„Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2025 10:24 Kristrún Frostadóttir er hugsi yfir háum greiðslum ríkislögreglustjóra til sérfræðins í straumlínulögun. Vísir/Bjarni Einarsson Forsætisráðherra segir greiðslur embættis ríkislögreglustjóra til ráðgjafa upp á vel á annað hundrað milljónir króna yfir fimm ára tímabil ekki slá sig vel. Ríkisstjórnin ætli alls ekki að verða varðhundar kerfisins heldur lyfta við öllum steinum þar sem vísbendingar séu um að betur megi fara með fé. Intra ráðgjöf, þar sem Þórunn Óðinsdóttir er eigandi og eini starfsmaður, hefur þegið rúmlega 130 milljónir króna í verktakagreiðslur frá árinu 2020. Þórunn er titluð sérfræðingur í straumlínulögun en fram hefur komið í umfjöllun fjölmiðla að verkefni sem hún hefur sinnt undanfarin fimm ár hafa snúið allt frá flutningum vegna mygluvanda yfir í skreppitúra eftir húsgögnum í Jysk. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fundaði með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra snemma í gærmorgun í aðdraganda starfsmannafundar hjá embætti ríkislögreglustjóra sem boðað var til vegna uppsagna hjá embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru margir innan ráðuneytisins og embættisins hugsi yfir málinu. Þeim blöskri fjárútlátin á sama tíma og boðað sé til uppsagna. Sigríður Björk hefur hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu undanfarna daga vegna málsins. Forsætisráðherra brást við málinu í gær. „Auðvitað slær þetta mig ekki vel,“ sagði Kristrún. „Þetta er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins núna að ná betur utan um málið. Við leggjum auðvitað mikið á okkur að senda þau skilaboð til allrar stjórnsýslunnar að fara vel með fé. Það eru ákveðnar reglur sem snúa að útboðsmálum og það verður að virða þær. Ég treysti dómsmálaráðuneytinu vel að komast til botns í þessu máli.“ Ríkisstjórnin leitaði í upphafi árs til almennings og óskaði eftir tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri. Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda en áætlað er að um tíu þúsund tillögur hafi verið í umsögnunum tæplega fjögur þúsund. Skipaður var starfshópur og niðurstöður hans kynntar á blaðamannafundi. Telurðu hættu á að það séu fleiri svona mál í stjórnkerfinu? „Það er auðvitað erfitt að segja. Þetta kom held ég mörgum að óvörum. Þegar um svona háar upphæðir er að ræða telur maður að það þurfi að vera útboð. Þetta þarf að skoða betur. Við ætlum ekki að vera varðhundar kerfisins. Við ætlum að lyfta öllum steinum og ef það þarf að fara betur með fé einhvers staðar þá munum við auðvitað hvetja til þess.“ Sigríður Björk hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag um viðtalsbeiðni vegna málsins. Rekstur hins opinbera Lögreglan Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Intra ráðgjöf, þar sem Þórunn Óðinsdóttir er eigandi og eini starfsmaður, hefur þegið rúmlega 130 milljónir króna í verktakagreiðslur frá árinu 2020. Þórunn er titluð sérfræðingur í straumlínulögun en fram hefur komið í umfjöllun fjölmiðla að verkefni sem hún hefur sinnt undanfarin fimm ár hafa snúið allt frá flutningum vegna mygluvanda yfir í skreppitúra eftir húsgögnum í Jysk. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fundaði með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra snemma í gærmorgun í aðdraganda starfsmannafundar hjá embætti ríkislögreglustjóra sem boðað var til vegna uppsagna hjá embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru margir innan ráðuneytisins og embættisins hugsi yfir málinu. Þeim blöskri fjárútlátin á sama tíma og boðað sé til uppsagna. Sigríður Björk hefur hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu undanfarna daga vegna málsins. Forsætisráðherra brást við málinu í gær. „Auðvitað slær þetta mig ekki vel,“ sagði Kristrún. „Þetta er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins núna að ná betur utan um málið. Við leggjum auðvitað mikið á okkur að senda þau skilaboð til allrar stjórnsýslunnar að fara vel með fé. Það eru ákveðnar reglur sem snúa að útboðsmálum og það verður að virða þær. Ég treysti dómsmálaráðuneytinu vel að komast til botns í þessu máli.“ Ríkisstjórnin leitaði í upphafi árs til almennings og óskaði eftir tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri. Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda en áætlað er að um tíu þúsund tillögur hafi verið í umsögnunum tæplega fjögur þúsund. Skipaður var starfshópur og niðurstöður hans kynntar á blaðamannafundi. Telurðu hættu á að það séu fleiri svona mál í stjórnkerfinu? „Það er auðvitað erfitt að segja. Þetta kom held ég mörgum að óvörum. Þegar um svona háar upphæðir er að ræða telur maður að það þurfi að vera útboð. Þetta þarf að skoða betur. Við ætlum ekki að vera varðhundar kerfisins. Við ætlum að lyfta öllum steinum og ef það þarf að fara betur með fé einhvers staðar þá munum við auðvitað hvetja til þess.“ Sigríður Björk hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag um viðtalsbeiðni vegna málsins.
Rekstur hins opinbera Lögreglan Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira