„Það er enginn að fara að koma þér til bjargar“ Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2023 23:55 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að fólk þurfi að beita almennri skynsemi og búa sig vel undir ferð að eldgosinu. Vísir Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir dæmi um að fólk fari ekki að tilmælum björgunarsveitarfólks og sé „óvenju fífldjarft“ við eldgosið. Sumir hafi gengið inn á nýrunnið hraun og jafnvel upp á gígbarma. Lítið sé hægt að gera ef einstaklingar stígi ofan í glóðheitt hraun með skelfilegum afleiðingum. „Þetta er ekki hefðbundið brunasár. Þú ert ekki að fara að kæla það sem lendir í bráðinni kviku. Hitastigið er um 1.200 gráður og að fara inn á svart hraun sem margir telja að sé þó orðið kalt hraun er ekki það sama. Þó að það sé komin svört skán þá getur verið bara sentímetri eða tveir niður á 1.200 gráðu heita kviku og það vill svo til að það er sami hiti og er í líkbrennsluofnum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hvað gerist ef þú missir fótinn í gegn? „Ég bara sem betur fer hef ekki þá lífsreynslu að geta svarað þeirri spurningu og ég er ekkert viss um að ég vilji öðlast þá lífsreynslu. Ég er bara nokkuð viss um að það vill enginn lenda í því.“ Ekki sé hægt að treysta á það að viðbragðsaðilar komi fólki til bjargar við slíkar aðstæður. „Það er enginn að fara að koma þér til bjargar. Fyrsta regla allrar björgunar er að tryggja eigið öryggi og þeirra sem vinna að björguninni með þér og það er bara ekki hægt í þessu tilviki,“ segir Jón Þór. „Hitauppstreymið frá svona hrauni er gríðarlega mikið og það hefur áhrif á flughæfni þyrlu þannig að ég efast um að hún geti athafnað sig á nokkurn hátt þarna yfir. Þannig að þér eru allar bjargir bannaðar, raunverulega. Það er fífldirfska að fara upp á þessa hraunkanta og út á hraun þó að það sé kominn svartur litur á það.“ Langflestir fylgi tilmælum björgunarsveitarfólks en það séu alltaf einhverjir sem telji sig vita betur. Þurfi að undirbúa sig vel Stríður straumur fólks liggur nú að gosstöðvunum og eru björgunarsveitir með sólarhringsvakt á svæðinu. Gönguleiðin er um tuttugu kílómetra löng fram og til baka og gerir Jón Þór ráð fyrir að ferðalagið taki marga alls um sex til átta klukkustundir báðar leiðir. Gosið sé mikið sjónarspil en fólk þurfi að huga að því að taka með sér gott nesti, mikið vatn þar sem ekkert vatn er á staðnum og viðeigandi föt. „Það kólnar með kvöldinu og þá bítur vindurinn aðeins í og það er þá sem þú ert orðin þreytt eða þreyttur og þá sem óhöppin verða kannski helst.“ Jón Þór segir nokkuð um minniháttar meiðsli á gönguleiðinni. Fólk sé að hrasa, snúa sig og jafnvel fá beinbrot. Þetta sé erfið ganga, að hluta til yfir úfið hraun og gera þurfi ráð fyrir því. Ekki sé mælt með því að taka með sér hunda eða börn á svæðið þar sem þau séu lægri og í meiri snertingu við gasið frá gosinu ef það safnast fyrir í dældum. Bíða eftir fleiri landvörðum Formaður Landsbjargar hefur kallað eftir því að stjórnvöld stígi fastar inn í og hafi meiri aðkomu að gæslu á gossvæðinu í stað þess að reiða sig á björgunarsveitarmenn í sjálfboðaliðastarfi og jafnvel sumarleyfi. Jón Þór segir þetta hafa verið stefnu félagsins. Nú þegar sé kominn einn landvörður, von á öðrum á morgun og þá hafi Umhverfisstofnun auglýst störf fleiri laus til umsóknar. „Vonandi koma þeir bara mjög fljótt inn og losa aðeins þessa pressu.“ Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti. 12. júlí 2023 12:19 Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Opnað var fyrir gossvæðið á Reykjanesi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið í gær en að sögn björgunarsveitarfólks hefur meirihluti fólks heilt yfir verið þokkalega búið fyrir gönguna að eldgosinu. 12. júlí 2023 11:44 Langflestir hlýða en svartir sauðir „gefa puttann“ „Við vorum svona bæði með og á móti,“ segir Guðni Oddgeirsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík um þá ákvörðun að hleypa fólki að gosstöðvunum við Litla-Hrút. 12. júlí 2023 08:34 „Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér“ Búið er að opna inn á gossvæðið við Litla-Hrút. Ljóst er að mikill fjöldi fólks mun leggja leið sína þangað en mikilvægt er að það sé meðvitað um hversu krefjandi gangan er. Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að það sé gömul saga og ný að fólk fari vanbúið af stað. 11. júlí 2023 16:42 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
„Þetta er ekki hefðbundið brunasár. Þú ert ekki að fara að kæla það sem lendir í bráðinni kviku. Hitastigið er um 1.200 gráður og að fara inn á svart hraun sem margir telja að sé þó orðið kalt hraun er ekki það sama. Þó að það sé komin svört skán þá getur verið bara sentímetri eða tveir niður á 1.200 gráðu heita kviku og það vill svo til að það er sami hiti og er í líkbrennsluofnum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hvað gerist ef þú missir fótinn í gegn? „Ég bara sem betur fer hef ekki þá lífsreynslu að geta svarað þeirri spurningu og ég er ekkert viss um að ég vilji öðlast þá lífsreynslu. Ég er bara nokkuð viss um að það vill enginn lenda í því.“ Ekki sé hægt að treysta á það að viðbragðsaðilar komi fólki til bjargar við slíkar aðstæður. „Það er enginn að fara að koma þér til bjargar. Fyrsta regla allrar björgunar er að tryggja eigið öryggi og þeirra sem vinna að björguninni með þér og það er bara ekki hægt í þessu tilviki,“ segir Jón Þór. „Hitauppstreymið frá svona hrauni er gríðarlega mikið og það hefur áhrif á flughæfni þyrlu þannig að ég efast um að hún geti athafnað sig á nokkurn hátt þarna yfir. Þannig að þér eru allar bjargir bannaðar, raunverulega. Það er fífldirfska að fara upp á þessa hraunkanta og út á hraun þó að það sé kominn svartur litur á það.“ Langflestir fylgi tilmælum björgunarsveitarfólks en það séu alltaf einhverjir sem telji sig vita betur. Þurfi að undirbúa sig vel Stríður straumur fólks liggur nú að gosstöðvunum og eru björgunarsveitir með sólarhringsvakt á svæðinu. Gönguleiðin er um tuttugu kílómetra löng fram og til baka og gerir Jón Þór ráð fyrir að ferðalagið taki marga alls um sex til átta klukkustundir báðar leiðir. Gosið sé mikið sjónarspil en fólk þurfi að huga að því að taka með sér gott nesti, mikið vatn þar sem ekkert vatn er á staðnum og viðeigandi föt. „Það kólnar með kvöldinu og þá bítur vindurinn aðeins í og það er þá sem þú ert orðin þreytt eða þreyttur og þá sem óhöppin verða kannski helst.“ Jón Þór segir nokkuð um minniháttar meiðsli á gönguleiðinni. Fólk sé að hrasa, snúa sig og jafnvel fá beinbrot. Þetta sé erfið ganga, að hluta til yfir úfið hraun og gera þurfi ráð fyrir því. Ekki sé mælt með því að taka með sér hunda eða börn á svæðið þar sem þau séu lægri og í meiri snertingu við gasið frá gosinu ef það safnast fyrir í dældum. Bíða eftir fleiri landvörðum Formaður Landsbjargar hefur kallað eftir því að stjórnvöld stígi fastar inn í og hafi meiri aðkomu að gæslu á gossvæðinu í stað þess að reiða sig á björgunarsveitarmenn í sjálfboðaliðastarfi og jafnvel sumarleyfi. Jón Þór segir þetta hafa verið stefnu félagsins. Nú þegar sé kominn einn landvörður, von á öðrum á morgun og þá hafi Umhverfisstofnun auglýst störf fleiri laus til umsóknar. „Vonandi koma þeir bara mjög fljótt inn og losa aðeins þessa pressu.“
Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti. 12. júlí 2023 12:19 Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Opnað var fyrir gossvæðið á Reykjanesi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið í gær en að sögn björgunarsveitarfólks hefur meirihluti fólks heilt yfir verið þokkalega búið fyrir gönguna að eldgosinu. 12. júlí 2023 11:44 Langflestir hlýða en svartir sauðir „gefa puttann“ „Við vorum svona bæði með og á móti,“ segir Guðni Oddgeirsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík um þá ákvörðun að hleypa fólki að gosstöðvunum við Litla-Hrút. 12. júlí 2023 08:34 „Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér“ Búið er að opna inn á gossvæðið við Litla-Hrút. Ljóst er að mikill fjöldi fólks mun leggja leið sína þangað en mikilvægt er að það sé meðvitað um hversu krefjandi gangan er. Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að það sé gömul saga og ný að fólk fari vanbúið af stað. 11. júlí 2023 16:42 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti. 12. júlí 2023 12:19
Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Opnað var fyrir gossvæðið á Reykjanesi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið í gær en að sögn björgunarsveitarfólks hefur meirihluti fólks heilt yfir verið þokkalega búið fyrir gönguna að eldgosinu. 12. júlí 2023 11:44
Langflestir hlýða en svartir sauðir „gefa puttann“ „Við vorum svona bæði með og á móti,“ segir Guðni Oddgeirsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík um þá ákvörðun að hleypa fólki að gosstöðvunum við Litla-Hrút. 12. júlí 2023 08:34
„Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér“ Búið er að opna inn á gossvæðið við Litla-Hrút. Ljóst er að mikill fjöldi fólks mun leggja leið sína þangað en mikilvægt er að það sé meðvitað um hversu krefjandi gangan er. Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að það sé gömul saga og ný að fólk fari vanbúið af stað. 11. júlí 2023 16:42