Náttúran reyndist Skúla vel eftir fall Wow air Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2023 15:04 Skúli Mogensen er þakklátur fyrir tíma sinn í Hvammsvík. Vísir/Vilhelm Sjóböðin við Hvammsvík eru eins árs og verður boðið upp á dagskrá um helgina í tilefni af því. Eigandi þeirra Skúli Mogensen segist mæla með útivist og líkamlegri vinnu fyrir alla sem upplifi hverskyns áföll en sjálfur segist hann nánast þekkja hvern stein í Hvammsvíkinni eftir framkvæmdir þar. Skúli var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hann í tilefni af því að sjóböðin í Hvammsvík eru nú eins árs. Heljarinnar dagskrá verður í boði við böðin um helgina, meðal annars sjósunds-og kajakkennsla og þá mætir Mugison og heldur tónleika laugardags-og sunnudagskvöld. Einungis hundrað manns komast í lónið á hverjum tíma og þarf því að panta fyrirfram. Skúli segist þakklátur fyrir árið sem er liðið. Hann segir það hafa verið forréttindi að fá að eyða tíma upp í sveit og kveðst þakklátur fjölskyldu sinni og starfsfólki eftir árið sem sjóböðin hafa verið opin. Þakklátur „Ég er bara rosalega heppinn, hvað þetta varðar. Mér finnst þetta ofsalega gaman. Ég er rosalega þakklátur, við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð og frábærar einkunnir á öllum miðlum, ótrúlega umfjöllun erlendis sem maður átti ekki von á því oft tekur tíma að stimpla sig inn.“ Skúli segir Íslendinga ekki síst hafa verið duglega að heimsækja sjóböðin. Það sé alltaf upplifun að koma þangað. Hann segir mikilvægt hve mikla ástríðu hann hafi haft fyrir verkefninu, hann og fjölskyldan hafi sjálf unnið í verkefninu. „Við erum sjálf búin að vinna í þessu dag og nótt. Ég segi stundum að ég þekki öll grjótin með nafni því ég var þarna sjálfur að bera þau sjálfur með frábærum hópi af fólki sem hjálpaði okkur að láta þetta verða að veruleika. Starfsfólkið núna á allar þakkir skilið.“ Þá var Skúli spurður að því í Bítinu hvort það hafi verið andleg úrvinnsla fyrir hann að fara í svona verkefni, að bera grjót og vera úti í náttúrunni eftir að hafa lent í því að vera skotspónn margra eftir fall Wow Air árið 2019. „Ég myndi mæla með því alla daga, við hverslags áfall, það hefur reynst mér frábærlega, að fara út í náttúruna. Smá líkamleg vinna, alvöru vinna skulum við segja. Ég held að það geri öllum gott. Ég ætla ekki að segja að það sé allra meina bót en þér líður bara vel eftir að hafa verið úti, fá súrefni beint í æð, finna það að þú ert búinn að taka á því aðeins. Auðvitað er hægt að fara í líkamsræktina líka sem ég geri vissulega og vera inn í sal en það er allt allt öðruvísi að vera út í náttúrunni.“ Fjallað var um opnun sjóbaðanna í Hvammsvík í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir ári: Bítið Sundlaugar Kjósarhreppur Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Skúli var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hann í tilefni af því að sjóböðin í Hvammsvík eru nú eins árs. Heljarinnar dagskrá verður í boði við böðin um helgina, meðal annars sjósunds-og kajakkennsla og þá mætir Mugison og heldur tónleika laugardags-og sunnudagskvöld. Einungis hundrað manns komast í lónið á hverjum tíma og þarf því að panta fyrirfram. Skúli segist þakklátur fyrir árið sem er liðið. Hann segir það hafa verið forréttindi að fá að eyða tíma upp í sveit og kveðst þakklátur fjölskyldu sinni og starfsfólki eftir árið sem sjóböðin hafa verið opin. Þakklátur „Ég er bara rosalega heppinn, hvað þetta varðar. Mér finnst þetta ofsalega gaman. Ég er rosalega þakklátur, við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð og frábærar einkunnir á öllum miðlum, ótrúlega umfjöllun erlendis sem maður átti ekki von á því oft tekur tíma að stimpla sig inn.“ Skúli segir Íslendinga ekki síst hafa verið duglega að heimsækja sjóböðin. Það sé alltaf upplifun að koma þangað. Hann segir mikilvægt hve mikla ástríðu hann hafi haft fyrir verkefninu, hann og fjölskyldan hafi sjálf unnið í verkefninu. „Við erum sjálf búin að vinna í þessu dag og nótt. Ég segi stundum að ég þekki öll grjótin með nafni því ég var þarna sjálfur að bera þau sjálfur með frábærum hópi af fólki sem hjálpaði okkur að láta þetta verða að veruleika. Starfsfólkið núna á allar þakkir skilið.“ Þá var Skúli spurður að því í Bítinu hvort það hafi verið andleg úrvinnsla fyrir hann að fara í svona verkefni, að bera grjót og vera úti í náttúrunni eftir að hafa lent í því að vera skotspónn margra eftir fall Wow Air árið 2019. „Ég myndi mæla með því alla daga, við hverslags áfall, það hefur reynst mér frábærlega, að fara út í náttúruna. Smá líkamleg vinna, alvöru vinna skulum við segja. Ég held að það geri öllum gott. Ég ætla ekki að segja að það sé allra meina bót en þér líður bara vel eftir að hafa verið úti, fá súrefni beint í æð, finna það að þú ert búinn að taka á því aðeins. Auðvitað er hægt að fara í líkamsræktina líka sem ég geri vissulega og vera inn í sal en það er allt allt öðruvísi að vera út í náttúrunni.“ Fjallað var um opnun sjóbaðanna í Hvammsvík í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir ári:
Bítið Sundlaugar Kjósarhreppur Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira