Náttúran reyndist Skúla vel eftir fall Wow air Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2023 15:04 Skúli Mogensen er þakklátur fyrir tíma sinn í Hvammsvík. Vísir/Vilhelm Sjóböðin við Hvammsvík eru eins árs og verður boðið upp á dagskrá um helgina í tilefni af því. Eigandi þeirra Skúli Mogensen segist mæla með útivist og líkamlegri vinnu fyrir alla sem upplifi hverskyns áföll en sjálfur segist hann nánast þekkja hvern stein í Hvammsvíkinni eftir framkvæmdir þar. Skúli var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hann í tilefni af því að sjóböðin í Hvammsvík eru nú eins árs. Heljarinnar dagskrá verður í boði við böðin um helgina, meðal annars sjósunds-og kajakkennsla og þá mætir Mugison og heldur tónleika laugardags-og sunnudagskvöld. Einungis hundrað manns komast í lónið á hverjum tíma og þarf því að panta fyrirfram. Skúli segist þakklátur fyrir árið sem er liðið. Hann segir það hafa verið forréttindi að fá að eyða tíma upp í sveit og kveðst þakklátur fjölskyldu sinni og starfsfólki eftir árið sem sjóböðin hafa verið opin. Þakklátur „Ég er bara rosalega heppinn, hvað þetta varðar. Mér finnst þetta ofsalega gaman. Ég er rosalega þakklátur, við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð og frábærar einkunnir á öllum miðlum, ótrúlega umfjöllun erlendis sem maður átti ekki von á því oft tekur tíma að stimpla sig inn.“ Skúli segir Íslendinga ekki síst hafa verið duglega að heimsækja sjóböðin. Það sé alltaf upplifun að koma þangað. Hann segir mikilvægt hve mikla ástríðu hann hafi haft fyrir verkefninu, hann og fjölskyldan hafi sjálf unnið í verkefninu. „Við erum sjálf búin að vinna í þessu dag og nótt. Ég segi stundum að ég þekki öll grjótin með nafni því ég var þarna sjálfur að bera þau sjálfur með frábærum hópi af fólki sem hjálpaði okkur að láta þetta verða að veruleika. Starfsfólkið núna á allar þakkir skilið.“ Þá var Skúli spurður að því í Bítinu hvort það hafi verið andleg úrvinnsla fyrir hann að fara í svona verkefni, að bera grjót og vera úti í náttúrunni eftir að hafa lent í því að vera skotspónn margra eftir fall Wow Air árið 2019. „Ég myndi mæla með því alla daga, við hverslags áfall, það hefur reynst mér frábærlega, að fara út í náttúruna. Smá líkamleg vinna, alvöru vinna skulum við segja. Ég held að það geri öllum gott. Ég ætla ekki að segja að það sé allra meina bót en þér líður bara vel eftir að hafa verið úti, fá súrefni beint í æð, finna það að þú ert búinn að taka á því aðeins. Auðvitað er hægt að fara í líkamsræktina líka sem ég geri vissulega og vera inn í sal en það er allt allt öðruvísi að vera út í náttúrunni.“ Fjallað var um opnun sjóbaðanna í Hvammsvík í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir ári: Bítið Sundlaugar Kjósarhreppur Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Skúli var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hann í tilefni af því að sjóböðin í Hvammsvík eru nú eins árs. Heljarinnar dagskrá verður í boði við böðin um helgina, meðal annars sjósunds-og kajakkennsla og þá mætir Mugison og heldur tónleika laugardags-og sunnudagskvöld. Einungis hundrað manns komast í lónið á hverjum tíma og þarf því að panta fyrirfram. Skúli segist þakklátur fyrir árið sem er liðið. Hann segir það hafa verið forréttindi að fá að eyða tíma upp í sveit og kveðst þakklátur fjölskyldu sinni og starfsfólki eftir árið sem sjóböðin hafa verið opin. Þakklátur „Ég er bara rosalega heppinn, hvað þetta varðar. Mér finnst þetta ofsalega gaman. Ég er rosalega þakklátur, við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð og frábærar einkunnir á öllum miðlum, ótrúlega umfjöllun erlendis sem maður átti ekki von á því oft tekur tíma að stimpla sig inn.“ Skúli segir Íslendinga ekki síst hafa verið duglega að heimsækja sjóböðin. Það sé alltaf upplifun að koma þangað. Hann segir mikilvægt hve mikla ástríðu hann hafi haft fyrir verkefninu, hann og fjölskyldan hafi sjálf unnið í verkefninu. „Við erum sjálf búin að vinna í þessu dag og nótt. Ég segi stundum að ég þekki öll grjótin með nafni því ég var þarna sjálfur að bera þau sjálfur með frábærum hópi af fólki sem hjálpaði okkur að láta þetta verða að veruleika. Starfsfólkið núna á allar þakkir skilið.“ Þá var Skúli spurður að því í Bítinu hvort það hafi verið andleg úrvinnsla fyrir hann að fara í svona verkefni, að bera grjót og vera úti í náttúrunni eftir að hafa lent í því að vera skotspónn margra eftir fall Wow Air árið 2019. „Ég myndi mæla með því alla daga, við hverslags áfall, það hefur reynst mér frábærlega, að fara út í náttúruna. Smá líkamleg vinna, alvöru vinna skulum við segja. Ég held að það geri öllum gott. Ég ætla ekki að segja að það sé allra meina bót en þér líður bara vel eftir að hafa verið úti, fá súrefni beint í æð, finna það að þú ert búinn að taka á því aðeins. Auðvitað er hægt að fara í líkamsræktina líka sem ég geri vissulega og vera inn í sal en það er allt allt öðruvísi að vera út í náttúrunni.“ Fjallað var um opnun sjóbaðanna í Hvammsvík í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir ári:
Bítið Sundlaugar Kjósarhreppur Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira