Vaknaði við sprengingu: Var viss um að eldflaug hefði hæft húsið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2023 15:51 Karl hefur dvalið í Úkraínu síðastliðinn hálfa mánuð ásamt Irynu, konunni sinni. Þau stefna á að dvelja þar í hálfan mánuð í viðbót. Karl Garðarsson Karl Garðarsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og þingmaður, dvelur nú í Kænugarði en fjöldi loftárása hafa verið gerðar á borgina síðustu nætur. Hann segir loftárásir Rússa aukast meðan á stórum viðburðum á vesturlöndum stendur, til að mynda leiðtogafundur NATO og fundur leiðtoga norrænu ríkjanna sem haldinn var í maí Aðfaranótt fimmtudags vöknuðu Karl og Iryna, eiginkona hans, við gríðarlega öfluga sprengingu í Kænugarði. „Ég var alveg viss um að hún væri á annað hvort húsið okkar eða nágrannahús,“ segir Karl um sprenginguna. Raunin reyndist sú að hús í hverfinu hafði orðið fyrir sprengingunni. Að sögn Karls varð mikið tjón. „Það var gríðarlega mikill hávaði í kringum þetta,“ segir Karl. Allmargir særðust og einn lét lífið „Þeir skutu tugum dróna og eldflauga úr ýmsum áttum inn í borgina.“ Karl segir sprengingarnar hafa náð til fjögurra hverfa þá nótt. Fleiri loftárásir þegar leiðtogafundir standa yfir Karl segir loftárásir megi auðveldlega rekja til viðburða í vesturlöndunum. „Þeir hafa þann háttinn á að ef stórir viðburðir eru í gangi, eins og hjá NATO eða í vesturlöndunum, þá auka þeir loftárásir meðan á þeim stendur,“ segir Karl. Hann segir það frekar vera regla en undantekning. Karl segir miklar loftvarnir vera í Kænugarði. Að meirihluti eldflauga og dróna sem skotnir eru yfir borgina séu skotnir niður. Þá brotni þeir upp í loft en þó geti brak þeirra sem síðan fellur til jarðar að auki valdið tjóni og jafnvel mannslífum. Álag á almenning Daglegt líf í Kænugarði gengur nú sinn vanagang flesta daga, að sögn Karls. Þegar loftárásir eru gerðar að degi til fari loftvarnaflautur af stað hálftíma áður en von er á eldflaugum. Þá geti fólk komið sér í skjól í tæka tíð. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í fimm hundruð daga. Karl segir álag stríðsins á almenning vera orðið talsvert. „Fólk er orðið þreytt á þessu. Það er varla til sá maður hérna sem þekkir ekki einhvern sem annað hvort er í stríðinu eða hefur farist í stríðinu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Aðfaranótt fimmtudags vöknuðu Karl og Iryna, eiginkona hans, við gríðarlega öfluga sprengingu í Kænugarði. „Ég var alveg viss um að hún væri á annað hvort húsið okkar eða nágrannahús,“ segir Karl um sprenginguna. Raunin reyndist sú að hús í hverfinu hafði orðið fyrir sprengingunni. Að sögn Karls varð mikið tjón. „Það var gríðarlega mikill hávaði í kringum þetta,“ segir Karl. Allmargir særðust og einn lét lífið „Þeir skutu tugum dróna og eldflauga úr ýmsum áttum inn í borgina.“ Karl segir sprengingarnar hafa náð til fjögurra hverfa þá nótt. Fleiri loftárásir þegar leiðtogafundir standa yfir Karl segir loftárásir megi auðveldlega rekja til viðburða í vesturlöndunum. „Þeir hafa þann háttinn á að ef stórir viðburðir eru í gangi, eins og hjá NATO eða í vesturlöndunum, þá auka þeir loftárásir meðan á þeim stendur,“ segir Karl. Hann segir það frekar vera regla en undantekning. Karl segir miklar loftvarnir vera í Kænugarði. Að meirihluti eldflauga og dróna sem skotnir eru yfir borgina séu skotnir niður. Þá brotni þeir upp í loft en þó geti brak þeirra sem síðan fellur til jarðar að auki valdið tjóni og jafnvel mannslífum. Álag á almenning Daglegt líf í Kænugarði gengur nú sinn vanagang flesta daga, að sögn Karls. Þegar loftárásir eru gerðar að degi til fari loftvarnaflautur af stað hálftíma áður en von er á eldflaugum. Þá geti fólk komið sér í skjól í tæka tíð. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í fimm hundruð daga. Karl segir álag stríðsins á almenning vera orðið talsvert. „Fólk er orðið þreytt á þessu. Það er varla til sá maður hérna sem þekkir ekki einhvern sem annað hvort er í stríðinu eða hefur farist í stríðinu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira