Gos, gaslýsingar og geðveiki! Arna Magnea Danks skrifar 15. júlí 2023 08:00 Það hefur varla farið framhjá neinum að enn eitt eldgosið er hafið á Reykjanesi og það má vissulega segja að við erum öll orðin vel sjóuð í eldgosafræðum, þar sem hin þrjú stig gossins eru rætt í þaula. Fyrsta stig, kvikusöfnun, oft nefnt kvikuinnskot sem veldur þrýstingi sem veldur stigi tvö sem eru jarðskjálftar og að lokum þriðja stig sem er gosið sjálft. Sama má heimfæra um það sem er að gerast um allan vestrænan heim, þar sem við búum við eldgos fordóma, viljandi fáfræði og haturs í garð trans fólks, sérstaklega í garð trans kvenna. Og alveg eins og eldgos eiga sér aðdraganda þá á þessi haturs gos sem geisa um allan vestrænan heim sér aðdraganda. Í töluverðan tíma voru kvikuinnskot haturs, skipulagðra fordóma og viljandi fáfræði að hlaðast í undirmeðvitund samfélaga sem um töluverða tíma höfðu talið sig vera að færast hægt en stöðugt í átt að meiri skilningi, samþykki fjölbreytileikans og kærleika. Til voru þau sem sáu merkin og vöruðu við hatrinu en voru mætt með álíka skilningi og þeirra vesælu sála sem vöruðu við eldgosi Vesúvíus sem olli tortímingu Pompeii. Svo komu jarðskjalftarnir, öfgahópar trúarhópa og brotinna sála sem vildu allt til þess vinna að gera trans fólk, sérstaklega trans konur að einhverskonar ógn gegn öðrum minnihlutahópum sérstaklega ógn gegn öðrum konum. Allskonar hópar voru stofnaðir, nánast í þeim eina tilgangi að breiða út hræðsluáróður gegn trans konum. Að þær myndu taka yfir kvennaíþróttirnar, sem er marg búið að afsanna, að aukin réttindi trans kvenna myndi þýða skerðingu á rétti siskynja kvenna, sem er líka rangt þar sem réttindi allra kvenna haldast í hendur. Og svo mýtan um að fullorðið trans fólk væri að gera börn trans með fræðslu, sem er auðvitað fáránlegt. Enn voru samt raddir innan hinsegin samfélagsins sem sögðu að besta leiðin væri bara að hunsa þessar raddir, gefa þeim ekki athygli og þannig myndu þau deyja út. En það var rangt, því þessir andstæðu hópar, trans fólks og þeirra sem finna trans fólki allt til foráttu, eru í grunninn, báðir fámennir og stærsti hópurinn er fólkið, þarna mitt á milli, sem veit vart í hvorn fótinn það á að stiga og þegar þau heyra bara rök fáfræði, fordóma og haturs, fer það að hljóma eins og sannleikur og þessir öfgahópar hatursins stækka hratt og verða að afli sem ekki er hægt að hunsa og mörg óttast að það sé jafnvel orðið of seint að snúa þessari þróun haturs við þar sem ekki var brugðist nægilega hratt og afgerandi við þessari ógn. Þannig varð þessi kvika haturs að eldgosi sem birtist á marga vegu, meðal annars í yfir 400 lagafrumvörpum í BNA sem skerða réttindi trans fólks, sérstaklega ungra trans kvenna og uppgangs hægri poppulista stjórnmálaafla út um alla Evrópu sem byrja að nota hatrið gegn trans fólki til að ná sér í atkvæði, eins og Íhaldsflokkurinn í Bretlandi, Vox Íhaldsflokkurinn á Spáni og tveir flokkar hér á Íslandi sem hafa daðrað við álíka hugmyndafræði. Þetta stöðuga áreiti ýtir svo undir enn frekari jaðarsetningu trans fólks og það verður fyrir auknu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi sem leiðir til morða og sjálfsvíga. Nú þegar er þetta gos haturs farið að kosta líf hundruðum trans fólks og samkvæmt rannsóknum 93% líf trans kvenna, sérstaklega litaðra trans kvenna á ári hverju. Engum innan hinsegin samfélagsins dylst þetta hatur lengur og við notum okkar sterkustu vopn í baráttunni gegn hatrinu, fræðslu, sýnileika og kærleik. EN þá hefst gaslýsingin, þar sem okkur er sagt í tíma og ótíma að það sé ekkert hatur, við erum bara að ímynda okkur hatrið, það sé bara verið að vara við að ráðast í hugsanlega varhugaverðar aðgerðir og lyfjagjöf handa börnum sem eru engan vegin tilbúin að taka slíkar ákvarðanir sjálf. Við sem höldum því fram að það sé hatur, séum bara ímyndunarveik og ósanngjörn gagnvart fólki sem er nú bara að huga að velferð barna. Þau séu góða fólkið í þessu öllu saman á meðan við erum að neyða börn og ungmenni til að verða hinsegin, kynsegin og trans... Þetta er auðvitað ekkert annað en tilraun til þess að sannfæra almenning, miðjuna, fólkið sem hvorki hefur legið yfir rannsóknum þegar kemur að heilbrigðisþjónustu fyrir trans fólk, eða veit yfir höfuð almennilega hvað trans er. Það hefur eingöngu séð trans fólk í gegnum kvikmyndir og sjónvarp og í lang flestum tilfellum þá eru það neikvæðar staðalmyndir af hættulegum einstaklingum sem ber að loka inni. Sbr Psycho, Silence of the Lambs og Ace Ventura. Eða brotnar sálir sem ber að vorkenna, sbr The Crying Game og The Danish Girl. Vissulega á margt trans fólk við andlegt veikindi að stríða, við erum geðveik! En sú geðveiki er oftast nær í formi flókinnar áfallastreitu, svipaðar og má finna hjá fólki sem hefur upplifað stríðshörmungar, og í sjálfu sér ekkert skrítið, því við vorum mörg alin upp án skilnings, án stuðnings, án jákvæðs sýnileika fólks eins og við erum. Þar sem allt samfélagið var gegnum sýrt af gagnkynhneigðarhyggju, þar sem allar sögur voru af gagnkynhneigðum siskynja hetjum, sem oftast nær voru einnig hvítir og ófatlaðir, sem björguðu gagnkynhneigðum siskynja konum, sem einnig voru lang oftast hvítar og ófatlaðar. Og þessar birtingarmyndir voru alls staðar, í kennsluefninu, í sjónvarpinu, í kvikmyndum, í auglýsingum, á plakkötum, í lögum og textum poppstjarna og í væntingum og uppeldi. Það að vera hinsegin, var oftast frávik sem var mætt með þvingunum, bælingar meðferðum, líkamlegu og andlegu ofbeldi þeirra sem næst stóðu... Þrátt fyrir alla þessa innrætingu og tilraun til inngildingar, þá urðu hinsegin börn að hinsegin fullorðnum einstaklingum, vissulega með andleg mein á borð við flókna áfallastreitu, en þar sem vísindasamfélagið hefur loks komist að, er að við sem erum hinsegin, fæddumst þannig og því skiptir engu máli hvað er gert, við verðum alltaf hinsegin. Krafan okkar sem hinsegin fólk í dag, er að samfélagið mæti hinsegin krökkum með skilningi og kærleik, þannig að í stað þess að verða andlega sködduð á fullorðinsárunum, þá fái þau að blómstra og ná að verða besta og heilasta útgáfan af sjálfu sér út lífið. Það verður enginn, sem er á annað borð gagnkynhneigður og siskynja, að hinsegin einstaklingi, hvort sem um er að ræða kynhneigð á borð við samkynhneigð og tvíkynhneigð eða kynvitund á borð við kynsegin og trans, með fræðslunni einni. Hugsið bara, þið sem eruð á miðjunni, hugsið? Ef ofbeldi á ofbeldi á ofbeldi ofan, með biblíuna í annarri og bareflið í hinni, gat ekki gert pan kynhneigðu trans konuna sem er að skrifa þennan pistil, sískynja og gagnkynhneigða, hvernig í ósköpunum á það að segja krökkum frá hinseginleikanum í klukkutíma fræðslu á eins til þriggja ára fresti að gera þau hinsegin?! Eða að mála nokkrar götur í regnbogalitunum?! Þá er það raunverulega geðveikin í þessu öllu saman. Það að núna á mjög skömmum tíma eftir að hatrið byrjaði fyrir alvöru að gjósa um allan vestræna heim, erum við að sjá öfgahægri poppulista flokka boða, ekki bara afturför til myrkra tíma fasismans, heldur einnig aftur til þess tíma þar sem öll sem ekki eru hvítir, gagnkynhneigðir, siskynja, ófatlaðir karlmenn, eru í hættu að missa áunnin réttindi. Við sáum þetta í Bandaríkjunum þegar réttindi kvenna yfir eigin líkama voru fótum troðin og hvert frumvarpið á fætur öðru skerða þau réttindi enn frekar. Og þessi öfl leyna ekki áætlunum sínum eða hatri. Vox stjórnmálaflokkurinn á Spáni er nú þegar, fyrir kosningar þar í landi, búinn að gefa það út að öll réttindi hinsegin fólks verði afnumin og réttur kvenna til þungunarrofs. Að hatursfull öfl séu orðin það eðlileg og sjálfsögð og þeirra orðræða eigi greiðan aðgang að fjölmiðlum í okkar samtíma og samfélögum, það er ekki bara hræðilegt, það er geðveiki! Við sjáum þetta, því miður, einnig í sundrungu hinsegin samfélagsins þar sem þeir hópar sem mest er á ráðist hafa minnstu raddirnar og hópar homma og lesbía beina öllum sínum kröftum að vinna gegn réttindum trans og kynsegin fólks, aðalega trans kvenna. Eflaust er þeim þó vorkunn, því þessir einstaklingar eru lang flest að fást við erfitt og sársaukafullt tráma eftir að hafa lifað af HIV faraldurinn og það tjón sem hann olli, ekki bara í mannslífum talið, heldur einnig í andlegu tjóni þeirra sem lifðu af og hafa aldrei fengið þá afsökunarbeiðni sem þau eiga skilið frá þeim samfélögum sem útskúfuðu þeim, hæddu og smánuðu. Ég get kannski ekki að fullu fyrirgefið þeim hatrið sem þau nú sýna trans fólki, en ég get og reyni að sýna þeim skilning og samúð vegna þess tráma sem þau bera. Ég sjálf lifði þennan tíma, sem hrætt hinsegið barn og unglingur, sem lokaði mig af og flúði djúpt inn í sjálfa mig, brynjuð felubúning sem ég var sífellt að pússa og passa upp á. Tilviljanir eða fyrir þau sem trúa ekki á tilviljanir... hver veit? Eitthvað hjálpaði mér að lifa af, þrátt fyrir sjálfskaðandi hegðun og sjálfsvígstilraunir. En mörg okkar lifðu ekki af og það er einföld og marg skjalfest staðreynd. Þeirra vegna og vegna allra hinsegin barna framtíðarinnar, þá skrifa ég og held áfram að skrifa, mæta í viðtöl, fræðslu og vera sýnileg á allan þann hátt sem ég get og hef hæfileika til, þrátt fyrir allskonar hótanir um að það verði þaggað niðri í mér. Því ég sjálf hafði engar slíkar fyrirmyndir og ég hafði engan og ekkert sem gat sagt mér af hverju mér leið eins og mér leið. Af hverju líkaminn sem ég bjó í var í raun algjörlega ekki minn og á skjön við mína sjálfsmeðvitund. Ég fékk að heyra að ég væri frík (og heyri það enn), öðruvísi, skrítin og fleira og verra sem er ekki í frásögu færandi. En þessi grein er ekki um mig, hún er um ykkur. Ykkur öll sem vitið ekki hvað snýr upp eða niður í þessu öskufalli haturs, fordóma og fáfræði. Hverju þið eigið að trúa og af hverju. Staðreyndirnar eru til, þær eru þarna úti í viðurkenndum ritrýndum fræðigreinum. Þær eru þarna úti í yfirlýsingum alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO), UN Women, UN Nations, heilbrigðisyfirvalda flest allra vestrænna ríkja og ríkja víða annars staðar út um allan heim. En mest af öllu, þá eru staðreyndirnar að finna í þeim lifaða sannleika sem býr í hverju hinsegin, kynsegin og trans barni, ungmenni og fullorðnum einstaklingum. Við vitum alveg að við fæddumst svona, við höfum alltaf verið svona og við höfum ekkert og höfum aldrei haft neitt val þar um. Núna, eins og alltaf áður, þá eru það ekki andstæðar fylkingar sem munu ráða framhaldinu og hvort við fetum veginn í átt að skilningi og kærleik, eða fáfræði og hatri, heldur þið. Ykkar er valið! Af ást og virðingu, alltaf. Höfundur er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari, meistaranemi í Kynjafræði og trans kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Það hefur varla farið framhjá neinum að enn eitt eldgosið er hafið á Reykjanesi og það má vissulega segja að við erum öll orðin vel sjóuð í eldgosafræðum, þar sem hin þrjú stig gossins eru rætt í þaula. Fyrsta stig, kvikusöfnun, oft nefnt kvikuinnskot sem veldur þrýstingi sem veldur stigi tvö sem eru jarðskjálftar og að lokum þriðja stig sem er gosið sjálft. Sama má heimfæra um það sem er að gerast um allan vestrænan heim, þar sem við búum við eldgos fordóma, viljandi fáfræði og haturs í garð trans fólks, sérstaklega í garð trans kvenna. Og alveg eins og eldgos eiga sér aðdraganda þá á þessi haturs gos sem geisa um allan vestrænan heim sér aðdraganda. Í töluverðan tíma voru kvikuinnskot haturs, skipulagðra fordóma og viljandi fáfræði að hlaðast í undirmeðvitund samfélaga sem um töluverða tíma höfðu talið sig vera að færast hægt en stöðugt í átt að meiri skilningi, samþykki fjölbreytileikans og kærleika. Til voru þau sem sáu merkin og vöruðu við hatrinu en voru mætt með álíka skilningi og þeirra vesælu sála sem vöruðu við eldgosi Vesúvíus sem olli tortímingu Pompeii. Svo komu jarðskjalftarnir, öfgahópar trúarhópa og brotinna sála sem vildu allt til þess vinna að gera trans fólk, sérstaklega trans konur að einhverskonar ógn gegn öðrum minnihlutahópum sérstaklega ógn gegn öðrum konum. Allskonar hópar voru stofnaðir, nánast í þeim eina tilgangi að breiða út hræðsluáróður gegn trans konum. Að þær myndu taka yfir kvennaíþróttirnar, sem er marg búið að afsanna, að aukin réttindi trans kvenna myndi þýða skerðingu á rétti siskynja kvenna, sem er líka rangt þar sem réttindi allra kvenna haldast í hendur. Og svo mýtan um að fullorðið trans fólk væri að gera börn trans með fræðslu, sem er auðvitað fáránlegt. Enn voru samt raddir innan hinsegin samfélagsins sem sögðu að besta leiðin væri bara að hunsa þessar raddir, gefa þeim ekki athygli og þannig myndu þau deyja út. En það var rangt, því þessir andstæðu hópar, trans fólks og þeirra sem finna trans fólki allt til foráttu, eru í grunninn, báðir fámennir og stærsti hópurinn er fólkið, þarna mitt á milli, sem veit vart í hvorn fótinn það á að stiga og þegar þau heyra bara rök fáfræði, fordóma og haturs, fer það að hljóma eins og sannleikur og þessir öfgahópar hatursins stækka hratt og verða að afli sem ekki er hægt að hunsa og mörg óttast að það sé jafnvel orðið of seint að snúa þessari þróun haturs við þar sem ekki var brugðist nægilega hratt og afgerandi við þessari ógn. Þannig varð þessi kvika haturs að eldgosi sem birtist á marga vegu, meðal annars í yfir 400 lagafrumvörpum í BNA sem skerða réttindi trans fólks, sérstaklega ungra trans kvenna og uppgangs hægri poppulista stjórnmálaafla út um alla Evrópu sem byrja að nota hatrið gegn trans fólki til að ná sér í atkvæði, eins og Íhaldsflokkurinn í Bretlandi, Vox Íhaldsflokkurinn á Spáni og tveir flokkar hér á Íslandi sem hafa daðrað við álíka hugmyndafræði. Þetta stöðuga áreiti ýtir svo undir enn frekari jaðarsetningu trans fólks og það verður fyrir auknu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi sem leiðir til morða og sjálfsvíga. Nú þegar er þetta gos haturs farið að kosta líf hundruðum trans fólks og samkvæmt rannsóknum 93% líf trans kvenna, sérstaklega litaðra trans kvenna á ári hverju. Engum innan hinsegin samfélagsins dylst þetta hatur lengur og við notum okkar sterkustu vopn í baráttunni gegn hatrinu, fræðslu, sýnileika og kærleik. EN þá hefst gaslýsingin, þar sem okkur er sagt í tíma og ótíma að það sé ekkert hatur, við erum bara að ímynda okkur hatrið, það sé bara verið að vara við að ráðast í hugsanlega varhugaverðar aðgerðir og lyfjagjöf handa börnum sem eru engan vegin tilbúin að taka slíkar ákvarðanir sjálf. Við sem höldum því fram að það sé hatur, séum bara ímyndunarveik og ósanngjörn gagnvart fólki sem er nú bara að huga að velferð barna. Þau séu góða fólkið í þessu öllu saman á meðan við erum að neyða börn og ungmenni til að verða hinsegin, kynsegin og trans... Þetta er auðvitað ekkert annað en tilraun til þess að sannfæra almenning, miðjuna, fólkið sem hvorki hefur legið yfir rannsóknum þegar kemur að heilbrigðisþjónustu fyrir trans fólk, eða veit yfir höfuð almennilega hvað trans er. Það hefur eingöngu séð trans fólk í gegnum kvikmyndir og sjónvarp og í lang flestum tilfellum þá eru það neikvæðar staðalmyndir af hættulegum einstaklingum sem ber að loka inni. Sbr Psycho, Silence of the Lambs og Ace Ventura. Eða brotnar sálir sem ber að vorkenna, sbr The Crying Game og The Danish Girl. Vissulega á margt trans fólk við andlegt veikindi að stríða, við erum geðveik! En sú geðveiki er oftast nær í formi flókinnar áfallastreitu, svipaðar og má finna hjá fólki sem hefur upplifað stríðshörmungar, og í sjálfu sér ekkert skrítið, því við vorum mörg alin upp án skilnings, án stuðnings, án jákvæðs sýnileika fólks eins og við erum. Þar sem allt samfélagið var gegnum sýrt af gagnkynhneigðarhyggju, þar sem allar sögur voru af gagnkynhneigðum siskynja hetjum, sem oftast nær voru einnig hvítir og ófatlaðir, sem björguðu gagnkynhneigðum siskynja konum, sem einnig voru lang oftast hvítar og ófatlaðar. Og þessar birtingarmyndir voru alls staðar, í kennsluefninu, í sjónvarpinu, í kvikmyndum, í auglýsingum, á plakkötum, í lögum og textum poppstjarna og í væntingum og uppeldi. Það að vera hinsegin, var oftast frávik sem var mætt með þvingunum, bælingar meðferðum, líkamlegu og andlegu ofbeldi þeirra sem næst stóðu... Þrátt fyrir alla þessa innrætingu og tilraun til inngildingar, þá urðu hinsegin börn að hinsegin fullorðnum einstaklingum, vissulega með andleg mein á borð við flókna áfallastreitu, en þar sem vísindasamfélagið hefur loks komist að, er að við sem erum hinsegin, fæddumst þannig og því skiptir engu máli hvað er gert, við verðum alltaf hinsegin. Krafan okkar sem hinsegin fólk í dag, er að samfélagið mæti hinsegin krökkum með skilningi og kærleik, þannig að í stað þess að verða andlega sködduð á fullorðinsárunum, þá fái þau að blómstra og ná að verða besta og heilasta útgáfan af sjálfu sér út lífið. Það verður enginn, sem er á annað borð gagnkynhneigður og siskynja, að hinsegin einstaklingi, hvort sem um er að ræða kynhneigð á borð við samkynhneigð og tvíkynhneigð eða kynvitund á borð við kynsegin og trans, með fræðslunni einni. Hugsið bara, þið sem eruð á miðjunni, hugsið? Ef ofbeldi á ofbeldi á ofbeldi ofan, með biblíuna í annarri og bareflið í hinni, gat ekki gert pan kynhneigðu trans konuna sem er að skrifa þennan pistil, sískynja og gagnkynhneigða, hvernig í ósköpunum á það að segja krökkum frá hinseginleikanum í klukkutíma fræðslu á eins til þriggja ára fresti að gera þau hinsegin?! Eða að mála nokkrar götur í regnbogalitunum?! Þá er það raunverulega geðveikin í þessu öllu saman. Það að núna á mjög skömmum tíma eftir að hatrið byrjaði fyrir alvöru að gjósa um allan vestræna heim, erum við að sjá öfgahægri poppulista flokka boða, ekki bara afturför til myrkra tíma fasismans, heldur einnig aftur til þess tíma þar sem öll sem ekki eru hvítir, gagnkynhneigðir, siskynja, ófatlaðir karlmenn, eru í hættu að missa áunnin réttindi. Við sáum þetta í Bandaríkjunum þegar réttindi kvenna yfir eigin líkama voru fótum troðin og hvert frumvarpið á fætur öðru skerða þau réttindi enn frekar. Og þessi öfl leyna ekki áætlunum sínum eða hatri. Vox stjórnmálaflokkurinn á Spáni er nú þegar, fyrir kosningar þar í landi, búinn að gefa það út að öll réttindi hinsegin fólks verði afnumin og réttur kvenna til þungunarrofs. Að hatursfull öfl séu orðin það eðlileg og sjálfsögð og þeirra orðræða eigi greiðan aðgang að fjölmiðlum í okkar samtíma og samfélögum, það er ekki bara hræðilegt, það er geðveiki! Við sjáum þetta, því miður, einnig í sundrungu hinsegin samfélagsins þar sem þeir hópar sem mest er á ráðist hafa minnstu raddirnar og hópar homma og lesbía beina öllum sínum kröftum að vinna gegn réttindum trans og kynsegin fólks, aðalega trans kvenna. Eflaust er þeim þó vorkunn, því þessir einstaklingar eru lang flest að fást við erfitt og sársaukafullt tráma eftir að hafa lifað af HIV faraldurinn og það tjón sem hann olli, ekki bara í mannslífum talið, heldur einnig í andlegu tjóni þeirra sem lifðu af og hafa aldrei fengið þá afsökunarbeiðni sem þau eiga skilið frá þeim samfélögum sem útskúfuðu þeim, hæddu og smánuðu. Ég get kannski ekki að fullu fyrirgefið þeim hatrið sem þau nú sýna trans fólki, en ég get og reyni að sýna þeim skilning og samúð vegna þess tráma sem þau bera. Ég sjálf lifði þennan tíma, sem hrætt hinsegið barn og unglingur, sem lokaði mig af og flúði djúpt inn í sjálfa mig, brynjuð felubúning sem ég var sífellt að pússa og passa upp á. Tilviljanir eða fyrir þau sem trúa ekki á tilviljanir... hver veit? Eitthvað hjálpaði mér að lifa af, þrátt fyrir sjálfskaðandi hegðun og sjálfsvígstilraunir. En mörg okkar lifðu ekki af og það er einföld og marg skjalfest staðreynd. Þeirra vegna og vegna allra hinsegin barna framtíðarinnar, þá skrifa ég og held áfram að skrifa, mæta í viðtöl, fræðslu og vera sýnileg á allan þann hátt sem ég get og hef hæfileika til, þrátt fyrir allskonar hótanir um að það verði þaggað niðri í mér. Því ég sjálf hafði engar slíkar fyrirmyndir og ég hafði engan og ekkert sem gat sagt mér af hverju mér leið eins og mér leið. Af hverju líkaminn sem ég bjó í var í raun algjörlega ekki minn og á skjön við mína sjálfsmeðvitund. Ég fékk að heyra að ég væri frík (og heyri það enn), öðruvísi, skrítin og fleira og verra sem er ekki í frásögu færandi. En þessi grein er ekki um mig, hún er um ykkur. Ykkur öll sem vitið ekki hvað snýr upp eða niður í þessu öskufalli haturs, fordóma og fáfræði. Hverju þið eigið að trúa og af hverju. Staðreyndirnar eru til, þær eru þarna úti í viðurkenndum ritrýndum fræðigreinum. Þær eru þarna úti í yfirlýsingum alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO), UN Women, UN Nations, heilbrigðisyfirvalda flest allra vestrænna ríkja og ríkja víða annars staðar út um allan heim. En mest af öllu, þá eru staðreyndirnar að finna í þeim lifaða sannleika sem býr í hverju hinsegin, kynsegin og trans barni, ungmenni og fullorðnum einstaklingum. Við vitum alveg að við fæddumst svona, við höfum alltaf verið svona og við höfum ekkert og höfum aldrei haft neitt val þar um. Núna, eins og alltaf áður, þá eru það ekki andstæðar fylkingar sem munu ráða framhaldinu og hvort við fetum veginn í átt að skilningi og kærleik, eða fáfræði og hatri, heldur þið. Ykkar er valið! Af ást og virðingu, alltaf. Höfundur er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari, meistaranemi í Kynjafræði og trans kona.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun