Höfum við efni á þessu? Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 21. júní 2023 08:01 Seðlabanki Íslands hefur gefið skýr skilaboð um að tryggja þurfi meira aðhald í ríkisfjármálunum. Á sama tíma er halli á fjárlögum sem nemur um 4% af landsframleiðslu, verðbólga í tæpum 10% og hagvöxtur mælist um 6%. Staðan er ekki beint frábær. Ríkisstjórnin kynnti nýlega tillögur til að vinna gegn verðbólgunni sem miða flestar við tímabilið 2024-2028, og veruleikinn er sá að boðaðar aðgerðir eru fremur smáar í sniðum í stóra samhenginu. Væntingar flestra stóðu til að stigið yrði fast til jarðar samstundis, enda þörfin mikil. Þörfin er raunar mikil óháð núverandi efnahagsástandi, breyttar áherslur í rekstri hins opinbera eru í senn nauðsynlegar og tímabærar, enda þróunin ekki sjálfbær til lengdar. Skilvirkni hins opinbera ekki minni í átta ár Í gær voru birtar niðurstöður úttektar IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland heldur sæti sínu frá því í fyrra, 16. sæti, en eins og áður erum við neðst Norðurlanda. Matið byggist á mörgum þáttum, en það sem dregur okkur helst niður þetta árið er skilvirkni hins opinbera, þá helst er snýr að stofnanaumgjörð og regluverki atvinnulífsins. Hvað þann mælikvarða varðar, skilvirkni hins opinbera, höfum við ekki mælst lægri í átta ár. Ljóst er að umsvif hins opinbera hafa vaxið hratt á síðustu árum, á skjön við þróun einkageirans. Það er ekkert launungarmál að hið opinbera hefur farið fram úr þeim launahækkunum sem samið hefur verið um á almennum markaði undanfarinn áratug, sem hafa verið langt umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði og verðmætasköpun. Þannig hafa laun starfsmanna sveitarfélaga hækkað um rúm 40% frá ársbyrjun 2019 og ríkis um tæp 30%. Þessi þróun hefur orðið til þess að Ísland ver tæpum 16% af verðmætasköpun í laun opinberra starfsmanna, samanborið við 11% meðaltal ESB ríkja meðal OECD. Þetta er einnig hærra hlutfall en hjá nokkru öðru þróuðu ríki, líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á. Þá starfrækir íslenska ríkið um 160 opinberar stofnanir, að ótöldum nokkrum hundruðum rekstrareininga á sveitarstjórnarstiginu. Það gefur augaleið að örríki eins og Ísland ber hlutfallslega hærri kostnað af því að halda uppi stofnanakerfi hins opinbera en fjölmennari ríki og því er nær hvergi meiri þörf á að horfa til hagræðingarmöguleika en hér, bæði með sameiningu sveitarfélaga og stofnana. Mikilvægt er þó að hrósa því sem vel er gert, en á síðustu árum hafa nokkrir ráðherrar ráðist í mikilvægar breytingar til þess að auka skilvirkni og hagkvæmni í stofnanakerfinu. Stofnanaumhverfið hérlendis er þó enn fjarri því að uppfylla kröfur um hagkvæman og skilvirkan opinberan rekstur. Betur má ef duga skal, af nægu er að taka. Hvar endar þetta? Mikla skattheimtu þarf til þess að standa undir miklum útgjöldum. Skatttekjur hins opinbera eru um 32% af landsframleiðslu og aðeins Svíar eru með þyngri skattbyrði. Hvar endar þetta? Þjóðin eldist og hið opinbera stendur frammi fyrir enn meiri áskorunum þegar kemur að útgjöldum í framtíðinni. OECD spáir því að útgjöld til heilbrigðismála muni tvöfaldast á næstu áratugum. Gleymum ekki áskorunum sem bíða okkar á öðrum sviðum. Opinber útgjöld og skattheimta eru í hæstu hæðum. Haldi þessi vöxtur umsvifa áfram með sama hætti og verið hefur kemur að þeim tímapunkti að skattgreiðslur standa ekki undir rekstri hins opinbera, eða viðvarandi útþensla mun koma harðar niður á þjónustuhlutverki hins opinbera. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda er að skapa sem hagfelldasta umgjörð verðmætasköpunar þannig að lífskjör geti áfram batnað hérlendis. Í því felst meðal annars að fjármunir hins opinbera séu nýttir á skynsamlegan máta. Við höfum einfaldlega ekki efni á öðru en að stjórnvöld sýni stefnufestu og stígi fastar til jarðar. Leita þarf allra leiða til hagræðingar, aukinnar skilvirkni og ekki síst skoða forgangsröðun útgjalda. Í því efnahagsástandi sem nú ríkir er tímabært að ræða þessi sívaxandi umsvif hins opinbera og kalla eftir því að farið sé betur með peninga skattgreiðenda. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur gefið skýr skilaboð um að tryggja þurfi meira aðhald í ríkisfjármálunum. Á sama tíma er halli á fjárlögum sem nemur um 4% af landsframleiðslu, verðbólga í tæpum 10% og hagvöxtur mælist um 6%. Staðan er ekki beint frábær. Ríkisstjórnin kynnti nýlega tillögur til að vinna gegn verðbólgunni sem miða flestar við tímabilið 2024-2028, og veruleikinn er sá að boðaðar aðgerðir eru fremur smáar í sniðum í stóra samhenginu. Væntingar flestra stóðu til að stigið yrði fast til jarðar samstundis, enda þörfin mikil. Þörfin er raunar mikil óháð núverandi efnahagsástandi, breyttar áherslur í rekstri hins opinbera eru í senn nauðsynlegar og tímabærar, enda þróunin ekki sjálfbær til lengdar. Skilvirkni hins opinbera ekki minni í átta ár Í gær voru birtar niðurstöður úttektar IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland heldur sæti sínu frá því í fyrra, 16. sæti, en eins og áður erum við neðst Norðurlanda. Matið byggist á mörgum þáttum, en það sem dregur okkur helst niður þetta árið er skilvirkni hins opinbera, þá helst er snýr að stofnanaumgjörð og regluverki atvinnulífsins. Hvað þann mælikvarða varðar, skilvirkni hins opinbera, höfum við ekki mælst lægri í átta ár. Ljóst er að umsvif hins opinbera hafa vaxið hratt á síðustu árum, á skjön við þróun einkageirans. Það er ekkert launungarmál að hið opinbera hefur farið fram úr þeim launahækkunum sem samið hefur verið um á almennum markaði undanfarinn áratug, sem hafa verið langt umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði og verðmætasköpun. Þannig hafa laun starfsmanna sveitarfélaga hækkað um rúm 40% frá ársbyrjun 2019 og ríkis um tæp 30%. Þessi þróun hefur orðið til þess að Ísland ver tæpum 16% af verðmætasköpun í laun opinberra starfsmanna, samanborið við 11% meðaltal ESB ríkja meðal OECD. Þetta er einnig hærra hlutfall en hjá nokkru öðru þróuðu ríki, líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á. Þá starfrækir íslenska ríkið um 160 opinberar stofnanir, að ótöldum nokkrum hundruðum rekstrareininga á sveitarstjórnarstiginu. Það gefur augaleið að örríki eins og Ísland ber hlutfallslega hærri kostnað af því að halda uppi stofnanakerfi hins opinbera en fjölmennari ríki og því er nær hvergi meiri þörf á að horfa til hagræðingarmöguleika en hér, bæði með sameiningu sveitarfélaga og stofnana. Mikilvægt er þó að hrósa því sem vel er gert, en á síðustu árum hafa nokkrir ráðherrar ráðist í mikilvægar breytingar til þess að auka skilvirkni og hagkvæmni í stofnanakerfinu. Stofnanaumhverfið hérlendis er þó enn fjarri því að uppfylla kröfur um hagkvæman og skilvirkan opinberan rekstur. Betur má ef duga skal, af nægu er að taka. Hvar endar þetta? Mikla skattheimtu þarf til þess að standa undir miklum útgjöldum. Skatttekjur hins opinbera eru um 32% af landsframleiðslu og aðeins Svíar eru með þyngri skattbyrði. Hvar endar þetta? Þjóðin eldist og hið opinbera stendur frammi fyrir enn meiri áskorunum þegar kemur að útgjöldum í framtíðinni. OECD spáir því að útgjöld til heilbrigðismála muni tvöfaldast á næstu áratugum. Gleymum ekki áskorunum sem bíða okkar á öðrum sviðum. Opinber útgjöld og skattheimta eru í hæstu hæðum. Haldi þessi vöxtur umsvifa áfram með sama hætti og verið hefur kemur að þeim tímapunkti að skattgreiðslur standa ekki undir rekstri hins opinbera, eða viðvarandi útþensla mun koma harðar niður á þjónustuhlutverki hins opinbera. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda er að skapa sem hagfelldasta umgjörð verðmætasköpunar þannig að lífskjör geti áfram batnað hérlendis. Í því felst meðal annars að fjármunir hins opinbera séu nýttir á skynsamlegan máta. Við höfum einfaldlega ekki efni á öðru en að stjórnvöld sýni stefnufestu og stígi fastar til jarðar. Leita þarf allra leiða til hagræðingar, aukinnar skilvirkni og ekki síst skoða forgangsröðun útgjalda. Í því efnahagsástandi sem nú ríkir er tímabært að ræða þessi sívaxandi umsvif hins opinbera og kalla eftir því að farið sé betur með peninga skattgreiðenda. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar