Britney slegin í gólfið af öryggisverði Wembanyama Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2023 18:11 Britney ætlaði að biðja Wembanyama um mynd af sér með honum en fékk kjaftshögg í staðinn. Hún hefur tilkynnt atvikið sem líkamsárás til lögreglu. AP Britney Spears var slegin utan undir af öryggisverði með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina þegar hún leitaðist eftir mynd með körfuboltamanninum Victor Wembanyama í Las Vegas í gær. Tmz greindi fyrst frá fréttinni. Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í gærkvöldi. Tónlistarkonan ætlaði að fá sér kvöldmat á veitingastaðnum ásamt Sam Asghari, eiginmanni sínum, og tveimur öðrum. Aðdáendur þyrptust að henni þegar hún kom inn í spilavítið. Þegar hópurinn kom inn á veitingastaðinn sá Britney Wembanyama og ákvað, sem aðdáandi körfuboltamannsins franska, að biðja um mynd af sér með honum. Hún hafi þá farið upp að körfuboltamanninum og bankað á öxl hans. Þá hafi öryggisvörður hans samstundis gefið henni bakhandarhögg með þeim afleiðingum að hún féll til jarðar og gleraugun duttu af höfði hennar. Búin að tilkynna atvikið til lögreglu Sjónarvottar segja að Britney hafi náð að stilla sig af í kjölfarið og snúið aftur á borðið sitt. Samkvæmt upplýsingum TMZ er maðurinn Damian Smith, yfirmaður öryggisteymis San Antonio Spurs, liðsins sem tók Wembanyama í nýliðavalinu í síðasta mánuði. Eftir atvikið hafi Smith farið til Britney og beðið hana afsökunar. Hún tók afsökunarbeiðninni en hefur hins vegar tilkynnt atvikið til lögreglu þar sem hún sakar öryggisvörðinn um líkamsárás. Ekki ljóst hvernig rannsókn vindur fram Upplýsingar TMZ um gang málsins hjá lögreglu virðast ekki alveg skotheldar. Í fyrstu sögðu þau að lögreglan hefði farið yfir öryggismyndavélar til að skoða atvikið og þá hafi komið í ljós að Smith hafi ýtt hönd Britneyar í burtu og hönd hennar hafi slegist framan í hana. Síðan kom fram að lögreglan ætlaði ekki að rannsaka málið þar sem þeir hefðu komist að því að Smith hafi ekki ætlað sér að meiða Britney heldur aðeins verið að verja Wembanyama. Nýjustu upplýsingar götumiðilsins herma nú að lögreglan taki atvikinu „jafn alvarlega og hjartaáfalli“ og sé að rannsaka málið sem glæparannsókn. Þá herma heimildarmenn TMZ að Britney hafi fundað með yfirmönnum lögreglunnar í Las Vegas til að ræða málið. Bandaríkin NBA Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni. 27. júní 2023 14:01 Britney selur Calabasas ástarhreiðrið Poppstjarnan Birtney Spears hefur selt heimili sitt í Calabasas í Kaliforníu. Um er að ræða sannkallaða höll sem hún keypti nokkrum dögum eftir að hún gekk í hjónaband með Sam Asghari á síðasta ári. 3. mars 2023 13:30 Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Sjá meira
Tmz greindi fyrst frá fréttinni. Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í gærkvöldi. Tónlistarkonan ætlaði að fá sér kvöldmat á veitingastaðnum ásamt Sam Asghari, eiginmanni sínum, og tveimur öðrum. Aðdáendur þyrptust að henni þegar hún kom inn í spilavítið. Þegar hópurinn kom inn á veitingastaðinn sá Britney Wembanyama og ákvað, sem aðdáandi körfuboltamannsins franska, að biðja um mynd af sér með honum. Hún hafi þá farið upp að körfuboltamanninum og bankað á öxl hans. Þá hafi öryggisvörður hans samstundis gefið henni bakhandarhögg með þeim afleiðingum að hún féll til jarðar og gleraugun duttu af höfði hennar. Búin að tilkynna atvikið til lögreglu Sjónarvottar segja að Britney hafi náð að stilla sig af í kjölfarið og snúið aftur á borðið sitt. Samkvæmt upplýsingum TMZ er maðurinn Damian Smith, yfirmaður öryggisteymis San Antonio Spurs, liðsins sem tók Wembanyama í nýliðavalinu í síðasta mánuði. Eftir atvikið hafi Smith farið til Britney og beðið hana afsökunar. Hún tók afsökunarbeiðninni en hefur hins vegar tilkynnt atvikið til lögreglu þar sem hún sakar öryggisvörðinn um líkamsárás. Ekki ljóst hvernig rannsókn vindur fram Upplýsingar TMZ um gang málsins hjá lögreglu virðast ekki alveg skotheldar. Í fyrstu sögðu þau að lögreglan hefði farið yfir öryggismyndavélar til að skoða atvikið og þá hafi komið í ljós að Smith hafi ýtt hönd Britneyar í burtu og hönd hennar hafi slegist framan í hana. Síðan kom fram að lögreglan ætlaði ekki að rannsaka málið þar sem þeir hefðu komist að því að Smith hafi ekki ætlað sér að meiða Britney heldur aðeins verið að verja Wembanyama. Nýjustu upplýsingar götumiðilsins herma nú að lögreglan taki atvikinu „jafn alvarlega og hjartaáfalli“ og sé að rannsaka málið sem glæparannsókn. Þá herma heimildarmenn TMZ að Britney hafi fundað með yfirmönnum lögreglunnar í Las Vegas til að ræða málið.
Bandaríkin NBA Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni. 27. júní 2023 14:01 Britney selur Calabasas ástarhreiðrið Poppstjarnan Birtney Spears hefur selt heimili sitt í Calabasas í Kaliforníu. Um er að ræða sannkallaða höll sem hún keypti nokkrum dögum eftir að hún gekk í hjónaband með Sam Asghari á síðasta ári. 3. mars 2023 13:30 Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Sjá meira
Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni. 27. júní 2023 14:01
Britney selur Calabasas ástarhreiðrið Poppstjarnan Birtney Spears hefur selt heimili sitt í Calabasas í Kaliforníu. Um er að ræða sannkallaða höll sem hún keypti nokkrum dögum eftir að hún gekk í hjónaband með Sam Asghari á síðasta ári. 3. mars 2023 13:30