Siðleysi að sumri til Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 8. júlí 2023 07:00 Ég sit hér úti í garði það sér mig ekki nokkur. Sólin leikur um mig og jörðin skelfur! Það er loksins komið sumar sem við öll höfuð þráð lengi sérstaklega sunnan heiða. En vegna sorglegra siðlausra mála undanfarna daga er ég ekki að njóta sólarinnar. Hvernig má það vera að hægt sé að selja eign á uppboði fyrir 3 milljónir sem var keypt á 40 milljónir og er nú metin á tæpar 60? Hvernig má það vera að einstaklingur sem virðist ekki hafa skilið hvernig íslenskt regluverk virkar og à greinilega um sárt að binda fær ekki leiðsögn og aðstoð við hæfi. Hvernig má það vera að íslenskur útgerðarmaður suður með sjó sér ekki siðleysið í gjörningnum? Siðlaust en líklega löglegt og það má! Nú 15 árum eftir hrun finnum við kalt vatn renna milli skinns og hörunds þegar Íslandsbankamálið er skoðað. Þeir sem báru ábyrgð hafa að vísu tekið pokann sinn en ekki tómhentir. Hvernig má það vera að stofnun sem þarf að greiða himinháa sekt vegna eigin mistaka getur greitt fólki tugi milljóna fyrir að ganga út og axla enga ábyrgð ? Í dag þarf að greiða fyrir hvert viðvik sem þessi stofnun framkvæmir, jafnvel símtal kostar og rukkað er fyrir yfirlit í heimabanka sem ekki er beðið um. Svo skipta reikningar um nöfn reglulega og ávöxtun innlánsreikninga breytist stöðugt þannig að venjulegu fólki er gert erfitt um vik að reyna að fá sem skásta ávöxtun á sitt sparifé. Í bankahruninu var það almenningur sem tapaði og þurfti að borga brúsann. Þeir sem stýrðu bönkum og þessir sem báru svo mikla ábyrgð að laun þeirra voru margföld á við okkur hin sem vinnum líka ábyrgðarmikil störf jafnvel þar sem mannslíf eru í húfi en ekki peningar. En hver var í raun þeirra ábyrgð og kunnu þeir að axla hana? Nú að lokum þegar jörðin skelfur sem aldrei fyrr og við bíðum eftir eldgosi þá skelfur hið háa Alþingi vegna skýrslu um Lindarhvolsmálið sem er ekki lengur leyndó en fullkomnar siðleysið þetta sumar. Hvernig má það vera að við höfum ekkert lært og spilling og siðleysi fái ennþá að líðast ? Ég reyni að kenna börnum mínum að gera gott og leggja sig fram um að verða góðir þjóðfélagsþegnar. En þegar ég þarf að útskýra ofangreind mál verð ég orðlaus og það gerist sjaldan. Bið þess að okkur gefist gæfa til að kenna komandi kynslóðum að breyta betur og hlúa að okkar minnstu bræðrum þó þeir hafi kannski ekki fæðst hérlendis en kjósa að búa hér. Kennum þeim líka að taka ekki fé sem aðrir eiga og fremja siðlaus brot að sumri til. Njótið sólar og sumars. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Starfsemi Lindarhvols Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ég sit hér úti í garði það sér mig ekki nokkur. Sólin leikur um mig og jörðin skelfur! Það er loksins komið sumar sem við öll höfuð þráð lengi sérstaklega sunnan heiða. En vegna sorglegra siðlausra mála undanfarna daga er ég ekki að njóta sólarinnar. Hvernig má það vera að hægt sé að selja eign á uppboði fyrir 3 milljónir sem var keypt á 40 milljónir og er nú metin á tæpar 60? Hvernig má það vera að einstaklingur sem virðist ekki hafa skilið hvernig íslenskt regluverk virkar og à greinilega um sárt að binda fær ekki leiðsögn og aðstoð við hæfi. Hvernig má það vera að íslenskur útgerðarmaður suður með sjó sér ekki siðleysið í gjörningnum? Siðlaust en líklega löglegt og það má! Nú 15 árum eftir hrun finnum við kalt vatn renna milli skinns og hörunds þegar Íslandsbankamálið er skoðað. Þeir sem báru ábyrgð hafa að vísu tekið pokann sinn en ekki tómhentir. Hvernig má það vera að stofnun sem þarf að greiða himinháa sekt vegna eigin mistaka getur greitt fólki tugi milljóna fyrir að ganga út og axla enga ábyrgð ? Í dag þarf að greiða fyrir hvert viðvik sem þessi stofnun framkvæmir, jafnvel símtal kostar og rukkað er fyrir yfirlit í heimabanka sem ekki er beðið um. Svo skipta reikningar um nöfn reglulega og ávöxtun innlánsreikninga breytist stöðugt þannig að venjulegu fólki er gert erfitt um vik að reyna að fá sem skásta ávöxtun á sitt sparifé. Í bankahruninu var það almenningur sem tapaði og þurfti að borga brúsann. Þeir sem stýrðu bönkum og þessir sem báru svo mikla ábyrgð að laun þeirra voru margföld á við okkur hin sem vinnum líka ábyrgðarmikil störf jafnvel þar sem mannslíf eru í húfi en ekki peningar. En hver var í raun þeirra ábyrgð og kunnu þeir að axla hana? Nú að lokum þegar jörðin skelfur sem aldrei fyrr og við bíðum eftir eldgosi þá skelfur hið háa Alþingi vegna skýrslu um Lindarhvolsmálið sem er ekki lengur leyndó en fullkomnar siðleysið þetta sumar. Hvernig má það vera að við höfum ekkert lært og spilling og siðleysi fái ennþá að líðast ? Ég reyni að kenna börnum mínum að gera gott og leggja sig fram um að verða góðir þjóðfélagsþegnar. En þegar ég þarf að útskýra ofangreind mál verð ég orðlaus og það gerist sjaldan. Bið þess að okkur gefist gæfa til að kenna komandi kynslóðum að breyta betur og hlúa að okkar minnstu bræðrum þó þeir hafi kannski ekki fæðst hérlendis en kjósa að búa hér. Kennum þeim líka að taka ekki fé sem aðrir eiga og fremja siðlaus brot að sumri til. Njótið sólar og sumars. Höfundur er læknir.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun