„Lífið, ástin og fjölskyldan stækkar í október,“ skrifar Vaka við færsluna. Á myndinni má sjá glitta í sónarmynd af krílinu og óléttukúlu Vöku.
Parið hefur verið saman um nokkurra ára skeið. Nýverið fluttu þau inn í íbúð í miðbæ Reykjavíkur sem þau tóku í gegn frá toppi til táar.
Birnir hefur verið einn vinsælasti rappari Íslands síðastliðin ár. Hann gaf meðal annars út lagið Spurningar með poppkónginum, Páli Óskari Hjálmtýssyni, sem sló vægast sagt í gegn. Myndbandið við lagið hlaut verðlaun fyrir tónlistarmyndband ársins á Hlustendaverðlaunum FM957 árið 2022.
Vaka starfar hjá fjarskiptafyrirtækinu Nova ásamt því að halda úti hlaðvarpsþáttunum, Þegar ég verð stór, sem framleiddir eru af Útvarpi 101.