Umfjöllun og viðtöl: KR - FH 1-0 | Luke Morgan Conrad Rae hetja KR Andri Már Eggertsson skrifar 18. júlí 2023 22:52 KR-ingar fagna sigurmarkinu Vísir/Pawel Cieslikiewicz Luke Morgan Conrad Rae skoraði sigurmark KR á 90. mínútu og tryggði þrjú stig gegn FH. Úlfur Ágúst Björnsson misnotaði víti í síðari hálfleik og heimamenn refsuðu með því að skora eina mark leiksins. Þrátt fyrir að færin hafi ekki verið mörg á fyrstu fimmtán mínútunum þá var líf í leiknum. Það var hiti í báðum liðum og menn létu finna fyrir sér strax á fyrstu mínútu. Sigurmark kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Davíð Snær Jóhannsson, leikmaður FH, mátti vera þokkalega sáttur í hálfleik að hafa aðeins fengið gult spjald. Davíð Snær átti þrjár nokkuð hressilegar tæklingar í fyrri hálfleik sem allar hefðu getað verðskuldað gult spjald en í þriðja skiptið lyfti Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, upp gula spjaldinu. Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir því sem leið á fyrri hálfleik fóru liðin að skapa sér fleiri færi. Benoný Breki Andrésson fékk gott færi í teignum eftir undirbúning frá Theodóri Elmari en skot Benonýs Breka fór framhjá. Skömmu seinna fékk Kjartan Henry sendingu á fjærstöng nálægt markinu en skot hans í hliðarnetið. Hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn í fyrri hálfleik og staðan var 0-0 eftir 45 mínútur. KR - FH besta deild karla sumar 2023Vísir/Pawel Cieslikiewicz Heimamenn byrjuðu með látum og sköpuðu sér urmul af færum. FH-ingar áttu í miklum vandræðum með kraftmikla KR-inga og komust varla yfir miðju á fyrstu tuttugu mínútum síðari hálfleiks. KR-ingum tókst ekki að nýta kröftuga byrjun og ákefð leiksins datt niður. Gestirnir færðu sig ofar á völlinn og komust í betri takt í síðari hálfleik. Davíð Snær var síðan nálægt því að koma FH yfir á 73. mínútu þar sem Ástbjörn átti sendingu út í teiginn sem Davíð tók í fyrsta en boltinn rétt framhjá. Theódór Elmar Bjarnason í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Það dró til tíðinda á 77. mínútu þegar Kennie Chopart braut á Vuk Oskar Dimitrijevic inn í teig og Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu. Simen Lillevik Kjellevold tók sig til og varði vítaspyrnuna sem Úlfur Ágúst Björnsson tók. Vuk Oskar Dimitrijevic var fyrstur á boltann í frákastinu en aftur varði Simen frá honum. Simen varði frá ÚlfiVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir að hafa aðeins verið inn á í tæplega átta mínútur skoraði Luke Morgan Conrad Rae sigurmarkið. Stefán Árni Geirsson lagði boltann á Luke sem kom sér í góða stöðu inn í teignum og náði skoti sem Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður FH, varði en inn fór boltinn. Niðurstaðan 1-0 sigur KR-inga. Luke Morgan Conrad Rae fagnaði sigurmarkinuVísir/Pawel Cieslikiewicz Af hverju vann KR? Það benti allt til þess að leikurinn myndi enda með markalausu jafntefli en Luke Morgan Conrad Rae skoraði sigurmarkið á 90 mínútu. FH misnotaði vítaspyrnu og heimamenn sköpuðu sér þó nokkur færi sem skilaði einu marki. Hverjir stóðu upp úr? Simen Lillevik Kjellevold, markmaður KR, varði vítaspyrnu og skot Vuk Oskars beint eftir vítaspyrnuna. Þessi tilþrif voru götuvirði marks og Simen á svo sannarlega mikið í sigri KR-inga. Luke Morgan Conrad Rae kom inn á og skoraði eina mark leiksins. Luke fagnaði markinu líkt og Nani, fyrrum leikmaður Manchester United, var þekktur fyrir á sínum ferli. Hvað gekk illa? FH-ingar fengu þó nokkur færi til þess að skora. Úlfur Ágúst Björnsson misnotaði besta færið þar sem hann lét Simen Kjellevold verja frá sér vítaspyrnu. Hvað gerist næst? KR fær Víking í heimsókn næsta sunnudag klukkan 19:15. Á mánudaginn mætast FH og Fylkir klukkan 19:15 á Kaplakrikavelli. „Ef hann verður leikmaður FH frá og með 16. október þá er erfitt fyrir okkur að nota hann“ Rúnar á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með sigur kvöldsins. „Simen gerði frábærlega í að verja vítaspyrnu og frákastið. Síðan fengum við fyrsta markið frá Luke og það var ljúft fyrir hann og okkur,“ sagði Rúnar Kristinsson og hélt áfram. „Simen vann fyrir okkur þrjú stig þar sem það gaf okkur kraft að pressa fram sigurmark. Þetta mark var mjög gott af bæði Stefáni Árna og Luke sem komu inn á.“ Rúnar fullyrti að FH væri búið að semja við Grétar Snæ Gunnarsson, leikmann KR, en það væri óljóst hvort Grétar færi í þessum glugga eða eftir tímabilið. „Þetta er erfitt fyrir hann og FH að vera í félagaskiptabanni ef svo er. Þetta setur okkur í þá stöðu að við erum með leikmann sem við eigum mjög erfitt með að nota. Ef hann verður leikmaður FH frá og með 16. október þá er erfitt fyrir okkur að nota hann. Við vitum hvernig staðan er og við verðum að sjá hvernig þetta þróast á næstu vikum,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH
Luke Morgan Conrad Rae skoraði sigurmark KR á 90. mínútu og tryggði þrjú stig gegn FH. Úlfur Ágúst Björnsson misnotaði víti í síðari hálfleik og heimamenn refsuðu með því að skora eina mark leiksins. Þrátt fyrir að færin hafi ekki verið mörg á fyrstu fimmtán mínútunum þá var líf í leiknum. Það var hiti í báðum liðum og menn létu finna fyrir sér strax á fyrstu mínútu. Sigurmark kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Davíð Snær Jóhannsson, leikmaður FH, mátti vera þokkalega sáttur í hálfleik að hafa aðeins fengið gult spjald. Davíð Snær átti þrjár nokkuð hressilegar tæklingar í fyrri hálfleik sem allar hefðu getað verðskuldað gult spjald en í þriðja skiptið lyfti Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, upp gula spjaldinu. Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir því sem leið á fyrri hálfleik fóru liðin að skapa sér fleiri færi. Benoný Breki Andrésson fékk gott færi í teignum eftir undirbúning frá Theodóri Elmari en skot Benonýs Breka fór framhjá. Skömmu seinna fékk Kjartan Henry sendingu á fjærstöng nálægt markinu en skot hans í hliðarnetið. Hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn í fyrri hálfleik og staðan var 0-0 eftir 45 mínútur. KR - FH besta deild karla sumar 2023Vísir/Pawel Cieslikiewicz Heimamenn byrjuðu með látum og sköpuðu sér urmul af færum. FH-ingar áttu í miklum vandræðum með kraftmikla KR-inga og komust varla yfir miðju á fyrstu tuttugu mínútum síðari hálfleiks. KR-ingum tókst ekki að nýta kröftuga byrjun og ákefð leiksins datt niður. Gestirnir færðu sig ofar á völlinn og komust í betri takt í síðari hálfleik. Davíð Snær var síðan nálægt því að koma FH yfir á 73. mínútu þar sem Ástbjörn átti sendingu út í teiginn sem Davíð tók í fyrsta en boltinn rétt framhjá. Theódór Elmar Bjarnason í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Það dró til tíðinda á 77. mínútu þegar Kennie Chopart braut á Vuk Oskar Dimitrijevic inn í teig og Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu. Simen Lillevik Kjellevold tók sig til og varði vítaspyrnuna sem Úlfur Ágúst Björnsson tók. Vuk Oskar Dimitrijevic var fyrstur á boltann í frákastinu en aftur varði Simen frá honum. Simen varði frá ÚlfiVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir að hafa aðeins verið inn á í tæplega átta mínútur skoraði Luke Morgan Conrad Rae sigurmarkið. Stefán Árni Geirsson lagði boltann á Luke sem kom sér í góða stöðu inn í teignum og náði skoti sem Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður FH, varði en inn fór boltinn. Niðurstaðan 1-0 sigur KR-inga. Luke Morgan Conrad Rae fagnaði sigurmarkinuVísir/Pawel Cieslikiewicz Af hverju vann KR? Það benti allt til þess að leikurinn myndi enda með markalausu jafntefli en Luke Morgan Conrad Rae skoraði sigurmarkið á 90 mínútu. FH misnotaði vítaspyrnu og heimamenn sköpuðu sér þó nokkur færi sem skilaði einu marki. Hverjir stóðu upp úr? Simen Lillevik Kjellevold, markmaður KR, varði vítaspyrnu og skot Vuk Oskars beint eftir vítaspyrnuna. Þessi tilþrif voru götuvirði marks og Simen á svo sannarlega mikið í sigri KR-inga. Luke Morgan Conrad Rae kom inn á og skoraði eina mark leiksins. Luke fagnaði markinu líkt og Nani, fyrrum leikmaður Manchester United, var þekktur fyrir á sínum ferli. Hvað gekk illa? FH-ingar fengu þó nokkur færi til þess að skora. Úlfur Ágúst Björnsson misnotaði besta færið þar sem hann lét Simen Kjellevold verja frá sér vítaspyrnu. Hvað gerist næst? KR fær Víking í heimsókn næsta sunnudag klukkan 19:15. Á mánudaginn mætast FH og Fylkir klukkan 19:15 á Kaplakrikavelli. „Ef hann verður leikmaður FH frá og með 16. október þá er erfitt fyrir okkur að nota hann“ Rúnar á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með sigur kvöldsins. „Simen gerði frábærlega í að verja vítaspyrnu og frákastið. Síðan fengum við fyrsta markið frá Luke og það var ljúft fyrir hann og okkur,“ sagði Rúnar Kristinsson og hélt áfram. „Simen vann fyrir okkur þrjú stig þar sem það gaf okkur kraft að pressa fram sigurmark. Þetta mark var mjög gott af bæði Stefáni Árna og Luke sem komu inn á.“ Rúnar fullyrti að FH væri búið að semja við Grétar Snæ Gunnarsson, leikmann KR, en það væri óljóst hvort Grétar færi í þessum glugga eða eftir tímabilið. „Þetta er erfitt fyrir hann og FH að vera í félagaskiptabanni ef svo er. Þetta setur okkur í þá stöðu að við erum með leikmann sem við eigum mjög erfitt með að nota. Ef hann verður leikmaður FH frá og með 16. október þá er erfitt fyrir okkur að nota hann. Við vitum hvernig staðan er og við verðum að sjá hvernig þetta þróast á næstu vikum,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti