Frá þessu er greint í yfirlit lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en þar segir að meitlun bergs sé sérstaklega hávaðasöm framkvæmd sem megi eingöngu fara fram á virkum dögum milli klukkan 7 og 19.
Lögregla var einnig kölluð til vegna óspekta í Kópavogi. Þar reyndist maður vera að berja í rúður og áreita fólk. Maðurinn var handtekinn þegar hann neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu og hafa sig á brott.
Þrír voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna en allir reyndust einnig án gildra ökuréttinda. Þá reyndi einn að villa á sér heimildir og annar reyndist á stolinni bifreið.
Einn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala eftir fall á rafmagnshlaupahjóli.