugar og 23 dróna. Matt MiIller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu nú þegar hafa áhrif í Miðausturlöndum og Afríku. „Það er augljóst að Rússar halda áfram að nota aðgang að mat sem vopn. Að þessu sinni gætir áhrifanna ekki eingöngu í Úkraínu, heldur einnig á framboð á matvælum á heimsvísu. Sextíu og fimm prósent af þessum kornförmum hafa farið til veikburða landa og þjóða. Heimurinn ætti ekki að láta blekkjast af en einni lyginni frá Rússum,“ segir Miller. Áður en samkomulagið var gert hefði matvælaverð í heiminum hækkað um 22 prósent en síðan lækkað og náð jafnvægi með gildistöku samkomulagsins í fyrra. Nú væri verðið strax farið að hækka. Gífurlega harðir bardagar milli Úkraínumanna og Rússa hafa staðið yfir mánuðum saman við borgina Bakhmut á austurvígstöðvunum. Hér hleypir úkraínskur hermaður af fallbyssu skammt frá Bakhmut.AP/Libkos Miller segir að það væri rússnesk lygi að Vesturlönd hefðu sett hömlur á kornútflutning Rússa. Þeir græddu á tá og fingri á kornútflutningi sínum. Enda næðu refsiaðgerðir Vesturlanda og Sameinuðu þjóðanna ekki til útflutnings Rússa á matvælum. Það væri því skorað á Rússa að koma aftur að kornsamkomulaginu. „Við vonum að ríki heims séu að fylgjast með þessari þróun mála. Þá blasir við að það eru Rússar sem bera ábyrgð á því að koma í veg fyrir að matvæli berist fólki sem á þeim þurfa að halda. Það eru Rússar sem þurfa að breyta stefnu sinni án tafar,“ segir Matt Miller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk leiðtoga fjölmargra ríkja hafa í dag fordæmt ákvörðun Rússa um að segja sig frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu. 18. júlí 2023 19:41 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Í morgun hófust Rússar handa um brottflutning rúmlega tvö þúsund íbúa fjögurra þorpa á suðurhluta Krímskaga eftir eldflaugaárás Úkraínumanna á þjálfunarbúðir rússneska hersins. Þar virðast líka hafa verið vopnageymslur því miklar sprengingar hafa verið í búðunum eftir árásina. Rússar gerðu einnig eina öflugustu árás sem þeir hafa gert frá upphafi innrásar þeirra í Úkraínu á hafnarborgina Odessa við Svartahaf í nótt. Odessa er ein fjögurra útflutningshafna Úkraínu fyrir korn og áburð og sú stærsta þeirra. Í fyrradag sögðu Rússar sig frá samkomulagi Sameinuðu þjóðanna fyrir milligöngu Tyrkja sem tryggði útflutning á milljónum tonna af korni og áburði frá Úkraínu. Stöðvun kornútflutnings frá Úkraínu vegna aðgerða Rússa hefur mikil áhrif á matvælaframboð víðs vegar um Afríku og Asíu.AP/Sunday Alamba Það er augljóst samhengi á milli þess að Rússar sögðu sig frá samkomulaginu og árásanna á Odessa. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið 63 eldflaugum og sprengjudrónum á borgina. Þeim hafi tekist að skjóta niður fjórtán eldflaugar og 23 dróna. Matt MiIller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu nú þegar hafa áhrif í Miðausturlöndum og Afríku. „Það er augljóst að Rússar halda áfram að nota aðgang að mat sem vopn. Að þessu sinni gætir áhrifanna ekki eingöngu í Úkraínu, heldur einnig á framboð á matvælum á heimsvísu. Sextíu og fimm prósent af þessum kornförmum hafa farið til veikburða landa og þjóða. Heimurinn ætti ekki að láta blekkjast af en einni lyginni frá Rússum,“ segir Miller. Áður en samkomulagið var gert hefði matvælaverð í heiminum hækkað um 22 prósent en síðan lækkað og náð jafnvægi með gildistöku samkomulagsins í fyrra. Nú væri verðið strax farið að hækka. Gífurlega harðir bardagar milli Úkraínumanna og Rússa hafa staðið yfir mánuðum saman við borgina Bakhmut á austurvígstöðvunum. Hér hleypir úkraínskur hermaður af fallbyssu skammt frá Bakhmut.AP/Libkos Miller segir að það væri rússnesk lygi að Vesturlönd hefðu sett hömlur á kornútflutning Rússa. Þeir græddu á tá og fingri á kornútflutningi sínum. Enda næðu refsiaðgerðir Vesturlanda og Sameinuðu þjóðanna ekki til útflutnings Rússa á matvælum. Það væri því skorað á Rússa að koma aftur að kornsamkomulaginu. „Við vonum að ríki heims séu að fylgjast með þessari þróun mála. Þá blasir við að það eru Rússar sem bera ábyrgð á því að koma í veg fyrir að matvæli berist fólki sem á þeim þurfa að halda. Það eru Rússar sem þurfa að breyta stefnu sinni án tafar,“ segir Matt Miller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk leiðtoga fjölmargra ríkja hafa í dag fordæmt ákvörðun Rússa um að segja sig frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu. 18. júlí 2023 19:41 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
„Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21
Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk leiðtoga fjölmargra ríkja hafa í dag fordæmt ákvörðun Rússa um að segja sig frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu. 18. júlí 2023 19:41
Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27