Viðskipti innlent

Bein út­sending: Hljóta Ís­lendingar evrópsku ný­sköpunar­verð­launin?

Máni Snær Þorláksson skrifar
Þorsteinn Loftsson, Einar Stefánsson og fleira starfsfólk Oculis ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta.
Þorsteinn Loftsson, Einar Stefánsson og fleira starfsfólk Oculis ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta. Aðsend

Evrópsku nýsköpunarverðlaunin verða veitt í dag og kemur það þá í ljós hvort íslenskir vísindamenn hljóti þau. Sýnt er frá verðlaunaafhendingunni í beinni útsendingu frá Valencia á Spáni.

Þorsteinn Loftsson og Einar Stefánsson, stofnendur augnlyfjafyrirtækisins Oculis, eru tilnefndir til verðlauna í flokki rannsókna.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá viðburðinum í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Ocu­lis valið Þekkingar­fyrir­tæki ársins 2023

Augnlyfjaþróunarfélagið Oculis hlaut í síðustu viku verðlaun sem Þekkingarfyrirtæki ársins. Það er Félag viðskipta- og hagfræðinga sem veitir verðlaunin fyrir nýsköpun byggða á íslensku hugviti í þágu bættra lífsgæða og lausna á samfélagslegum áskorunum.

Oculis klárar hlutafjárútboð upp á nærri sex milljarða

Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað af tveimur íslenskum prófessorum á Íslandi fyrir tuttugu árum, kláraði í gærkvöldi hlutafjárútboð upp á samanlagt 40,25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 5,7 milljarða króna. Hið nýja hlutafé var selt á rúmlega fjögurra prósenta lægra gengi, eða 11,5 dalir á hlut, en nam síðasta dagslokagengi félagsins fyrir útboðið.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×