Kólnun á húsnæðismarkaði dragi verðbólgu niður fyrir spár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2023 11:54 Bergþóra Baldursdóttir er hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að samdráttur í íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu geti orðið til þess að verðbólga hjaðni hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þó megi búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði. Í verðbólguspá Íslandsbanka, sem gefin var út í síðustu viku, var því spáð að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,2 prósent milli mánaða í júlí. Það myndi þýða að tólf mánaða verðbólga kæmi til með að hjaðna úr 8,9 prósentum í 7,8 prósent. Hagfræðingur hjá bankanum segir eina helstu ástæðu fyrir hjöðnunarspánni vera þá að á sama tíma í fyrra varð mikil verðbólguaukning. „Þannig að mælingin í fyrra er að detta út úr spánni. Þannig að við gerum ráð fyrir töluverðri hjöðnun,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Húsnæðisþátturinn létti róðurinn Þrátt fyrir yfirvofandi hjöðnun sé verðbólgan engu að síður mjög mikil. „En það sem er jákvætt í þessu eru til dæmis þessar tölur sem birtust í gær um íbúðamarkaðinn. Hann er að kólna mjög hratt aftur, og það getur haft áhrif á verðbólguna.“ Uppfærð vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var gefin út í gær, en hún lækkaði um 1,1 prósent á milli mánaða. Síðastliðið ár hefur hún hækkað um 2,7 prósent. „Að sjá húsnæðisverð lækka á milli mánaða mun hjálpa til við hjöðnunina, og hún verður líklegast, eða gæti verið meiri en spár eru að gera ráð fyrir vegna þess að fasteignaverð er að lækka.“ Vaxtalækkanir ekki í kortunum Spá Íslandsbanka gerir ráð fyrir að verðbólga verði í kringum átta prósent næstu mánuði, en hjaðni ekki mikið meira fyrr en í lok árs. „Verðbólgumarkmiðið er 2,5 prósent og við erum ennþá í kringum níu prósent. Þannig að það er alveg mjög langt í land, en þetta er klárlega eitthvað sem Seðlabankinn er mjög ánægður með.“ Þrátt fyrir það ætti fólk ekki að búast við vaxtalækkunum strax. „Við gerum ráð fyrir að peningastefnunefndin muni hækka vexti eilítið í ágúst og láta svo mögulega staðar numið,“ segir Bergþóra. Verðlag Húsnæðismál Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Fleiri fréttir Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Sjá meira
Í verðbólguspá Íslandsbanka, sem gefin var út í síðustu viku, var því spáð að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,2 prósent milli mánaða í júlí. Það myndi þýða að tólf mánaða verðbólga kæmi til með að hjaðna úr 8,9 prósentum í 7,8 prósent. Hagfræðingur hjá bankanum segir eina helstu ástæðu fyrir hjöðnunarspánni vera þá að á sama tíma í fyrra varð mikil verðbólguaukning. „Þannig að mælingin í fyrra er að detta út úr spánni. Þannig að við gerum ráð fyrir töluverðri hjöðnun,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Húsnæðisþátturinn létti róðurinn Þrátt fyrir yfirvofandi hjöðnun sé verðbólgan engu að síður mjög mikil. „En það sem er jákvætt í þessu eru til dæmis þessar tölur sem birtust í gær um íbúðamarkaðinn. Hann er að kólna mjög hratt aftur, og það getur haft áhrif á verðbólguna.“ Uppfærð vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var gefin út í gær, en hún lækkaði um 1,1 prósent á milli mánaða. Síðastliðið ár hefur hún hækkað um 2,7 prósent. „Að sjá húsnæðisverð lækka á milli mánaða mun hjálpa til við hjöðnunina, og hún verður líklegast, eða gæti verið meiri en spár eru að gera ráð fyrir vegna þess að fasteignaverð er að lækka.“ Vaxtalækkanir ekki í kortunum Spá Íslandsbanka gerir ráð fyrir að verðbólga verði í kringum átta prósent næstu mánuði, en hjaðni ekki mikið meira fyrr en í lok árs. „Verðbólgumarkmiðið er 2,5 prósent og við erum ennþá í kringum níu prósent. Þannig að það er alveg mjög langt í land, en þetta er klárlega eitthvað sem Seðlabankinn er mjög ánægður með.“ Þrátt fyrir það ætti fólk ekki að búast við vaxtalækkunum strax. „Við gerum ráð fyrir að peningastefnunefndin muni hækka vexti eilítið í ágúst og láta svo mögulega staðar numið,“ segir Bergþóra.
Verðlag Húsnæðismál Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Fleiri fréttir Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“