Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2023 14:52 Vatn úr uppistöðulóni Kahkovka-stíflunnar er notað til að kæla kjarnakljúfa Saporisjía-orkuversins. Lítið vatn er í lóninu eftir að stíflan var sprengd og Úkraínumenn segja Rússa ætla að fremja „hryðjuverk“. EPA/SERGEI ILNITSKY Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu. Þetta sagði forsetinn í ávarpi sem birt var í morgun og sagði hann að upplýsingum um þetta „hryðjuverk“ hefði verið deilt með bandamönnum Úkraínu. „Því miður, þarf ég að minna fólk aftur á að geislavirkni þekkir ekki landamæri ríkja. Hverjir verða fyrir henni byggir eingöngu á vindáttinni,“ sagði Selenskí. We have just had a report from our intelligence and the Security Service of .Intelligence has received information that Russia is considering a scenario of a terrorist attack on the Zaporizhzhia nuclear power plant. A terrorist attack with radiation leakage. They have prepared pic.twitter.com/WK6qM090Ru— (@ZelenskyyUa) June 22, 2023 Rússar hafa stjórnað kjarnorkuverinu, sem er það stærsta í Evrópu, frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að Selenskí væri að ljúga. Rússar hafa reglulega sakað Úkraínumenn um að gera árásir á kjarnorkuverið en Rússar hafa sömuleiðis verið sakaðir um að staðsetja þar stórskotaliðsvopn. Reuters segir allar tilraunir til að skapa einhverskonar friðarsvæði í kringum orkuverið hafa misheppnast. Varaði við sprengjum í vatnsbólinu Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, hélt því fram fyrr í vikunni að Rússar hefðu komið sprengjum fyrir í vatnsbóli kjarnorkuversins, þar sem vatn er geymt sem notað er til að kæla kjarnakljúfa orkuversins. Starfsmenn kjarnorkuversins hafa um árabil dælt vatni úr stöðulóni Kakhokva-stíflunnar. Því var hætt eftir að stíflan, sem hefur einnig verið undir stjórn Rússa frá því innrásin hófst, var sprengd. Vísbendingar benda til þess að Rússar hafi komið fyrir sprengjum í grunni stíflunnar og sprengt hana í loft upp. Sjá einnig: „Það er enn engin hjálp“ Síðan þá hefur verið notast við vatn úr eigin vatnsbóli kjarnorkuversins en það á að duga í einhverja mánuði. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin tilkynnti í dag að til stæði að byrja aftur að dæla vatni úr uppistöðulóninu, eða því sem eftir væri af því. Starfsmenn stofnunarinnar segja að hægt sé að dæla vatni úr uppistöðulóninu og þannig er hægt að komast hjá því að nota vatnsbólið. Í áðurnefndu ávarpi sagði Selenskí að heimurinn hefði einnig verið varaður við því að Rússar hefðu komið fyrir sprengjum í Kakhovka-stíflunni. Í þetta sinn þyrfti heimurinn að bregðast við. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41 Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 „Til fjandans með þá“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland. 16. júní 2023 22:30 Segir Selenskí vera skömm fyrir gyðinga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir efnahag Rússlands sterkan og hafnar því að ríkið sé orðið einangrað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sagði Pútín að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki gyðingur. Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. 16. júní 2023 14:59 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Þetta sagði forsetinn í ávarpi sem birt var í morgun og sagði hann að upplýsingum um þetta „hryðjuverk“ hefði verið deilt með bandamönnum Úkraínu. „Því miður, þarf ég að minna fólk aftur á að geislavirkni þekkir ekki landamæri ríkja. Hverjir verða fyrir henni byggir eingöngu á vindáttinni,“ sagði Selenskí. We have just had a report from our intelligence and the Security Service of .Intelligence has received information that Russia is considering a scenario of a terrorist attack on the Zaporizhzhia nuclear power plant. A terrorist attack with radiation leakage. They have prepared pic.twitter.com/WK6qM090Ru— (@ZelenskyyUa) June 22, 2023 Rússar hafa stjórnað kjarnorkuverinu, sem er það stærsta í Evrópu, frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að Selenskí væri að ljúga. Rússar hafa reglulega sakað Úkraínumenn um að gera árásir á kjarnorkuverið en Rússar hafa sömuleiðis verið sakaðir um að staðsetja þar stórskotaliðsvopn. Reuters segir allar tilraunir til að skapa einhverskonar friðarsvæði í kringum orkuverið hafa misheppnast. Varaði við sprengjum í vatnsbólinu Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, hélt því fram fyrr í vikunni að Rússar hefðu komið sprengjum fyrir í vatnsbóli kjarnorkuversins, þar sem vatn er geymt sem notað er til að kæla kjarnakljúfa orkuversins. Starfsmenn kjarnorkuversins hafa um árabil dælt vatni úr stöðulóni Kakhokva-stíflunnar. Því var hætt eftir að stíflan, sem hefur einnig verið undir stjórn Rússa frá því innrásin hófst, var sprengd. Vísbendingar benda til þess að Rússar hafi komið fyrir sprengjum í grunni stíflunnar og sprengt hana í loft upp. Sjá einnig: „Það er enn engin hjálp“ Síðan þá hefur verið notast við vatn úr eigin vatnsbóli kjarnorkuversins en það á að duga í einhverja mánuði. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin tilkynnti í dag að til stæði að byrja aftur að dæla vatni úr uppistöðulóninu, eða því sem eftir væri af því. Starfsmenn stofnunarinnar segja að hægt sé að dæla vatni úr uppistöðulóninu og þannig er hægt að komast hjá því að nota vatnsbólið. Í áðurnefndu ávarpi sagði Selenskí að heimurinn hefði einnig verið varaður við því að Rússar hefðu komið fyrir sprengjum í Kakhovka-stíflunni. Í þetta sinn þyrfti heimurinn að bregðast við.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41 Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 „Til fjandans með þá“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland. 16. júní 2023 22:30 Segir Selenskí vera skömm fyrir gyðinga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir efnahag Rússlands sterkan og hafnar því að ríkið sé orðið einangrað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sagði Pútín að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki gyðingur. Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. 16. júní 2023 14:59 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41
Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06
„Til fjandans með þá“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland. 16. júní 2023 22:30
Segir Selenskí vera skömm fyrir gyðinga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir efnahag Rússlands sterkan og hafnar því að ríkið sé orðið einangrað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sagði Pútín að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki gyðingur. Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. 16. júní 2023 14:59