Nítján ára bið gæti lokið í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 14:01 KA-menn er eflaust farið að lengja eftir bikarúrslitaleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT KA og Breiðablik mætast í dag í fyrri undanúrslitaleiknum í Mjólkurbikar karla í fótbolta, á Greifavellinum á Akureyri. Mikil fótboltaveisla er nú að fara í hönd á Akureyri, þar sem strákar í 5. flokki spila á N1-mótinu næstu daga og eldri leikmenn, karlar og konur, spila á Pollamóti Þórs. Segja má að veislan hefjist á leik KA og Breiðabliks en leikur liðanna hefst klukkan 17.30 í dag. Hinn undanúrslitaleikurinn er á milli Víkings og KR en það ræðst af árangri Víkinga í Sambandsdeild Evrópu hvenær sá leikur verður spilaður. Blikar ættu að mæta fullir sjálfstrausts í leikinn í dag eftir sigrana stóru í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku, og þeir eru sjö stigum ofar en KA í Bestu deildinni þar sem liðin sitja í 3. og 6. sæti. Eiga samtals einn bikarmeistaratitil Hvorki KA né Breiðablik hafa riðið feitum hesti frá bikarkeppnum liðanna ára en Breiðablik á einn bikarmeistaratitil í sínu safni, frá árinu 2009, og KA-menn engan. Þess má þó geta að Íþróttabandalag Akureyrar varð bikarmeistari árið 1969. Baráttan um Mjólkurbikarinn eftirsótta heldur áfram, undanúrslit á morgun.KA - Breiðablik þriðjudaginn 4. júlí kl.17:30 og mun sigurliðið leika til úrslita á Laugardalsvelli í ágúst. Mætum á völlinn og styðjum okkar lið! pic.twitter.com/c96YzmgklG— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) July 3, 2023 KA hefur ekki komist í bikarúrslitaleikinn síðan árið 2004 og því gæti nítján ára bið lokið í kvöld. Í þeim úrslitaleik tapaði liðið 3-0 fyrir Keflavík og KA tapaði einnig í úrslitaleik árið 2001, eftir vítaspyrnukeppni gegn Fylki, og árið 1992, eftir framlengingu gegn Val. Breiðablik komst síðast í úrslitaleikinn árið 2018 og tapaði þá eftir markalausan leik og vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni. Liðið varð bikarmeistari 2009 eins og fyrr segir, með sigri á Fram í vítaspyrnukeppni, og komst einnig í úrslitaleikinn árið 1971 en tapaði þá 1-0 fyrir Víkingi. Leikur KA og Víkings hefst klukkan 17.30 í dag og er í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla KA Breiðablik Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Mikil fótboltaveisla er nú að fara í hönd á Akureyri, þar sem strákar í 5. flokki spila á N1-mótinu næstu daga og eldri leikmenn, karlar og konur, spila á Pollamóti Þórs. Segja má að veislan hefjist á leik KA og Breiðabliks en leikur liðanna hefst klukkan 17.30 í dag. Hinn undanúrslitaleikurinn er á milli Víkings og KR en það ræðst af árangri Víkinga í Sambandsdeild Evrópu hvenær sá leikur verður spilaður. Blikar ættu að mæta fullir sjálfstrausts í leikinn í dag eftir sigrana stóru í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku, og þeir eru sjö stigum ofar en KA í Bestu deildinni þar sem liðin sitja í 3. og 6. sæti. Eiga samtals einn bikarmeistaratitil Hvorki KA né Breiðablik hafa riðið feitum hesti frá bikarkeppnum liðanna ára en Breiðablik á einn bikarmeistaratitil í sínu safni, frá árinu 2009, og KA-menn engan. Þess má þó geta að Íþróttabandalag Akureyrar varð bikarmeistari árið 1969. Baráttan um Mjólkurbikarinn eftirsótta heldur áfram, undanúrslit á morgun.KA - Breiðablik þriðjudaginn 4. júlí kl.17:30 og mun sigurliðið leika til úrslita á Laugardalsvelli í ágúst. Mætum á völlinn og styðjum okkar lið! pic.twitter.com/c96YzmgklG— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) July 3, 2023 KA hefur ekki komist í bikarúrslitaleikinn síðan árið 2004 og því gæti nítján ára bið lokið í kvöld. Í þeim úrslitaleik tapaði liðið 3-0 fyrir Keflavík og KA tapaði einnig í úrslitaleik árið 2001, eftir vítaspyrnukeppni gegn Fylki, og árið 1992, eftir framlengingu gegn Val. Breiðablik komst síðast í úrslitaleikinn árið 2018 og tapaði þá eftir markalausan leik og vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni. Liðið varð bikarmeistari 2009 eins og fyrr segir, með sigri á Fram í vítaspyrnukeppni, og komst einnig í úrslitaleikinn árið 1971 en tapaði þá 1-0 fyrir Víkingi. Leikur KA og Víkings hefst klukkan 17.30 í dag og er í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla KA Breiðablik Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira