Dótturfélag Pipar/TBWA tekur yfir sögufræga skandinavíska hönnunarstofu Eiður Þór Árnason skrifar 4. júlí 2023 18:02 Valgeir Magnússon framkvæmdastjóri TBWA\Norway og stjórnarformaður Pipar\TBWA, Silje M. Storhaug framkvæmdastjóri SDG og Nicolay Jernberg aðstoðarframkvæmdastjóri TBWA\Norway. Pipar TBWA\Norway, dótturfélag íslensku auglýsingastofunnar Pipar\TBWA, hefur keypt rekstur hönnunarstofunnar Scandinavian Design Group (SDG). SDG hefur verið starfrækt frá árinu 1987 og er að sögn Pipar/TBWA meðal þekktustu hönnunarstofa á Norðurlöndunum. Frá þessu er greint í tilkynningu en með sameiningu fyrirtækjanna tveggja og The Engine Nordic sem er fyrir í eigu Pipar/TBWA stendur til að ná fram samlegðaráhrifum og efla þjónustuframboðið fyrir viðskiptavini á Norðurlöndunum. Við þessa breytingu verða starfsmenn í Noregi þrjátíu talsins og yfir þrjú hundruð í samtals fimm Norðurlöndum. „Þessi breyting eykur verulega á möguleika okkar til að vaxa í Noregi og á Norðurlandamarkaði. Við þetta nást miklir viðbótamöguleikar í vörumerkjauppbyggingu fyrir viðskiptavini okkar í Noregi ásamt því að viðskiptavinir okkar á Íslandi geta nú haft beinan aðgang að teymi sem hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna á sviði vörumerkjauppbyggingar og hönnunar,“ er haft eftir Guðmundi H. Pálssyni, framkvæmdastjóra Pipar\TBWA í tilkynningu. Vilja byggja á arfleifð SDG Valgeir Magnusson, framkvæmdastjóri TBWA\Norway, segir að verið sé að tengja tvo sterka heima með mikla sögu. „Við trúum á hina stórkostlegu hönnunar- og stefnumótunarþekkingu hjá SDG, ásamt auglýsinga- og samskiptaþekkingu TBWA. Svo þessu til viðbótar kemur stafræna þekkingin sem við höfum í The Engine Nordic og hvernig við getum náð snertingu við viðskiptavini með nýstárlegum hætti. Við viljum byggja á arfleifð SDG á Norðurlöndum og nýta okkur arfleifð TBWA um allan heim til að auka breiddina í þjónustuframboði okkar. Að vinna undir svona þekktu og sögufrægu vörumerki í Noregi og víðar á Norðurlöndum munum við spara okkur mikinn tíma við að byggja upp okkar markað.“ „Við erum mjög ánægð og spennt fyrir því að SDG sameinist við TBWA í Noregi. Við sjáum möguleika á að ná meiri árangri fyrir okkar fyrirtæki og breikka okkar þjónustu verulega.” segir Silje M. Storhaug framkvæmdastjóri SDG. Meiri þörf fyrir góða hönnun Í dag starfa fyrirtækin meðal annars fyrir vörumerkin HEAD, RevOcean, Vipps, Innovasjon Norge, Sparebank1, Nestlé, Zaptec, Schibsted, Aneo, Norwegian Property, Norges Bank, Norsk Helsenett, Amerikalinjen, Entur, Provocativo, Domino‘s, The Viking Planet, elsta gosframeliðandi Noregs; Oscar Sylte og bjórframleiðendurna Grans and Aass. Nick Bilmes, leiðtogi stefnumótunar hjá SDG, segir um að ræða sameiningu tveggja sterkra hefða og arfleifðar. „Drifkrafturinn sem kemur frá alþjóðlegu neti TBWA og stafrænu þekkingu The Engine Nordic gerir það að verkum að það verður mjög spennandi fyrir okkur að byggja ofan á arfleifðina frá SDG inn í framtíðina, þar sem sífellt er meiri þörf fyrir góða hönnun,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Auglýsinga- og markaðsmál Kaup og sala fyrirtækja Noregur Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu en með sameiningu fyrirtækjanna tveggja og The Engine Nordic sem er fyrir í eigu Pipar/TBWA stendur til að ná fram samlegðaráhrifum og efla þjónustuframboðið fyrir viðskiptavini á Norðurlöndunum. Við þessa breytingu verða starfsmenn í Noregi þrjátíu talsins og yfir þrjú hundruð í samtals fimm Norðurlöndum. „Þessi breyting eykur verulega á möguleika okkar til að vaxa í Noregi og á Norðurlandamarkaði. Við þetta nást miklir viðbótamöguleikar í vörumerkjauppbyggingu fyrir viðskiptavini okkar í Noregi ásamt því að viðskiptavinir okkar á Íslandi geta nú haft beinan aðgang að teymi sem hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna á sviði vörumerkjauppbyggingar og hönnunar,“ er haft eftir Guðmundi H. Pálssyni, framkvæmdastjóra Pipar\TBWA í tilkynningu. Vilja byggja á arfleifð SDG Valgeir Magnusson, framkvæmdastjóri TBWA\Norway, segir að verið sé að tengja tvo sterka heima með mikla sögu. „Við trúum á hina stórkostlegu hönnunar- og stefnumótunarþekkingu hjá SDG, ásamt auglýsinga- og samskiptaþekkingu TBWA. Svo þessu til viðbótar kemur stafræna þekkingin sem við höfum í The Engine Nordic og hvernig við getum náð snertingu við viðskiptavini með nýstárlegum hætti. Við viljum byggja á arfleifð SDG á Norðurlöndum og nýta okkur arfleifð TBWA um allan heim til að auka breiddina í þjónustuframboði okkar. Að vinna undir svona þekktu og sögufrægu vörumerki í Noregi og víðar á Norðurlöndum munum við spara okkur mikinn tíma við að byggja upp okkar markað.“ „Við erum mjög ánægð og spennt fyrir því að SDG sameinist við TBWA í Noregi. Við sjáum möguleika á að ná meiri árangri fyrir okkar fyrirtæki og breikka okkar þjónustu verulega.” segir Silje M. Storhaug framkvæmdastjóri SDG. Meiri þörf fyrir góða hönnun Í dag starfa fyrirtækin meðal annars fyrir vörumerkin HEAD, RevOcean, Vipps, Innovasjon Norge, Sparebank1, Nestlé, Zaptec, Schibsted, Aneo, Norwegian Property, Norges Bank, Norsk Helsenett, Amerikalinjen, Entur, Provocativo, Domino‘s, The Viking Planet, elsta gosframeliðandi Noregs; Oscar Sylte og bjórframleiðendurna Grans and Aass. Nick Bilmes, leiðtogi stefnumótunar hjá SDG, segir um að ræða sameiningu tveggja sterkra hefða og arfleifðar. „Drifkrafturinn sem kemur frá alþjóðlegu neti TBWA og stafrænu þekkingu The Engine Nordic gerir það að verkum að það verður mjög spennandi fyrir okkur að byggja ofan á arfleifðina frá SDG inn í framtíðina, þar sem sífellt er meiri þörf fyrir góða hönnun,“ er haft eftir honum í tilkynningu.
Auglýsinga- og markaðsmál Kaup og sala fyrirtækja Noregur Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira