Langþráðir samningar fyrir fólkið í landinu Ingibjörg Isaksen skrifar 29. júní 2023 07:01 Í vikunni bárust þau gleðilegu tíðindi að Sjúkratryggingar Íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafi náð samkomulagi um þjónustu sérgreinalækna. Hér er um að ræða langtímasamning til 5 ára og mun hann taka að fullu gildi þann 1. september næstkomandi. Samningurinn markar tímamót sem tryggir gott og jafnt aðgengi að mikilvægri læknisþjónustu óháð efnahag í samræmi við stefnu stjórnvalda. Það má með sanni segja að hér hafi verið lyft grettistaki en líkt og flestir vita hafa sérgreinalæknar verið samningslausir síðan í janúar 2019. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt ríka áherslu á að finna samningsgrundvöll við sérfræðilækna og það hefur nú tekist með góðum árangri. Það að samningar hafi náðst er farsælt fyrir alla er koma að borðinu, þó sérstaklega fólkið í landinu. Ávinningur fyrir samfélagið allt Einn helsti ávinningur samningsins sem nú hefur verið undirritaður er umtalsverð lækkun á greiðsluþátttöku almennings í þjónustu sérfræðilækna. Ætla má að með nýjum samningi muni greiðsluþátttaka almennings lækka um allt að 3 milljarða króna á ári. Hér er um að ræða mikilvægt skref í þá átt að stuðla að heilbrigðisjöfnuði og tryggja að allir hafi jafnan aðgang að sérfræðilæknum. Þess utan verður komið á fót samráðsnefnd aðila frá Sjúkratryggingum Íslands og Læknafélagi Reykjavíkur sem mun vinna í sameiningu að heildstæðri þjónustu- og kostnaðargreiningu og reglulegri endurskoðun gjaldskrár. Auk þess myndar samningurinn sterka umgjörð utan um starfsemi sérfræðilækna sem mun aftur stuðla að framþróun og nýsköpun þjónustunnar. Það er óhætt að segja að þessir samningar marki nýtt upphaf frá stöðnun síðustu ára. Aukið aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni Í kjölfarið á þessum samningum telur undirrituð afar brýnt að áfram verði haldið í samningagerð við sérfræðilækna svo þeir sjái hag sinn í því að sinna þjónustu einnig út á land. Markmiði með þeim samningum ætti að vera að jafna aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni þannig að treysta megi að þjónusta þeirra sé einnig hluti af heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi. Þá þarf að skilgreina hvaða þjónusta eigi að vera hluti af nærumhverfi og efla þjónustuna í samvinnu við lækna, sjúkratryggingar og heilbrigðisumdæmi á hverjum stað. Staðreyndin er sú að þjónusta sérfræðilækna á landsbyggðinni hefur átt undir högg að sækja síðustu ár sökum lítillar nýliðunar og óhagstæðra skilyrða. Staðan er nú þannig að íbúar landsbyggðarinnar þurfa að miklu leyti að sækja sér þjónustu sérfræðilækna á höfuðborgarsvæðið. Undirrituð telur afar mikilvægt að skoða verði af fullri alvöru hvort færa megi þjónustu sérfræðilækna í auknum mæli á heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni einhverja daga á ári, vikur eða mánuði, allt eftir eðli og þörf þjónustunnar á hverjum stað fyrir sig. Þannig má spara bæði ferðalög sjúklinga, ferðakostnað og kolefnisspor ásamt því að bæta þjónustu. Svo það sé mögulegt að veita þjónustu með þessum hætti þarf að kortleggja og greina þörf eftir þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni meðal annars eftir fólksfjölda og aldursgreiningu og gera heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni færi á að bjóða upp á þjónustu sérfræðilækna í samræmi við þarfir íbúa í hverju heilbrigðisumdæmi. Má í því samhengi nefna aðgengi að barnalæknum, geðlæknum, háls- nef- og eyrnalæknum, fæðingar- og kvensjúkdómalæknum, öldrunarlæknum, hjartalæknum og innkirtlalæknum. Er hér ekki tæmandi talið. Miklir möguleikar eru fólgnir í fjarheilbrigðisþjónustu en sumt er þó þess eðlis að best væri ef þjónustan væri veitt í nærumhverfi. Sparnaður fyrir samfélagið Víða í kringum landið eru heilbrigðisstofnanir þar sem sérfræðilæknar gætu nýtt aðstöðu til þess að taka á móti sjúklingum í viðtöl eða eftir atvikum í aðgerðir. Þá mætti einnig byggja upp skilgreinda sérfræðiklasa á landsbyggðinni þar sem þjónusta sérfræðilækna færi fram t.d. fyrir vestan, austan og norðan. Sú sem hér skrifar leggur ekki mat á það hverslags rekstrarform væri ákjósanlegast fyrir klasa sem þessa. Mestu máli skiptir að þjónustan sé til staðar á hverjum stað og skapaður sé hvati fyrir sérfræðilækna til þess að bjóða upp á þjónustu sína á landsbyggðinni. Með því að auka aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni bætum við þjónustu við íbúa á stóru svæði sem og búsetuskilyrði. Það er bæði hagræði fyrir sjúkratryggingar sem og sjúklingana sjálfa að flytja frekar þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðina þar sem því verður við komið í stað þess að flytja fjölda sjúklinga á höfuðborgarsvæðið. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Ingibjörg Ólöf Isaksen Sjúkratryggingar Alþingi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust þau gleðilegu tíðindi að Sjúkratryggingar Íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafi náð samkomulagi um þjónustu sérgreinalækna. Hér er um að ræða langtímasamning til 5 ára og mun hann taka að fullu gildi þann 1. september næstkomandi. Samningurinn markar tímamót sem tryggir gott og jafnt aðgengi að mikilvægri læknisþjónustu óháð efnahag í samræmi við stefnu stjórnvalda. Það má með sanni segja að hér hafi verið lyft grettistaki en líkt og flestir vita hafa sérgreinalæknar verið samningslausir síðan í janúar 2019. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt ríka áherslu á að finna samningsgrundvöll við sérfræðilækna og það hefur nú tekist með góðum árangri. Það að samningar hafi náðst er farsælt fyrir alla er koma að borðinu, þó sérstaklega fólkið í landinu. Ávinningur fyrir samfélagið allt Einn helsti ávinningur samningsins sem nú hefur verið undirritaður er umtalsverð lækkun á greiðsluþátttöku almennings í þjónustu sérfræðilækna. Ætla má að með nýjum samningi muni greiðsluþátttaka almennings lækka um allt að 3 milljarða króna á ári. Hér er um að ræða mikilvægt skref í þá átt að stuðla að heilbrigðisjöfnuði og tryggja að allir hafi jafnan aðgang að sérfræðilæknum. Þess utan verður komið á fót samráðsnefnd aðila frá Sjúkratryggingum Íslands og Læknafélagi Reykjavíkur sem mun vinna í sameiningu að heildstæðri þjónustu- og kostnaðargreiningu og reglulegri endurskoðun gjaldskrár. Auk þess myndar samningurinn sterka umgjörð utan um starfsemi sérfræðilækna sem mun aftur stuðla að framþróun og nýsköpun þjónustunnar. Það er óhætt að segja að þessir samningar marki nýtt upphaf frá stöðnun síðustu ára. Aukið aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni Í kjölfarið á þessum samningum telur undirrituð afar brýnt að áfram verði haldið í samningagerð við sérfræðilækna svo þeir sjái hag sinn í því að sinna þjónustu einnig út á land. Markmiði með þeim samningum ætti að vera að jafna aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni þannig að treysta megi að þjónusta þeirra sé einnig hluti af heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi. Þá þarf að skilgreina hvaða þjónusta eigi að vera hluti af nærumhverfi og efla þjónustuna í samvinnu við lækna, sjúkratryggingar og heilbrigðisumdæmi á hverjum stað. Staðreyndin er sú að þjónusta sérfræðilækna á landsbyggðinni hefur átt undir högg að sækja síðustu ár sökum lítillar nýliðunar og óhagstæðra skilyrða. Staðan er nú þannig að íbúar landsbyggðarinnar þurfa að miklu leyti að sækja sér þjónustu sérfræðilækna á höfuðborgarsvæðið. Undirrituð telur afar mikilvægt að skoða verði af fullri alvöru hvort færa megi þjónustu sérfræðilækna í auknum mæli á heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni einhverja daga á ári, vikur eða mánuði, allt eftir eðli og þörf þjónustunnar á hverjum stað fyrir sig. Þannig má spara bæði ferðalög sjúklinga, ferðakostnað og kolefnisspor ásamt því að bæta þjónustu. Svo það sé mögulegt að veita þjónustu með þessum hætti þarf að kortleggja og greina þörf eftir þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni meðal annars eftir fólksfjölda og aldursgreiningu og gera heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni færi á að bjóða upp á þjónustu sérfræðilækna í samræmi við þarfir íbúa í hverju heilbrigðisumdæmi. Má í því samhengi nefna aðgengi að barnalæknum, geðlæknum, háls- nef- og eyrnalæknum, fæðingar- og kvensjúkdómalæknum, öldrunarlæknum, hjartalæknum og innkirtlalæknum. Er hér ekki tæmandi talið. Miklir möguleikar eru fólgnir í fjarheilbrigðisþjónustu en sumt er þó þess eðlis að best væri ef þjónustan væri veitt í nærumhverfi. Sparnaður fyrir samfélagið Víða í kringum landið eru heilbrigðisstofnanir þar sem sérfræðilæknar gætu nýtt aðstöðu til þess að taka á móti sjúklingum í viðtöl eða eftir atvikum í aðgerðir. Þá mætti einnig byggja upp skilgreinda sérfræðiklasa á landsbyggðinni þar sem þjónusta sérfræðilækna færi fram t.d. fyrir vestan, austan og norðan. Sú sem hér skrifar leggur ekki mat á það hverslags rekstrarform væri ákjósanlegast fyrir klasa sem þessa. Mestu máli skiptir að þjónustan sé til staðar á hverjum stað og skapaður sé hvati fyrir sérfræðilækna til þess að bjóða upp á þjónustu sína á landsbyggðinni. Með því að auka aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni bætum við þjónustu við íbúa á stóru svæði sem og búsetuskilyrði. Það er bæði hagræði fyrir sjúkratryggingar sem og sjúklingana sjálfa að flytja frekar þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðina þar sem því verður við komið í stað þess að flytja fjölda sjúklinga á höfuðborgarsvæðið. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun