Innlent

Flug­hálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og for­maður Pírata

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Miklar umferðartafir hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í dag og færðin gert ökumönnum erfitt fyrir. Það er spáð hlýindum á morgun og gæti hálka hugsanlega aukist.

Við heyrum frá eldri hjónum sem bera borginni ekki góða söguna, þar sem þau hafi verið innlyksa í þrjá daga vegna slælegs snjómoksturs. Við ræðum einnig við fulltrúa borgarinnar um stöðuna, og hvernig framhaldið lítur út.

Íslandsbanki tilkynnti í dag um að bankinn myndi um tíma aðeins veita óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum, í kjölfar Vaxtadómsins svokallaða í Hæstarétti. Við fáum Jón Guðna Ómarsson, bankastjóra, í myndver til okkar og fáum skýringar á þessari ákvörðun.

Svo verðum við í beinni frá aðalfundi Pírata, sem kjósa sér formann í kvöld. Kynnum okkur betur samskiptavanda hjólreiðamanna og ökumanna, en myndband af erjum tveggja slíkra vöktu mikla athygli í gær.

Í sportinu verður svo rætt við ofurhlauparann Karlottu Ósk, sem setur markið hátt og ætlar sér að stráfella hvert Íslandsmetið á fætur öðru.

Svo er það Ísland í dag, þar sem Vala Matt kynnir sér sumarbústað sem minnir helst á listagallerí. Það þarf þó ekki að koma á óvart, þar sem eigandinn er heimsþekktur listamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×