Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2023 09:09 Merki Threads á síma við hlið tístandi fuglsins sem er einkennistákn Twitter. AP/Richard Drew Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína. Nokkurs konar kapphlaup á sér nú stað á samfélagmiðlamarkaði þar sem fyrirtæki reyna að nýta sér ófarir Twitter undir stjórn auðkýfingsins Elons Musk. Meta, stærsta samfélagsmiðlafyrirtæki í heimi sem á bæði Facebook og Instagram, kynnti Threads til sögunnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar í vikunni. Threads svipar til Twitter sem byggist á tiltölulega stuttum textafærslum. Hámarksfjöldi stafabila á Threads er 500, umtalsvert meira en 280 stafabilin á Twitter. Þar er einnig hægt að deila hlekkjum, myndum og allt að fimm mínútna löngum myndböndum. Meta hefur sagt írskum persónuverndaryfirvöldum að þau hafi engin áform um að setja Threads á evrópskan markað í bili. Höfðustöðvar Meta í Evrópu eru á Írlandi. Fyrirtækið vísar til óvissu um regluverk fyrir ákvörðun sinni um að láta evrópska markaðinn sitja á hakanum. Samkvæmt upplýsingum um Threads-forritið í forritaverslun Apple getur það safnað upplýsingum um heilsu, fjármál, tengiliði, netvafur, leitarsögu, staðsetningu, kaup og önnur viðkvæm mál. Twitter hefur átt í töluverðum erfiðleikum upp á síðkastið. Nú síðast greip Musk til þess ráðs að takmarka hversu mörg tíst notendur gætu skoðað á einum degi. Þá ætlar Twitter nú að byrja að rukka notendur fyrir þjónustu sem hefur verið endurgjaldslaus um árabil. Twitter Meta Persónuvernd Samfélagsmiðlar Evrópusambandið Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nokkurs konar kapphlaup á sér nú stað á samfélagmiðlamarkaði þar sem fyrirtæki reyna að nýta sér ófarir Twitter undir stjórn auðkýfingsins Elons Musk. Meta, stærsta samfélagsmiðlafyrirtæki í heimi sem á bæði Facebook og Instagram, kynnti Threads til sögunnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar í vikunni. Threads svipar til Twitter sem byggist á tiltölulega stuttum textafærslum. Hámarksfjöldi stafabila á Threads er 500, umtalsvert meira en 280 stafabilin á Twitter. Þar er einnig hægt að deila hlekkjum, myndum og allt að fimm mínútna löngum myndböndum. Meta hefur sagt írskum persónuverndaryfirvöldum að þau hafi engin áform um að setja Threads á evrópskan markað í bili. Höfðustöðvar Meta í Evrópu eru á Írlandi. Fyrirtækið vísar til óvissu um regluverk fyrir ákvörðun sinni um að láta evrópska markaðinn sitja á hakanum. Samkvæmt upplýsingum um Threads-forritið í forritaverslun Apple getur það safnað upplýsingum um heilsu, fjármál, tengiliði, netvafur, leitarsögu, staðsetningu, kaup og önnur viðkvæm mál. Twitter hefur átt í töluverðum erfiðleikum upp á síðkastið. Nú síðast greip Musk til þess ráðs að takmarka hversu mörg tíst notendur gætu skoðað á einum degi. Þá ætlar Twitter nú að byrja að rukka notendur fyrir þjónustu sem hefur verið endurgjaldslaus um árabil.
Twitter Meta Persónuvernd Samfélagsmiðlar Evrópusambandið Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent