Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2023 07:48 Ferðamenn í Róm. AP/Gregorio Borgia Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir fyrstu daga júlí hafa verið þá heitustu í sögunni en Geimvísindastofnun Evrópu gaf það út á dögunum að júní hefði jafnframt verið sá heitasti. Þá birtist nýlega grein í Nature Medicine þar sem greint var frá því að í Evrópu hefðu 60 þúsund manns látist vegna hita síðasta sumar. Maður reynir að kæla sig í Aþenu.AP/Yorgos Karahalis Gert er ráð fyrir allt að 47 stiga hita í Sardiníu og 46 eða 45 stigum í Puglia og á Sikiley. Þá gæti hitinn í Róm náð 43 eða 42 stigum á morgun. Sextán borgir eru á viðvörunarstigi vegna hita, sem þýðir að hann gæti mögulega ógnað heilsu fólks. Hitinn gæti náð 20 stigum á næturna og gert fólki erfitt fyrir með svefn. Fjögur þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín á La Palma í kjölfar gróðurelda og viðvaranir hafa verið gefnar út vegna Gran Canaria og Tenerife. Á Grikklandi er Akrópólis enn lokuð yfir daginn til að vernda ferðamenn en spáð er hita yfir 40 stigum næstu sex daga frá og með fimmtudeginum. Börn að leik í gosbrunni í Los Angeles.AP/Richard Vogel Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við veðurviðvaranir. Í Las Vegas er því spáð að hitinn gæti farið yfir 46 stig þrjá daga í röð, sem hefur aðeins gerst einu sinni áður. Þá hefur hitinn verið um og yfir 43 stig í Phoenix í tvær vikur. Hitaviðvaranir eru einnig í gildi í Japan, þar sem hitinn hefur víða farið yfir 40 stig. Loftslagsmál Ítalía Grikkland Spánn Marokkó Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir fyrstu daga júlí hafa verið þá heitustu í sögunni en Geimvísindastofnun Evrópu gaf það út á dögunum að júní hefði jafnframt verið sá heitasti. Þá birtist nýlega grein í Nature Medicine þar sem greint var frá því að í Evrópu hefðu 60 þúsund manns látist vegna hita síðasta sumar. Maður reynir að kæla sig í Aþenu.AP/Yorgos Karahalis Gert er ráð fyrir allt að 47 stiga hita í Sardiníu og 46 eða 45 stigum í Puglia og á Sikiley. Þá gæti hitinn í Róm náð 43 eða 42 stigum á morgun. Sextán borgir eru á viðvörunarstigi vegna hita, sem þýðir að hann gæti mögulega ógnað heilsu fólks. Hitinn gæti náð 20 stigum á næturna og gert fólki erfitt fyrir með svefn. Fjögur þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín á La Palma í kjölfar gróðurelda og viðvaranir hafa verið gefnar út vegna Gran Canaria og Tenerife. Á Grikklandi er Akrópólis enn lokuð yfir daginn til að vernda ferðamenn en spáð er hita yfir 40 stigum næstu sex daga frá og með fimmtudeginum. Börn að leik í gosbrunni í Los Angeles.AP/Richard Vogel Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við veðurviðvaranir. Í Las Vegas er því spáð að hitinn gæti farið yfir 46 stig þrjá daga í röð, sem hefur aðeins gerst einu sinni áður. Þá hefur hitinn verið um og yfir 43 stig í Phoenix í tvær vikur. Hitaviðvaranir eru einnig í gildi í Japan, þar sem hitinn hefur víða farið yfir 40 stig.
Loftslagsmál Ítalía Grikkland Spánn Marokkó Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira