Nítján ára bið gæti lokið í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 14:01 KA-menn er eflaust farið að lengja eftir bikarúrslitaleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT KA og Breiðablik mætast í dag í fyrri undanúrslitaleiknum í Mjólkurbikar karla í fótbolta, á Greifavellinum á Akureyri. Mikil fótboltaveisla er nú að fara í hönd á Akureyri, þar sem strákar í 5. flokki spila á N1-mótinu næstu daga og eldri leikmenn, karlar og konur, spila á Pollamóti Þórs. Segja má að veislan hefjist á leik KA og Breiðabliks en leikur liðanna hefst klukkan 17.30 í dag. Hinn undanúrslitaleikurinn er á milli Víkings og KR en það ræðst af árangri Víkinga í Sambandsdeild Evrópu hvenær sá leikur verður spilaður. Blikar ættu að mæta fullir sjálfstrausts í leikinn í dag eftir sigrana stóru í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku, og þeir eru sjö stigum ofar en KA í Bestu deildinni þar sem liðin sitja í 3. og 6. sæti. Eiga samtals einn bikarmeistaratitil Hvorki KA né Breiðablik hafa riðið feitum hesti frá bikarkeppnum liðanna ára en Breiðablik á einn bikarmeistaratitil í sínu safni, frá árinu 2009, og KA-menn engan. Þess má þó geta að Íþróttabandalag Akureyrar varð bikarmeistari árið 1969. Baráttan um Mjólkurbikarinn eftirsótta heldur áfram, undanúrslit á morgun.KA - Breiðablik þriðjudaginn 4. júlí kl.17:30 og mun sigurliðið leika til úrslita á Laugardalsvelli í ágúst. Mætum á völlinn og styðjum okkar lið! pic.twitter.com/c96YzmgklG— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) July 3, 2023 KA hefur ekki komist í bikarúrslitaleikinn síðan árið 2004 og því gæti nítján ára bið lokið í kvöld. Í þeim úrslitaleik tapaði liðið 3-0 fyrir Keflavík og KA tapaði einnig í úrslitaleik árið 2001, eftir vítaspyrnukeppni gegn Fylki, og árið 1992, eftir framlengingu gegn Val. Breiðablik komst síðast í úrslitaleikinn árið 2018 og tapaði þá eftir markalausan leik og vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni. Liðið varð bikarmeistari 2009 eins og fyrr segir, með sigri á Fram í vítaspyrnukeppni, og komst einnig í úrslitaleikinn árið 1971 en tapaði þá 1-0 fyrir Víkingi. Leikur KA og Víkings hefst klukkan 17.30 í dag og er í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla KA Breiðablik Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
Mikil fótboltaveisla er nú að fara í hönd á Akureyri, þar sem strákar í 5. flokki spila á N1-mótinu næstu daga og eldri leikmenn, karlar og konur, spila á Pollamóti Þórs. Segja má að veislan hefjist á leik KA og Breiðabliks en leikur liðanna hefst klukkan 17.30 í dag. Hinn undanúrslitaleikurinn er á milli Víkings og KR en það ræðst af árangri Víkinga í Sambandsdeild Evrópu hvenær sá leikur verður spilaður. Blikar ættu að mæta fullir sjálfstrausts í leikinn í dag eftir sigrana stóru í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku, og þeir eru sjö stigum ofar en KA í Bestu deildinni þar sem liðin sitja í 3. og 6. sæti. Eiga samtals einn bikarmeistaratitil Hvorki KA né Breiðablik hafa riðið feitum hesti frá bikarkeppnum liðanna ára en Breiðablik á einn bikarmeistaratitil í sínu safni, frá árinu 2009, og KA-menn engan. Þess má þó geta að Íþróttabandalag Akureyrar varð bikarmeistari árið 1969. Baráttan um Mjólkurbikarinn eftirsótta heldur áfram, undanúrslit á morgun.KA - Breiðablik þriðjudaginn 4. júlí kl.17:30 og mun sigurliðið leika til úrslita á Laugardalsvelli í ágúst. Mætum á völlinn og styðjum okkar lið! pic.twitter.com/c96YzmgklG— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) July 3, 2023 KA hefur ekki komist í bikarúrslitaleikinn síðan árið 2004 og því gæti nítján ára bið lokið í kvöld. Í þeim úrslitaleik tapaði liðið 3-0 fyrir Keflavík og KA tapaði einnig í úrslitaleik árið 2001, eftir vítaspyrnukeppni gegn Fylki, og árið 1992, eftir framlengingu gegn Val. Breiðablik komst síðast í úrslitaleikinn árið 2018 og tapaði þá eftir markalausan leik og vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni. Liðið varð bikarmeistari 2009 eins og fyrr segir, með sigri á Fram í vítaspyrnukeppni, og komst einnig í úrslitaleikinn árið 1971 en tapaði þá 1-0 fyrir Víkingi. Leikur KA og Víkings hefst klukkan 17.30 í dag og er í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla KA Breiðablik Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira