Aðeins sjö greiddu atkvæði gegn Partygate-skýrslunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2023 07:26 Segja má að Johnson hafi sætt niðurlægingu á þinginu í gær þegar aðeins sjö greiddu atkvæði gegn skýrslunni þar sem hann er harðlega gagnrýndur og sakaður um óheiðarleika. AP/Matt Dunham Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, mátti þola hálfgerða niðurlægingu í gær þegar skýrsla þverpólitískrar þingnefndar um framgöngu Johnson í svokölluðu „Partygate“-máli var samþykkt með næstum öllum greiddum atkvæðum. Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Johnson hefði komið óheiðarlega fram þegar hann svaraði fyrir teiti sem haldin voru í Downing-stræti á sama tíma og Bretar sættu hörðum sóttvarnaraðgerðum; hunsað sannleikann og freistað þess að túlka reglur til að falla að eigin frásögn. Þrátt fyrir að leiðtogar Íhaldsflokksins hefðu sagt að þingmenn flokksins gengu óbundnir til atkvæðagreiðslunnar og ættu að hlusta á samvisku sína höfðu stuðningsmenn Johnson haft í hótunum um að þeir sem greiddu atkvæði með skýrslunni myndu sæta afleiðingum. Britain's parliament delivered another blow to the political career of former prime minister Boris Johnson when it endorsed a report that concluded that he deliberately lied over rule-breaking parties https://t.co/pLB8GQnosT pic.twitter.com/Ibo40fgJzk— Reuters (@Reuters) June 20, 2023 Hótanirnar virðast ekki hafa haft tilskilin áhrif en 354 þingmenn greiddu atkvæði með skýrslunni og aðeins sjö á móti. Í bili virðist sem Johnson einn verði sá sem þarf að taka afleiðingum gjörða sinna en í refsingarskyni fyrir óheiðarleika sinn verður hann sviptur aðgengi að Westminster. Rishi Sunak forsætisráðherra og aðrir ráðherrar voru fjarri góðu gamni þegar atkvæðagreiðslan fór fram og fengu bágt fyrir frá Verkamannaflokknum. Þá voru samflokksmenn Johnson ófeimnir við að segja honum til syndanna án þess þó að nefna hann á nafn en Theresa May, forveri Johnson í embætti, biðlaði til þingmanna um að láta ekki vinskap birgja sér sýn; það væri mikilvægt að sýna að gripið væri til aðgerða þegar menn, hversu háttsettir sem þeir væru, gerðu rangt. Fleiri voru harðorðir en Angela Richardson, þingmaður Íhaldsflokksins, var ekki síst gagnrýnin á þá staðreynd að þeir sem sátu í þingnefndinni hefðu þurft á aukinni öryggisgæslu að halda eftir að Johnson sagði af sér þingmennsku í fússi og gagnrýndi skýrsluhöfunda opinberlega. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Sjá meira
Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Johnson hefði komið óheiðarlega fram þegar hann svaraði fyrir teiti sem haldin voru í Downing-stræti á sama tíma og Bretar sættu hörðum sóttvarnaraðgerðum; hunsað sannleikann og freistað þess að túlka reglur til að falla að eigin frásögn. Þrátt fyrir að leiðtogar Íhaldsflokksins hefðu sagt að þingmenn flokksins gengu óbundnir til atkvæðagreiðslunnar og ættu að hlusta á samvisku sína höfðu stuðningsmenn Johnson haft í hótunum um að þeir sem greiddu atkvæði með skýrslunni myndu sæta afleiðingum. Britain's parliament delivered another blow to the political career of former prime minister Boris Johnson when it endorsed a report that concluded that he deliberately lied over rule-breaking parties https://t.co/pLB8GQnosT pic.twitter.com/Ibo40fgJzk— Reuters (@Reuters) June 20, 2023 Hótanirnar virðast ekki hafa haft tilskilin áhrif en 354 þingmenn greiddu atkvæði með skýrslunni og aðeins sjö á móti. Í bili virðist sem Johnson einn verði sá sem þarf að taka afleiðingum gjörða sinna en í refsingarskyni fyrir óheiðarleika sinn verður hann sviptur aðgengi að Westminster. Rishi Sunak forsætisráðherra og aðrir ráðherrar voru fjarri góðu gamni þegar atkvæðagreiðslan fór fram og fengu bágt fyrir frá Verkamannaflokknum. Þá voru samflokksmenn Johnson ófeimnir við að segja honum til syndanna án þess þó að nefna hann á nafn en Theresa May, forveri Johnson í embætti, biðlaði til þingmanna um að láta ekki vinskap birgja sér sýn; það væri mikilvægt að sýna að gripið væri til aðgerða þegar menn, hversu háttsettir sem þeir væru, gerðu rangt. Fleiri voru harðorðir en Angela Richardson, þingmaður Íhaldsflokksins, var ekki síst gagnrýnin á þá staðreynd að þeir sem sátu í þingnefndinni hefðu þurft á aukinni öryggisgæslu að halda eftir að Johnson sagði af sér þingmennsku í fússi og gagnrýndi skýrsluhöfunda opinberlega. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Sjá meira