Þrjú ár eru nú síðan Þórdís og Sigurjón Örn tóku ákvörðun um að eignast saman barn þrátt fyrir að vera einungis vinir. Mikið var fjallað um þá ákvörðun og ferlið að koma barninu í heiminn og búa á sama stað. Bæði höfðu dreymt lengi um að verða foreldrar en ekki fundið réttan maka.
Sonurinn sem fékk nafnið Óðinn Örn er nú orðinn stór bróðir því fyrr í mánuðinum bættist lítil systir í fjölskylduna. Þórdís tilkynnir komu stúlkunnar í fallegri færslu sinni á Instagram.
Elsku stelpan okkar mætti í heiminn 4. júlí 🤍
Við áttum drauma fæðingu í Björkinni, umvafin yndislegum ljósmæðrum sem við erum endalaust þakklát fyrir 🤍
Óðinn var mjög spenntur að sjá litlu systur daginn eftir og var hann tilbúinn að gefa henni snuðið sitt sem er honum afar kært og einnig slatta af grjóti sem hann týndi hér og þar á Kársnesinu 😄
Við erum yfir okkur ástfangin af þessari litlu stúlku sem við hlökkum til að kynnast betur
Hamingjuóskum rignir yfir nýbökuðu foreldrana.