Mokveiði hjá efnilegustu dorgurum landsins Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2023 10:57 Sigurvegararnir með verðlaunin sín. Hafnarfjarðarbær Árleg Dorgveiðikeppni Hafnarfjarðar fór fram við Flensborgarhöfn í gær. Keppendur voru krakkar á grunnskólaaldri en um er að ræða fjölmennustu dorgveiðikeppni landsins. Keppnin hefur verið haldin á hverju ári í yfir þrjátíu ár og er á vegum sveitarfélagsins sem skaffar keppendum færi og beitu. Fjölmörg börn voru mætt á bryggjuna, ýmist með foreldrum sínum eða leikjanámskeiðahópum úr Hafnarfirði. Það er þó ekki alltaf góð veiði. Klippa: Bjartsýnir veiðimenn í Hafnarfirði „Í gamla daga veiddum við mjög vel, það var áður en það var búið að hreinsa hér strandirnar, skólpið fór beint í ströndina og menn veiddu slatta. Nú veiðast kannski 30-40 fiskar yfir daginn, ekki meira en það,“ segir Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, sem sér um keppnina. Hann var einnig einn af þeim sem hélt fyrstu keppnina fyrir rúmum þrjátíu árum. Geir Bjarnason hefur staðið vaktina á Dorgveiðikeppni Hafnarfjarðar frá upphafi, þó með hléum.Vísir/Dúi Þrátt fyrir erfiða veiði í gegnum árin voru krakkarnir vongóðir á bryggjunni áður en keppnin hófst. „Ég er að svona veiða og ég er að reyna að veiða svona rosalega stóran fisk og svona alls konar,“ segir Steinar Pálmi Ólafsson, sex ára veiðimaður. Hvað veiðir þú marga fiska í dag? „Ég veit það ekki, ég held að ég veiði kannski svona fimm fiska, en ég er alltaf úti á bryggju að veiða og ég náði einu sinni að veiða fisk með franskri kartöflu.“ Steinar Pálmi er reyndur veiðimaður.Vísir/Dúi Hin átta ára Emma var einnig stórhuga. Hvað ætlarðu að veiða marga fiska í dag? „Ég veit það ekki, kannski hundrað fiska,“ segir Emma. Emma sagðist mögulega ætla að veiða hundrað fiska.Vísir/Dúi Og fór það sem svo að 350 veiðimenn mættu á svæðið og unnu bæði Emma og Steinar til verðlauna. Emma veiddi næst mest af öllum, alls fimm fiska, sama og Starkaður sem er sex ára gamall. Sú sem veiddi hins vegar mest var hin níu ára gamla Ebba Katrín sem veiddi níu fiska. Krakkar við bryggjuna að bíða eftir að fiskur biti á agnið.Hafnarfjarðarbær Steinar fékk síðan verðlaun fyrir að veiða stærsta fiskinn. Hann landaði 315 gramma kola en fengu þau öll fjögur veiðistangir í verðlaun. Hafnarfjörður Grín og gaman Börn og uppeldi Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Keppnin hefur verið haldin á hverju ári í yfir þrjátíu ár og er á vegum sveitarfélagsins sem skaffar keppendum færi og beitu. Fjölmörg börn voru mætt á bryggjuna, ýmist með foreldrum sínum eða leikjanámskeiðahópum úr Hafnarfirði. Það er þó ekki alltaf góð veiði. Klippa: Bjartsýnir veiðimenn í Hafnarfirði „Í gamla daga veiddum við mjög vel, það var áður en það var búið að hreinsa hér strandirnar, skólpið fór beint í ströndina og menn veiddu slatta. Nú veiðast kannski 30-40 fiskar yfir daginn, ekki meira en það,“ segir Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, sem sér um keppnina. Hann var einnig einn af þeim sem hélt fyrstu keppnina fyrir rúmum þrjátíu árum. Geir Bjarnason hefur staðið vaktina á Dorgveiðikeppni Hafnarfjarðar frá upphafi, þó með hléum.Vísir/Dúi Þrátt fyrir erfiða veiði í gegnum árin voru krakkarnir vongóðir á bryggjunni áður en keppnin hófst. „Ég er að svona veiða og ég er að reyna að veiða svona rosalega stóran fisk og svona alls konar,“ segir Steinar Pálmi Ólafsson, sex ára veiðimaður. Hvað veiðir þú marga fiska í dag? „Ég veit það ekki, ég held að ég veiði kannski svona fimm fiska, en ég er alltaf úti á bryggju að veiða og ég náði einu sinni að veiða fisk með franskri kartöflu.“ Steinar Pálmi er reyndur veiðimaður.Vísir/Dúi Hin átta ára Emma var einnig stórhuga. Hvað ætlarðu að veiða marga fiska í dag? „Ég veit það ekki, kannski hundrað fiska,“ segir Emma. Emma sagðist mögulega ætla að veiða hundrað fiska.Vísir/Dúi Og fór það sem svo að 350 veiðimenn mættu á svæðið og unnu bæði Emma og Steinar til verðlauna. Emma veiddi næst mest af öllum, alls fimm fiska, sama og Starkaður sem er sex ára gamall. Sú sem veiddi hins vegar mest var hin níu ára gamla Ebba Katrín sem veiddi níu fiska. Krakkar við bryggjuna að bíða eftir að fiskur biti á agnið.Hafnarfjarðarbær Steinar fékk síðan verðlaun fyrir að veiða stærsta fiskinn. Hann landaði 315 gramma kola en fengu þau öll fjögur veiðistangir í verðlaun.
Hafnarfjörður Grín og gaman Börn og uppeldi Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira